Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar 21. október 2025 20:00 Tillögur Daða Más Kristóferssonar fjármálaráðherra um stórfelldar breytingar á skattheimtu af ökutækjum um áramótin hafa sett rekstur fjölda fyrirtækja í uppnám. Þar á meðal eru innflytjendur bifreiða, vinnuvéla og annarra ökutækja og bílaleigur. Tillaga fjármála- og efnahagsráðuneytisins um að gerbreytingu álagningar vörugjalda á ökutæki verði bætt inn í fjárlagabandorminn svokallaða, var birt á vef Alþingis sl. föstudag, eftir að samráði um frumvarpið var formlega lokið. Tillögurnar voru þannig ekki inni í frumvarpinu, sem lagt var fram á Alþingi og hagsmunaaðilar veittu umsagnir um. Í breytingartillögunum er áformum um drjúga skattahækkun, eða 7,5 milljarða á ári, pakkað inn í falleg orð um „styðja við markmið stjórnvalda um áframhaldandi orkuskipti í samgöngum og áframhaldandi uppbyggingu og viðhald samgöngumannvirkja.“ Meðal megintillagna frumvarpsins er að stórhækka vörugjöld á ökutæki knúin jarðefnaeldsneyti, en fella þau niður af rafmagnsbílum og fleiri hreinorkuökutækjum. Tveggja mánaða fyrirvari á stórum breytingum Slík stefnubreyting getur verið góðra gjalda verð, en fyrirvarinn, sem er gefinn á breytingunum, er algjörlega óverjandi og setur rekstur fjölda fyrirtækja í uppnám eins og áður segir. Bílar, vinnuvélar og önnur ökutæki eru ekki hilluvara sem hægt er að panta með skömmum fyrirvara. Margir mánuðir líða yfirleitt frá því að vörur eru pantaðar frá erlendum framleiðendum og þar til þær berast til landsins. Algengur afhendingartími er þannig 4-9 mánuðir. Í hafi eru hundruð ökutækja, sem innflytjendur hafa pantað, en fjármálaráðherrann setur nú í fullkomið uppnám allar forsendur fyrir því að selja vörurnar, enda geta ökutæki og vélar hækkað um tugi prósenta í verði. Fyrirvarinn er rúmir tveir mánuðir. Fátt í tillögum fjármálaráðherra bendir til að þær hafi verið hugsaðar til enda. Fjórhjól, sem hafa verið undanþegin vörugjaldi, munu t.d. fá á sig 40% skatt ef tillögurnar ganga eftir og verða svo gott sem óseljanleg. Sá hópur sem verður helzt fyrir barðinu á þessu er bændur, en fyrir þá eru fjórhjólin mikilvæg vinnutæki. Þar eiga menn ekki aðra og vistvænni kosti – það eru engin rafmagnsfjórhjól sem duga í smalamennsku. Þetta er bara eitt dæmi af mörgum. Skellur fyrir bílaleigur Fyrir bílaleigur er skellurinn stærri en fyrir flest önnur fyrirtæki, af því að rafvæðing bílaflota þeirra er skammt á veg komin og þær kaupa fyrst og fremst jarðefnaeldsneytisbíla. Það er ekki af því að þær hafi minni áhuga á orkuskiptum en önnur fyrirtæki, heldur vegna þess að eftirspurn ferðamanna eftir rafmagnsbílum er mjög lítil. Þar spilar ýmislegt inn í, til að mynda að hleðsluinnviðir landsins eru engan veginn tilbúnir fyrir orkuskipti í bílaflota bílaleiganna. Til þess að rafbílar væru góður kostur fyrir ferðamenn á ferðalagi um Ísland þyrftu til dæmis að vera hleðslustöðvar á öllum hótelum og gististöðum, en eins og allir vita er því ekki að heilsa. Ef stjórnvöld vilja í alvörunni stuðla að orkuskiptum í bílaleiguflotanum, ætti að byrja á réttum enda og byggja upp hleðsluinnviði á gisti- og viðkomustöðum ferðamanna um allt land. Bílaleigurnar eru þessa dagana að reyna að útvega sér alla jarðefnaeldsneytisbíla sem þær geta fengið fyrir áramót, en svo blasir við að þær munu forðast eins og heitan eldinn að kaupa slíka bíla eftir áramót á meðan rekstrarmódelið er endurskipulagt með hliðsjón af áformum stjórnvalda um breytta skattlagningu. Það er því hætt við að 7,5 milljarða tekjuaukinn á næsta ári, sem fjármálaráðuneytið er búið að reikna út, verði talsvert minni en lagt er upp með. Hvar er fyrirsjáanleikinn? Í rekstri fyrirtækja er fyrirsjáanleiki algjört lykilatriði. Þegar stjórnvöld ákveða að gjörbylta þannig starfsumhverfi heilu atvinnugreinanna, er algjör lágmarkskrafa að það sé gert með þeim fyrirvara að fyrirtækjunum gefist kostur á að laga sig að breytingunum. Að Alþingi samþykki að breytingar á vörugjöldunum taki gildi um áramót, er óverjandi framkoma við fyrirtæki. Að mati Félags atvinnurekenda ætti að gefa a.m.k. tveggja ára aðlögunartíma að breytingunni eða innleiða hana í mun smærri skrefum, þannig að atvinnulífið geti brugðizt við. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Skattar og tollar Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Tillögur Daða Más Kristóferssonar fjármálaráðherra um stórfelldar breytingar á skattheimtu af ökutækjum um áramótin hafa sett rekstur fjölda fyrirtækja í uppnám. Þar á meðal eru innflytjendur bifreiða, vinnuvéla og annarra ökutækja og bílaleigur. Tillaga fjármála- og efnahagsráðuneytisins um að gerbreytingu álagningar vörugjalda á ökutæki verði bætt inn í fjárlagabandorminn svokallaða, var birt á vef Alþingis sl. föstudag, eftir að samráði um frumvarpið var formlega lokið. Tillögurnar voru þannig ekki inni í frumvarpinu, sem lagt var fram á Alþingi og hagsmunaaðilar veittu umsagnir um. Í breytingartillögunum er áformum um drjúga skattahækkun, eða 7,5 milljarða á ári, pakkað inn í falleg orð um „styðja við markmið stjórnvalda um áframhaldandi orkuskipti í samgöngum og áframhaldandi uppbyggingu og viðhald samgöngumannvirkja.“ Meðal megintillagna frumvarpsins er að stórhækka vörugjöld á ökutæki knúin jarðefnaeldsneyti, en fella þau niður af rafmagnsbílum og fleiri hreinorkuökutækjum. Tveggja mánaða fyrirvari á stórum breytingum Slík stefnubreyting getur verið góðra gjalda verð, en fyrirvarinn, sem er gefinn á breytingunum, er algjörlega óverjandi og setur rekstur fjölda fyrirtækja í uppnám eins og áður segir. Bílar, vinnuvélar og önnur ökutæki eru ekki hilluvara sem hægt er að panta með skömmum fyrirvara. Margir mánuðir líða yfirleitt frá því að vörur eru pantaðar frá erlendum framleiðendum og þar til þær berast til landsins. Algengur afhendingartími er þannig 4-9 mánuðir. Í hafi eru hundruð ökutækja, sem innflytjendur hafa pantað, en fjármálaráðherrann setur nú í fullkomið uppnám allar forsendur fyrir því að selja vörurnar, enda geta ökutæki og vélar hækkað um tugi prósenta í verði. Fyrirvarinn er rúmir tveir mánuðir. Fátt í tillögum fjármálaráðherra bendir til að þær hafi verið hugsaðar til enda. Fjórhjól, sem hafa verið undanþegin vörugjaldi, munu t.d. fá á sig 40% skatt ef tillögurnar ganga eftir og verða svo gott sem óseljanleg. Sá hópur sem verður helzt fyrir barðinu á þessu er bændur, en fyrir þá eru fjórhjólin mikilvæg vinnutæki. Þar eiga menn ekki aðra og vistvænni kosti – það eru engin rafmagnsfjórhjól sem duga í smalamennsku. Þetta er bara eitt dæmi af mörgum. Skellur fyrir bílaleigur Fyrir bílaleigur er skellurinn stærri en fyrir flest önnur fyrirtæki, af því að rafvæðing bílaflota þeirra er skammt á veg komin og þær kaupa fyrst og fremst jarðefnaeldsneytisbíla. Það er ekki af því að þær hafi minni áhuga á orkuskiptum en önnur fyrirtæki, heldur vegna þess að eftirspurn ferðamanna eftir rafmagnsbílum er mjög lítil. Þar spilar ýmislegt inn í, til að mynda að hleðsluinnviðir landsins eru engan veginn tilbúnir fyrir orkuskipti í bílaflota bílaleiganna. Til þess að rafbílar væru góður kostur fyrir ferðamenn á ferðalagi um Ísland þyrftu til dæmis að vera hleðslustöðvar á öllum hótelum og gististöðum, en eins og allir vita er því ekki að heilsa. Ef stjórnvöld vilja í alvörunni stuðla að orkuskiptum í bílaleiguflotanum, ætti að byrja á réttum enda og byggja upp hleðsluinnviði á gisti- og viðkomustöðum ferðamanna um allt land. Bílaleigurnar eru þessa dagana að reyna að útvega sér alla jarðefnaeldsneytisbíla sem þær geta fengið fyrir áramót, en svo blasir við að þær munu forðast eins og heitan eldinn að kaupa slíka bíla eftir áramót á meðan rekstrarmódelið er endurskipulagt með hliðsjón af áformum stjórnvalda um breytta skattlagningu. Það er því hætt við að 7,5 milljarða tekjuaukinn á næsta ári, sem fjármálaráðuneytið er búið að reikna út, verði talsvert minni en lagt er upp með. Hvar er fyrirsjáanleikinn? Í rekstri fyrirtækja er fyrirsjáanleiki algjört lykilatriði. Þegar stjórnvöld ákveða að gjörbylta þannig starfsumhverfi heilu atvinnugreinanna, er algjör lágmarkskrafa að það sé gert með þeim fyrirvara að fyrirtækjunum gefist kostur á að laga sig að breytingunum. Að Alþingi samþykki að breytingar á vörugjöldunum taki gildi um áramót, er óverjandi framkoma við fyrirtæki. Að mati Félags atvinnurekenda ætti að gefa a.m.k. tveggja ára aðlögunartíma að breytingunni eða innleiða hana í mun smærri skrefum, þannig að atvinnulífið geti brugðizt við. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun