Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. október 2025 23:00 Heimir Gunnlaugsson, formaður knattspyrnudeildar Víkings, segir að Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum á meðan bjór sé seldur á leikjum annarra félaga sem og á landsleikjum. Vísir/Samsett Heimir Gunnlaugsson, formaður knattspyrnudeildar Víkings, segir engann bjór hafa verið seldann á leik Víkings og Vals í lokaumferð Bestu-deildar karla í dag. Víkingar buðu til meistaraveislu á heimavelli sínum í dag þegar liðið tók á móti Val í lokaumferð Bestu-deildar karla. Víkingar höfðu þegar tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn og voru formlega krýndir Íslandsmeistarar í leikslok, eftir 2-0 sigur gegn Valsmönnum. Eins og gefur að skilja var mikil stemning í Víkinni í kvöld. Stuðningsfólk Víkings var mætt löngu fyrir leik til að tryggja sér góð sæti til að fylgjast með sínum mönnum lyfta Íslandsmeistaraskyldinum góða. Nú í kvöld var svo greint frá því hér á Vísi að lögreglan hafi þurft að skerast í leikinn og stöðva bjórsölu sem fram fór á leiknum. Dæmi eru um að sum íþróttafélög hafi selt áfengi án þess að hafa til þess viðeigandi leyfi og umræðan um áfengissölu á íþróttaviðburðum hefur mikið verið milli tannana á fólki í sumar. Bjórinn frír en frjáls framlög þegin Heimir Gunnlaugsson, formaður knattspyrnudeildar Víkings, segir þó að enginn bjór hafi verið til sölu á leiknum. Hann segir þó að félagið hafi boðið upp á gefins bjór og að fólki hafi boðist að styrkja félagið með frjálsum framlögum. Hann, og aðrir innan Víkings, hafi talið að það væri í lagi. Hann staðfestir einnig að lögreglan hafi mætt og stöðvað „bjórsöluna“. „Já lögreglan mætti og stoppaði þetta. En ég get sagt þér að það var engin bjórsala. Við vorum að gefa bjór,“ sagði Heimir þegar Vísir náði tali af honum fyrr í kvöld. „Við töldum að það væri í lagi og svo var hverjum kúnna boðið að styrkja félagið. Ætli það hafi ekki svona 70 prósent kúnna ákveðið að styrkja félagið, en fullt af fólki fékk þetta bara frítt,“ bætti heimir við. „Það var ekkert vesen. Það er bara leiðinlegt hvernig þetta fór og við hættum um leið og lögreglan mætti og bað okkur um að hætta.“ Búast má við að fögnuður Víkinga vari eitthvað fram eftir nóttu.Vísir/Anton Brink Dökkur blettur á annars frábæran dag Eins og við var að búast hefur verið mikil hátíð hjá Víkingum í dag og í kvöld og búast má við því að fagnaðarlætin standi eitthvað fram eftir nóttu. Heimir segir þó að þetta atvik hafi sett dökkan blett á annars frábæran dag og bætir við að hann persónulega hafi verið ákærður fyrir bjórsöluna og sé nú með stöðu sakbornings. „Eins og ég segi þá er bara leiðinlegt hvernig þetta fór og leiðinlegt að vera ákærður. Nú er ég með stöðu sakbornings og þetta setti dökkan blett á annars frábæran dag.“ Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Að lokum segir Heimir að það skjóti skökku við að mörg önnur félög í Bestu-deildinni hafi fengið leyfi til að selja áfengi á heimaleikjum sínum. Hann segir önnur félög oft hafa fengið leyfi samdægurs og að það sé Reykjavíkurborg sem standi í vegi fyrir Víkingum, ekki lögreglan. „Reykjavíkurborg stendur í vegi fyrir okkur í þessu, ekki lögreglan. Ég veit um dæmi þar sem Stjarnan, Breiðablik, FH og fleiri félög hafi fengið leyfi samdægurs til að selja áfengi á sínum leikjum, en það hefur ekki verið staðan þegar kemur að okkur,“ sagði Heimir. „Við höfum alltaf sótt um þessi leyfi og reynt að gera þetta eftir réttum leiðum, en borgin vill ekki gefa okkur þetta leyfi. Mér finnst það skjóta skökku við að KSÍ fái leyfi til að selja áfengi á landsleikjum í Laugardalnum, en á sama tíma stendur Reykjavíkurborg í vegi fyrir okkur,“ sagði Heimir að lokum. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Áfengi í íþróttastarfi Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Handbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Fleiri fréttir Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Sjá meira
Víkingar buðu til meistaraveislu á heimavelli sínum í dag þegar liðið tók á móti Val í lokaumferð Bestu-deildar karla. Víkingar höfðu þegar tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn og voru formlega krýndir Íslandsmeistarar í leikslok, eftir 2-0 sigur gegn Valsmönnum. Eins og gefur að skilja var mikil stemning í Víkinni í kvöld. Stuðningsfólk Víkings var mætt löngu fyrir leik til að tryggja sér góð sæti til að fylgjast með sínum mönnum lyfta Íslandsmeistaraskyldinum góða. Nú í kvöld var svo greint frá því hér á Vísi að lögreglan hafi þurft að skerast í leikinn og stöðva bjórsölu sem fram fór á leiknum. Dæmi eru um að sum íþróttafélög hafi selt áfengi án þess að hafa til þess viðeigandi leyfi og umræðan um áfengissölu á íþróttaviðburðum hefur mikið verið milli tannana á fólki í sumar. Bjórinn frír en frjáls framlög þegin Heimir Gunnlaugsson, formaður knattspyrnudeildar Víkings, segir þó að enginn bjór hafi verið til sölu á leiknum. Hann segir þó að félagið hafi boðið upp á gefins bjór og að fólki hafi boðist að styrkja félagið með frjálsum framlögum. Hann, og aðrir innan Víkings, hafi talið að það væri í lagi. Hann staðfestir einnig að lögreglan hafi mætt og stöðvað „bjórsöluna“. „Já lögreglan mætti og stoppaði þetta. En ég get sagt þér að það var engin bjórsala. Við vorum að gefa bjór,“ sagði Heimir þegar Vísir náði tali af honum fyrr í kvöld. „Við töldum að það væri í lagi og svo var hverjum kúnna boðið að styrkja félagið. Ætli það hafi ekki svona 70 prósent kúnna ákveðið að styrkja félagið, en fullt af fólki fékk þetta bara frítt,“ bætti heimir við. „Það var ekkert vesen. Það er bara leiðinlegt hvernig þetta fór og við hættum um leið og lögreglan mætti og bað okkur um að hætta.“ Búast má við að fögnuður Víkinga vari eitthvað fram eftir nóttu.Vísir/Anton Brink Dökkur blettur á annars frábæran dag Eins og við var að búast hefur verið mikil hátíð hjá Víkingum í dag og í kvöld og búast má við því að fagnaðarlætin standi eitthvað fram eftir nóttu. Heimir segir þó að þetta atvik hafi sett dökkan blett á annars frábæran dag og bætir við að hann persónulega hafi verið ákærður fyrir bjórsöluna og sé nú með stöðu sakbornings. „Eins og ég segi þá er bara leiðinlegt hvernig þetta fór og leiðinlegt að vera ákærður. Nú er ég með stöðu sakbornings og þetta setti dökkan blett á annars frábæran dag.“ Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Að lokum segir Heimir að það skjóti skökku við að mörg önnur félög í Bestu-deildinni hafi fengið leyfi til að selja áfengi á heimaleikjum sínum. Hann segir önnur félög oft hafa fengið leyfi samdægurs og að það sé Reykjavíkurborg sem standi í vegi fyrir Víkingum, ekki lögreglan. „Reykjavíkurborg stendur í vegi fyrir okkur í þessu, ekki lögreglan. Ég veit um dæmi þar sem Stjarnan, Breiðablik, FH og fleiri félög hafi fengið leyfi samdægurs til að selja áfengi á sínum leikjum, en það hefur ekki verið staðan þegar kemur að okkur,“ sagði Heimir. „Við höfum alltaf sótt um þessi leyfi og reynt að gera þetta eftir réttum leiðum, en borgin vill ekki gefa okkur þetta leyfi. Mér finnst það skjóta skökku við að KSÍ fái leyfi til að selja áfengi á landsleikjum í Laugardalnum, en á sama tíma stendur Reykjavíkurborg í vegi fyrir okkur,“ sagði Heimir að lokum.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Áfengi í íþróttastarfi Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Handbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Fleiri fréttir Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Sjá meira