Fótbolti

Sparkaði í brjóstin á mót­herja sínum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rauð spjaldið fór á loft eftir þetta brot en þessi mynd til hægri tengist fréttinni þó ekki beint. Þetta er úr leik Atletico de Madrid og Manchester United í Meistaradeildinni.
Rauð spjaldið fór á loft eftir þetta brot en þessi mynd til hægri tengist fréttinni þó ekki beint. Þetta er úr leik Atletico de Madrid og Manchester United í Meistaradeildinni. @VGSporten/Getty/Angel Martinez

Það voru læti í leik í norsku kvennadeildinni um helgina og dómarinn gat ekki annað en lyft rauða spjaldinu eftir mjög sérstakt atvik í vítateignum.

Sigrid Bloch-Hansen, leikmaður Roa, var þá mjög ósátt eftir baráttu við Mille Ivi Christensen hjá Lilleström.

Christensen hafði ýtt Bloch-Hansen í grasið eftir einvígi þeirra fyrir framan markið í föstu leikatriði og sú síðarnefnda missti algjörlega hausinn.

Hún sparkaði með báðum fótum í brjóstin á Christensen þar sem hún lá á grasinu. Dómari leiksins var í góðri aðstöðu til að sjá hvað gerðist og um leið í engum vafa.

Hún lyfti rauða spjaldinu og rak Bloch-Hansen snemma í sturtu.

Lilleström nýtti sér mannamuninn og vann leikinn 3-2. Atvikið varð á 71. mínútu þegar staðan var 1-1.

Christensen fékk líka víti eftir þetta brot og skoraði úr því sjálf. Roa jafnaði manni færri en Lilleström skoraði sigurmarkið í uppbótatíma.

Atvikið má sjá hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×