Fótbolti

Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Liðsfélagar Kötlu stukku ofan á hana eftir að hún skoraði sigurmarkið.
Liðsfélagar Kötlu stukku ofan á hana eftir að hún skoraði sigurmarkið. @acf_women

Íslenska landsliðskonan Katla Tryggvadóttir var hetja síns liðs í ítalska fótboltanum um helgina.

Katla opnaði þá markareikning sinn með Fiorentina með því að skora sigurmarkið í 4-3 sigri á stórliði AC Milan.

Markið skoraði Katla á sjöundu mínútu í uppbótartíma en AC Milan var yfir í leiknum þegar 90 mínútur voru komnar á klukkuna.

Katla hafði komið inn á sem varamaður á 63. mínútu þegar staðan var 2-2.

AC Milan komst síðan yfir í 3-2 á 77. mínútu og þannig var staðan þar til á fjórðu mínútu uppbótartímans þegar Madelen Janogy jafnaði metin með sínu öðru marki í leiknum.

Þremur mínútum síðar var síðan komið að okkar konu. Markvörður AC Milan sofnaði á verðinum og Katla var fljót að hugsa.

Stal boltanum í teignum og sendi hann í opið markið.

Katla fagnaði sigurmarkinu sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana.

Fyrsta markið hennar fyrir Flórensfélagið og það tryggði liðinu þrjú dýrmæt stig og fyrsta sigur tímabilsins í deildinni.

Það má sjá markið mikilvæga hér fyrir neðan eða „Trygggggggooooolllll“ eins og samfélagsmiðlar Fiorentina sögðu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×