Elva fann sjálfa sig aftur Stefán Árni Pálsson skrifar 23. október 2025 12:30 Elva Björg náði sér á strik eftir erfiða tíma árið 2019. Elva Björg Gunnarsdóttir er 41 árs fimleikadrottning, sjónvarpsstjarna og gleðigjafi. Hún er fædd og uppalin í Laugardalnum, þar sem henni líður best. Flestir þeirra sem hafa kynnst Elvu, eða bara spjallað við hana í stutta stund, eru sammála um að þarna er ein skemmtilegasta, orkumesta og duglegasta kona landsins á ferðinni. Elva gekk í Suðurhlíðarskóla í Fossvogi alla sína grunnskólagöngu. Þaðan lá leiðin í Fjölbrautaskólann við Ármúla og Iðnskólann og í gegnum allt námið æfði hún fimleika af krafti. Hún er í dag margfaldur meistari, bæði hér heima og erlendis. Elva er hluti af teyminu í sjónvarpsþættinum Með okkar augum á RÚV. Að þessum verðlaunaþáttum vinnur fólk með þroskahömlun og málefni líðandi stundar skoðuð með þeirra augum. Fór í allskonar rannsóknir Árið 2019 var systir Elvu að skoða grein í erlendu tímariti um sjaldgæft heilkenni. Henni fannst fólkið með heilkennið ansi líkt systur sinni. „Hún sendir greinina á mömmu mína og var gjörsamlega sammála hvað fólkið í henni er líkt mér. Þannig í sameiningu þá panta þér tíma hjá erfðalækni. Ég fer og hitti hann og þar eru teknar blóðprufur og fingraför og ég fer í allskonar rannsóknir hjá honum,“ segir Elva. Við tók sex vikna bið eftir svari úr rannsóknunum. Þegar greiningarferlið hófst var Elva á slæmum stað andlega og með hverri vikunni versnaði henni og versnaði. „Eftir sex vikur þegar það kemur jákvætt svar um þetta þá er ég orðin líkamlega þunglynd og andlega veik og tek þessum gleðifréttum ekkert svo rosalega vel. Mér fannst þetta vera meira sjokk heldur en gleðifréttir. Frá október til 23. desember árið 2019 er ég að flakka milli heimilis míns og geðdeildar. Bara til að jafna mig og mér leið svo illa.“ Kom sér í gang aftur Elvu leist ekkert á blikuna og ákvað að hún þyrfti að gera eitthvað í sínum málum. Hún fékk liðveislur sem aðstoðuðu hana við að koma sér í gang. „Mitt verkefni var að finna glöðu, kátu og jákvæðu Elvu aftur eftir þennan hræðilega tíma og það tókst. Það er nefnilega svo skrýtið að allskonar fólk getur fengið þunglyndi og andleg veikindi, meira segja ég. Ég var alltaf svo hress og kát,“ segir Elva sem líður mjög vel í dag. Í dag 23. október er alþjóðlegur dagur þessara heilkennis og hvetur Elva allt til að klæðast grænu í dag í tilefni af þessum degi. Elva vinnur nú að því að fræða aðra um heilkennið. Alla daga október hefur hún birt fræðslumola á samfélagsmiðla sína. Hægt er að sjá viðtalið við hana í heild sinni hér að neðan. Rætt var við hana í Íslandi í dag á þriðjudagskvöldið. Ísland í dag Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Íslenskur tónlistarmaður í lykilhlutverki Tónlist Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Högni hjálpar fólki að slaka á Tónlist Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Fleiri fréttir Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Sjá meira
Flestir þeirra sem hafa kynnst Elvu, eða bara spjallað við hana í stutta stund, eru sammála um að þarna er ein skemmtilegasta, orkumesta og duglegasta kona landsins á ferðinni. Elva gekk í Suðurhlíðarskóla í Fossvogi alla sína grunnskólagöngu. Þaðan lá leiðin í Fjölbrautaskólann við Ármúla og Iðnskólann og í gegnum allt námið æfði hún fimleika af krafti. Hún er í dag margfaldur meistari, bæði hér heima og erlendis. Elva er hluti af teyminu í sjónvarpsþættinum Með okkar augum á RÚV. Að þessum verðlaunaþáttum vinnur fólk með þroskahömlun og málefni líðandi stundar skoðuð með þeirra augum. Fór í allskonar rannsóknir Árið 2019 var systir Elvu að skoða grein í erlendu tímariti um sjaldgæft heilkenni. Henni fannst fólkið með heilkennið ansi líkt systur sinni. „Hún sendir greinina á mömmu mína og var gjörsamlega sammála hvað fólkið í henni er líkt mér. Þannig í sameiningu þá panta þér tíma hjá erfðalækni. Ég fer og hitti hann og þar eru teknar blóðprufur og fingraför og ég fer í allskonar rannsóknir hjá honum,“ segir Elva. Við tók sex vikna bið eftir svari úr rannsóknunum. Þegar greiningarferlið hófst var Elva á slæmum stað andlega og með hverri vikunni versnaði henni og versnaði. „Eftir sex vikur þegar það kemur jákvætt svar um þetta þá er ég orðin líkamlega þunglynd og andlega veik og tek þessum gleðifréttum ekkert svo rosalega vel. Mér fannst þetta vera meira sjokk heldur en gleðifréttir. Frá október til 23. desember árið 2019 er ég að flakka milli heimilis míns og geðdeildar. Bara til að jafna mig og mér leið svo illa.“ Kom sér í gang aftur Elvu leist ekkert á blikuna og ákvað að hún þyrfti að gera eitthvað í sínum málum. Hún fékk liðveislur sem aðstoðuðu hana við að koma sér í gang. „Mitt verkefni var að finna glöðu, kátu og jákvæðu Elvu aftur eftir þennan hræðilega tíma og það tókst. Það er nefnilega svo skrýtið að allskonar fólk getur fengið þunglyndi og andleg veikindi, meira segja ég. Ég var alltaf svo hress og kát,“ segir Elva sem líður mjög vel í dag. Í dag 23. október er alþjóðlegur dagur þessara heilkennis og hvetur Elva allt til að klæðast grænu í dag í tilefni af þessum degi. Elva vinnur nú að því að fræða aðra um heilkennið. Alla daga október hefur hún birt fræðslumola á samfélagsmiðla sína. Hægt er að sjá viðtalið við hana í heild sinni hér að neðan. Rætt var við hana í Íslandi í dag á þriðjudagskvöldið.
Ísland í dag Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Íslenskur tónlistarmaður í lykilhlutverki Tónlist Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Högni hjálpar fólki að slaka á Tónlist Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Fleiri fréttir Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“