Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 22. október 2025 09:32 Mögulega er ekki komið að leiðarlokum hjá Sigurbirni Bárðarsyni. vísir / ívar Sigurbjörn Bárðarson tilkynnti í síðustu viku að hann væri hættur sem þjálfari íslenska landsliðsins í hestaíþróttum, en haldið í hestana ykkar, hann gæti snúið aftur til starfa á allra næstu dögum. Eftir átta starf sem landsliðsþjálfari og áratugi til viðbótar í öðrum störfum tengdum landsliðinu tilkynnti Sigurbjörn að hann væri hættur sem landsliðsþjálfari, í pistli sem hann titlaði Leiðarlok. Vísaði hann þar í breytingar á starfi landsliðsþjálfara og sagði það sameiginlega ákvörðun hans og landsliðsnefndarinnar að nýtt fólk verði fengið til að halda utan um starfið. „Óvissa og ósvaraðar spurningar“ En Sigurbjörn sá sjálfur fyrir sér að halda áfram og hefði viljað hætta eftir heimsmeistaramótið í Þýskalandi eftir tvö ár. „Hugurinn stefndi alltaf þangað, að það væri lokaslagurinn. En svo kom þetta upp hjá sambandinu og það má segja að það hafi bara verið svolítil óvissa og ósvaraðar spurningar um hvernig þetta myndi þróast. Það varð orsakavaldurinn að það þessu augnabliki sem kom upp.“ „Fer eftir því hvaða umskipti verða á starfseminni“ Sigurbjörn tilkynnti því að hann væri hættur en óvissan ríkir enn, því hann segir alls ekki útilokað að hann snúi aftur í starf landsliðsþjálfara. Sú ákvörðun liggur hins vegar hjá landsliðsnefndinni og hvaða stefnu hún ákveður að taka til framtíðar. „Það getur vel verið að það verði að veruleika, en eins og staðan er í dag, þá er þetta svona eins og það er núna, en það er alveg í kortunum. Það er ekkert loku fyrir það skotið að ég komi að þessu áfram sem landsliðsþjálfari, en það fer eftir því hvaða umskipti verða á starfseminni. Það kemur bara í ljós á næstu dögum.“ Þannig að þetta er eitthvað samtal sem er að eiga sér stað bara núna? „Hjá þeim já, það er þessi vinna sem stóð fyrir dyrum hjá þeim, þá kemur í ljós hvaða stefnu þeir taka. Hvort þeir leiti til mín eða hvað verður. Það kemur bara í ljós.“ En frá þínum bæjardyrum séð, hvað viltu eða vonarðu að gerist? „Það eru opnar dyr bara, þetta er hugarfóstur manns og búið að vera allar götur. Þannig að það eru opnar dyr, en það kemur bara í ljós.“ Rætt var við Sigurbjörn í Sportpakka Sýnar í gærkvöldi. Innslagið má sjá í spilaranum að ofan. Hestar Hestaíþróttir Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Dagskráin: Doc Zone á nýjum tíma, enski í beinni og Körfuboltakvöld Sport Fleiri fréttir „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Dagskráin: Doc Zone á nýjum tíma, enski í beinni og Körfuboltakvöld Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði Sjá meira
Eftir átta starf sem landsliðsþjálfari og áratugi til viðbótar í öðrum störfum tengdum landsliðinu tilkynnti Sigurbjörn að hann væri hættur sem landsliðsþjálfari, í pistli sem hann titlaði Leiðarlok. Vísaði hann þar í breytingar á starfi landsliðsþjálfara og sagði það sameiginlega ákvörðun hans og landsliðsnefndarinnar að nýtt fólk verði fengið til að halda utan um starfið. „Óvissa og ósvaraðar spurningar“ En Sigurbjörn sá sjálfur fyrir sér að halda áfram og hefði viljað hætta eftir heimsmeistaramótið í Þýskalandi eftir tvö ár. „Hugurinn stefndi alltaf þangað, að það væri lokaslagurinn. En svo kom þetta upp hjá sambandinu og það má segja að það hafi bara verið svolítil óvissa og ósvaraðar spurningar um hvernig þetta myndi þróast. Það varð orsakavaldurinn að það þessu augnabliki sem kom upp.“ „Fer eftir því hvaða umskipti verða á starfseminni“ Sigurbjörn tilkynnti því að hann væri hættur en óvissan ríkir enn, því hann segir alls ekki útilokað að hann snúi aftur í starf landsliðsþjálfara. Sú ákvörðun liggur hins vegar hjá landsliðsnefndinni og hvaða stefnu hún ákveður að taka til framtíðar. „Það getur vel verið að það verði að veruleika, en eins og staðan er í dag, þá er þetta svona eins og það er núna, en það er alveg í kortunum. Það er ekkert loku fyrir það skotið að ég komi að þessu áfram sem landsliðsþjálfari, en það fer eftir því hvaða umskipti verða á starfseminni. Það kemur bara í ljós á næstu dögum.“ Þannig að þetta er eitthvað samtal sem er að eiga sér stað bara núna? „Hjá þeim já, það er þessi vinna sem stóð fyrir dyrum hjá þeim, þá kemur í ljós hvaða stefnu þeir taka. Hvort þeir leiti til mín eða hvað verður. Það kemur bara í ljós.“ En frá þínum bæjardyrum séð, hvað viltu eða vonarðu að gerist? „Það eru opnar dyr bara, þetta er hugarfóstur manns og búið að vera allar götur. Þannig að það eru opnar dyr, en það kemur bara í ljós.“ Rætt var við Sigurbjörn í Sportpakka Sýnar í gærkvöldi. Innslagið má sjá í spilaranum að ofan.
Hestar Hestaíþróttir Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Dagskráin: Doc Zone á nýjum tíma, enski í beinni og Körfuboltakvöld Sport Fleiri fréttir „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Dagskráin: Doc Zone á nýjum tíma, enski í beinni og Körfuboltakvöld Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði Sjá meira