Innlent

Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Lands­banka

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Kolbeinn Tumi Daðason les kvöldfréttir í kvöld.
Kolbeinn Tumi Daðason les kvöldfréttir í kvöld. vísir

Í kvöldfréttum Sýnar verður ítarlega fjallað um kvennaverkfallið sem fór fram í dag. Við förum yfir daginn, sjáum myndir frá deginum í Reykjavík, á Akureyri og á Ísafirði.

Landsbankinn kynnti í dag breytingar þess efnis að einungis fyrstu kaupendur geta fengið verðtryggt íbúðalán hjá bankanum og breytilegir vextir bera nú fast álag ofan á stýrivexti Seðlabankans. Til okkar í myndver kemur Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, til að ræða málið.

Samkomulag um þátttöku í útboðum og skipting á landssvæðum er á meðal þess sem samkeppniseftirlitið og héraðssaksóknari eru með til rannsóknar í samráðsmáli Terra og Kubbs. Formaður bæjarráðs Vestmannaeyja segir mikið undir en Vestmannaeyjabær bauð út sorphirðumál sveitarfélagsins á síðasta ári

Svo er Magnús Hlynur með skemmtilega frétt frá Hveragerði, og í sportinu verður hitað upp fyrir úrslitastundina í fallbaráttu bestu deildar karla, þar sem stórveldið KR, gæti endað í neðsta sæti og fallið þar með í neðstu deild.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×