Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Sindri Sverrisson skrifar 21. október 2025 09:32 Gunnlaugur Árni Sveinson veitti eiginhandaráritun eftir sigurinn í gær. Íslenski landsliðskylfingurinn Gunnlaugur Árni Sveinsson fagnaði sigri á sterku háskólamóti í Bandaríkjunum í gær. Foreldrar hans voru á svæðinu og fylgdust með æsispennandi lokakafla. Um var að ræða Fallen Oak golfmótið, þriggja daga mót í Mississippi, og hóf Gunnlaugur mótið af miklum krafti með því að spila á 66 höggum, eða sex undir pari. Á Instagram-síðu LSU-golfliðsins sem Gunnlaugur spilar fyrir var talað um stjörnuframmistöðu hjá „Íslenska Tígrinum“, með vísan í að liðið heitir LSU Tigers, en mögulega var líka verið að líkja Gunnlaugi við Tiger Woods eftir þennan magnaða fyrsta hring. Hann lék hring tvö á 70 höggum en tryggði sér svo sigurinn á mótinu með því að leika lokahringinn á 67 höggum, og endaði því samtals á -13 höggum. Gunnlaugur Árni Sveinsson heldur áfram að gera frábæra hluti í Bandaríkjunum. William Jennings frá Alabama-háskóla og Max Herendeen frá Illinois-háskóla enduðu aðeins höggi á eftir Gunnlaugi, og voru þeir Jennings og Gunnlaugur jafnir fyrir lokaholuna en þar fékk Jennings skolla og Gunnlaugur par. Foreldrar Gunnlaugs voru á svæðinu og urðu því vitni að þessum dísæta sigri sem er annar sigur Gunnlaugs á bandarísku háskólamóti. Andrés Davíðsson, þjálfari Gunnlaugs hjá GKG, var einnig viðstaddur að því er fram kemur á golf.is. Heldur áfram upp heimslistann Gunnlaugur hefur átt frábært haust því áður hafði hann náð 2. sæti á móti fyrir mánuði síðan og endað í 10. og 11. sæti á öðrum mótum. Hann er sem stendur í 13. sæti heimslista áhugakylfinga en ætti að taka stökk upp á við á næstunni eftir árangurinn í Mississippi. Skóli Gunnlaugs, Louisiana State University, deildi efsta sætinu í liðakeppninni í Mississippi með Alabama-háskólanum, eftir að hafa misst niður ellefu högga forystu á lokadeginum. Golf Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Fótbolti Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Um var að ræða Fallen Oak golfmótið, þriggja daga mót í Mississippi, og hóf Gunnlaugur mótið af miklum krafti með því að spila á 66 höggum, eða sex undir pari. Á Instagram-síðu LSU-golfliðsins sem Gunnlaugur spilar fyrir var talað um stjörnuframmistöðu hjá „Íslenska Tígrinum“, með vísan í að liðið heitir LSU Tigers, en mögulega var líka verið að líkja Gunnlaugi við Tiger Woods eftir þennan magnaða fyrsta hring. Hann lék hring tvö á 70 höggum en tryggði sér svo sigurinn á mótinu með því að leika lokahringinn á 67 höggum, og endaði því samtals á -13 höggum. Gunnlaugur Árni Sveinsson heldur áfram að gera frábæra hluti í Bandaríkjunum. William Jennings frá Alabama-háskóla og Max Herendeen frá Illinois-háskóla enduðu aðeins höggi á eftir Gunnlaugi, og voru þeir Jennings og Gunnlaugur jafnir fyrir lokaholuna en þar fékk Jennings skolla og Gunnlaugur par. Foreldrar Gunnlaugs voru á svæðinu og urðu því vitni að þessum dísæta sigri sem er annar sigur Gunnlaugs á bandarísku háskólamóti. Andrés Davíðsson, þjálfari Gunnlaugs hjá GKG, var einnig viðstaddur að því er fram kemur á golf.is. Heldur áfram upp heimslistann Gunnlaugur hefur átt frábært haust því áður hafði hann náð 2. sæti á móti fyrir mánuði síðan og endað í 10. og 11. sæti á öðrum mótum. Hann er sem stendur í 13. sæti heimslista áhugakylfinga en ætti að taka stökk upp á við á næstunni eftir árangurinn í Mississippi. Skóli Gunnlaugs, Louisiana State University, deildi efsta sætinu í liðakeppninni í Mississippi með Alabama-háskólanum, eftir að hafa misst niður ellefu högga forystu á lokadeginum.
Golf Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Fótbolti Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira