Elva fann sjálfa sig aftur Stefán Árni Pálsson skrifar 23. október 2025 12:30 Elva Björg náði sér á strik eftir erfiða tíma árið 2019. Elva Björg Gunnarsdóttir er 41 árs fimleikadrottning, sjónvarpsstjarna og gleðigjafi. Hún er fædd og uppalin í Laugardalnum, þar sem henni líður best. Flestir þeirra sem hafa kynnst Elvu, eða bara spjallað við hana í stutta stund, eru sammála um að þarna er ein skemmtilegasta, orkumesta og duglegasta kona landsins á ferðinni. Elva gekk í Suðurhlíðarskóla í Fossvogi alla sína grunnskólagöngu. Þaðan lá leiðin í Fjölbrautaskólann við Ármúla og Iðnskólann og í gegnum allt námið æfði hún fimleika af krafti. Hún er í dag margfaldur meistari, bæði hér heima og erlendis. Elva er hluti af teyminu í sjónvarpsþættinum Með okkar augum á RÚV. Að þessum verðlaunaþáttum vinnur fólk með þroskahömlun og málefni líðandi stundar skoðuð með þeirra augum. Fór í allskonar rannsóknir Árið 2019 var systir Elvu að skoða grein í erlendu tímariti um sjaldgæft heilkenni. Henni fannst fólkið með heilkennið ansi líkt systur sinni. „Hún sendir greinina á mömmu mína og var gjörsamlega sammála hvað fólkið í henni er líkt mér. Þannig í sameiningu þá panta þér tíma hjá erfðalækni. Ég fer og hitti hann og þar eru teknar blóðprufur og fingraför og ég fer í allskonar rannsóknir hjá honum,“ segir Elva. Við tók sex vikna bið eftir svari úr rannsóknunum. Þegar greiningarferlið hófst var Elva á slæmum stað andlega og með hverri vikunni versnaði henni og versnaði. „Eftir sex vikur þegar það kemur jákvætt svar um þetta þá er ég orðin líkamlega þunglynd og andlega veik og tek þessum gleðifréttum ekkert svo rosalega vel. Mér fannst þetta vera meira sjokk heldur en gleðifréttir. Frá október til 23. desember árið 2019 er ég að flakka milli heimilis míns og geðdeildar. Bara til að jafna mig og mér leið svo illa.“ Kom sér í gang aftur Elvu leist ekkert á blikuna og ákvað að hún þyrfti að gera eitthvað í sínum málum. Hún fékk liðveislur sem aðstoðuðu hana við að koma sér í gang. „Mitt verkefni var að finna glöðu, kátu og jákvæðu Elvu aftur eftir þennan hræðilega tíma og það tókst. Það er nefnilega svo skrýtið að allskonar fólk getur fengið þunglyndi og andleg veikindi, meira segja ég. Ég var alltaf svo hress og kát,“ segir Elva sem líður mjög vel í dag. Í dag 23. október er alþjóðlegur dagur þessara heilkennis og hvetur Elva allt til að klæðast grænu í dag í tilefni af þessum degi. Elva vinnur nú að því að fræða aðra um heilkennið. Alla daga október hefur hún birt fræðslumola á samfélagsmiðla sína. Hægt er að sjá viðtalið við hana í heild sinni hér að neðan. Rætt var við hana í Íslandi í dag á þriðjudagskvöldið. Ísland í dag Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Lífið Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Lífið Biostrength er tæknibylting í styrktarþjálfun Lífið samstarf Scary Movie-stjarna látin Lífið Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Lífið Fleiri fréttir Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sjá meira
Flestir þeirra sem hafa kynnst Elvu, eða bara spjallað við hana í stutta stund, eru sammála um að þarna er ein skemmtilegasta, orkumesta og duglegasta kona landsins á ferðinni. Elva gekk í Suðurhlíðarskóla í Fossvogi alla sína grunnskólagöngu. Þaðan lá leiðin í Fjölbrautaskólann við Ármúla og Iðnskólann og í gegnum allt námið æfði hún fimleika af krafti. Hún er í dag margfaldur meistari, bæði hér heima og erlendis. Elva er hluti af teyminu í sjónvarpsþættinum Með okkar augum á RÚV. Að þessum verðlaunaþáttum vinnur fólk með þroskahömlun og málefni líðandi stundar skoðuð með þeirra augum. Fór í allskonar rannsóknir Árið 2019 var systir Elvu að skoða grein í erlendu tímariti um sjaldgæft heilkenni. Henni fannst fólkið með heilkennið ansi líkt systur sinni. „Hún sendir greinina á mömmu mína og var gjörsamlega sammála hvað fólkið í henni er líkt mér. Þannig í sameiningu þá panta þér tíma hjá erfðalækni. Ég fer og hitti hann og þar eru teknar blóðprufur og fingraför og ég fer í allskonar rannsóknir hjá honum,“ segir Elva. Við tók sex vikna bið eftir svari úr rannsóknunum. Þegar greiningarferlið hófst var Elva á slæmum stað andlega og með hverri vikunni versnaði henni og versnaði. „Eftir sex vikur þegar það kemur jákvætt svar um þetta þá er ég orðin líkamlega þunglynd og andlega veik og tek þessum gleðifréttum ekkert svo rosalega vel. Mér fannst þetta vera meira sjokk heldur en gleðifréttir. Frá október til 23. desember árið 2019 er ég að flakka milli heimilis míns og geðdeildar. Bara til að jafna mig og mér leið svo illa.“ Kom sér í gang aftur Elvu leist ekkert á blikuna og ákvað að hún þyrfti að gera eitthvað í sínum málum. Hún fékk liðveislur sem aðstoðuðu hana við að koma sér í gang. „Mitt verkefni var að finna glöðu, kátu og jákvæðu Elvu aftur eftir þennan hræðilega tíma og það tókst. Það er nefnilega svo skrýtið að allskonar fólk getur fengið þunglyndi og andleg veikindi, meira segja ég. Ég var alltaf svo hress og kát,“ segir Elva sem líður mjög vel í dag. Í dag 23. október er alþjóðlegur dagur þessara heilkennis og hvetur Elva allt til að klæðast grænu í dag í tilefni af þessum degi. Elva vinnur nú að því að fræða aðra um heilkennið. Alla daga október hefur hún birt fræðslumola á samfélagsmiðla sína. Hægt er að sjá viðtalið við hana í heild sinni hér að neðan. Rætt var við hana í Íslandi í dag á þriðjudagskvöldið.
Ísland í dag Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Lífið Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Lífið Biostrength er tæknibylting í styrktarþjálfun Lífið samstarf Scary Movie-stjarna látin Lífið Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Lífið Fleiri fréttir Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sjá meira