„Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Hjörvar Ólafsson skrifar 25. október 2025 17:29 Magnús Már Einarsson þakkar stuðningsmönnum Aftureldingar fyrir stuðninginn. Vísir/Anton Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, var svekktur en stoltur af leikmönnum sínum fyrir frammistöðu þeirra á keppnistímabilinu þrátt fyrir að fall úr efstu deild sé staðraynd hjá Mosfellingum. „Ég er svekktur með að hafa ekki náð í sigur í þessum leik og að 27 stig dugi ekki til þess að halda sæti okkar í efstu deild. Það að ná í stig að meðaltali í efstu deild hefur oftar en ekki dugað en við gerðum ekki nóg til þess að vera áfram í deild þeirra bestu því miður,“ sagði Magnús Már eftir 1-0 tap Aftureldingar gegn ÍA í lokaumferð Bestu-deildar karla í fótbolta í Akraneshöllinni í dag. „Við náum í janftefli eða sigum 10 af 11 andstæðingum og sýndum það svo sannarlega að við erum samkeppnishæfir á meðal bestu liða landsins. Það eru hins vegar of mörg jafntefli og að við náum ekki að sigla sigrum í höfn í jöfnum leikjum eins og þessum sem verður okkur að falli,“ sagði Magnús enn fremur. „Nú þurfum við bara að byggja ofan á því sem við höfum verið að gera undanfarin ár og passa upp á að við tökum tvö skref fram á við eftir að hafa tekið eitt skref til baka. Við höfum komið okkur á þann stall að vera á meðal 15 bestu liða landssins og stefnum á að fara beint upp aftur,“ sagði hann um framhaldið. „Fótboltinn er kominn á flottan stað í Mosfellsbænum og framtíðin er björt. Heimaleikir okkar í sumar hafa verið stærstu viðburðir bæjarins og vonandi styrkja bæjaryfirvöld enn frekar við okkur á næstunni. Það er verið að bæta aðstöðuna hjá okkur og við þurfum að spýta í lófana bæði innan vallar sem utan til þess að halda áfram að færa okkur skref framar,“ sagði þjálfarinn. Samningur Magnúsar Más við Aftureldingu er að renna út en honum þykir líklegt að hann haldi áfram í brúnni í Mosfellsbænum: „Ég hef bara ekki leitt hugann að framtíðinni, ég var með fulla einbeitingu og hugann við það að freista þess að vinna sigur hérna í dag. Á næstu dögum munum við setjast niður og ég fer jákvæður inn í þær viðræður og finnst líklegt að ég haldi áfram þjálfun liðsins,“ sagði Magnús um stöðu sína. Besta deild karla Afturelding Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn Hefur aldrei hlegið jafnmikið og að horfa á Nablann Körfubolti „Það trompast allt þarna“ Handbolti Fleiri fréttir „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Sjá meira
„Ég er svekktur með að hafa ekki náð í sigur í þessum leik og að 27 stig dugi ekki til þess að halda sæti okkar í efstu deild. Það að ná í stig að meðaltali í efstu deild hefur oftar en ekki dugað en við gerðum ekki nóg til þess að vera áfram í deild þeirra bestu því miður,“ sagði Magnús Már eftir 1-0 tap Aftureldingar gegn ÍA í lokaumferð Bestu-deildar karla í fótbolta í Akraneshöllinni í dag. „Við náum í janftefli eða sigum 10 af 11 andstæðingum og sýndum það svo sannarlega að við erum samkeppnishæfir á meðal bestu liða landsins. Það eru hins vegar of mörg jafntefli og að við náum ekki að sigla sigrum í höfn í jöfnum leikjum eins og þessum sem verður okkur að falli,“ sagði Magnús enn fremur. „Nú þurfum við bara að byggja ofan á því sem við höfum verið að gera undanfarin ár og passa upp á að við tökum tvö skref fram á við eftir að hafa tekið eitt skref til baka. Við höfum komið okkur á þann stall að vera á meðal 15 bestu liða landssins og stefnum á að fara beint upp aftur,“ sagði hann um framhaldið. „Fótboltinn er kominn á flottan stað í Mosfellsbænum og framtíðin er björt. Heimaleikir okkar í sumar hafa verið stærstu viðburðir bæjarins og vonandi styrkja bæjaryfirvöld enn frekar við okkur á næstunni. Það er verið að bæta aðstöðuna hjá okkur og við þurfum að spýta í lófana bæði innan vallar sem utan til þess að halda áfram að færa okkur skref framar,“ sagði þjálfarinn. Samningur Magnúsar Más við Aftureldingu er að renna út en honum þykir líklegt að hann haldi áfram í brúnni í Mosfellsbænum: „Ég hef bara ekki leitt hugann að framtíðinni, ég var með fulla einbeitingu og hugann við það að freista þess að vinna sigur hérna í dag. Á næstu dögum munum við setjast niður og ég fer jákvæður inn í þær viðræður og finnst líklegt að ég haldi áfram þjálfun liðsins,“ sagði Magnús um stöðu sína.
Besta deild karla Afturelding Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn Hefur aldrei hlegið jafnmikið og að horfa á Nablann Körfubolti „Það trompast allt þarna“ Handbolti Fleiri fréttir „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Sjá meira