Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Sindri Sverrisson skrifar 20. október 2025 07:03 Graham Potter náði stórkostlegum árangri þegar hann starfaði í Svíþjóð sem þjálfari Östersund. Getty/Kevin Hodgson Graham Potter var í dag kynntur sem nýr þjálfari karlalandsliðs Svíþjóðar í fótbolta. Hann tekur við starfinu af Jon Dahl Tomasson, sem var rekinn fyrir viku vegna lélegs gengis, og ætlar að koma Svíum á HM næsta sumar. Orðrómur hafði verið uppi um að Potter tæki við Svíum en sænska knattspyrnusambandið staðfesti ráðninguna með tilkynningu nú í morgun. „Í samvinnu við leikmenn vil ég láta draum stuðningsmanna um HM næsta sumar rætast,“ sagði Potter sem í sænska landsliðinu er með til taks stórstjörnur á borð við framherjana Alexander Isak og Viktor Gyökeres. Potter, sem er fimmtugur, var rekinn frá West Ham í síðasta mánuði og hafði áður stýrt Chelsea, Brighton og Swansea. Hann vakti hins vegar fyrst athygli sem þjálfari sænska liðsins Östersund sem hann kom upp úr D-deild og í úrvalsdeild, og þar að auki til bikarmeistaratitils og í Evrópudeildina. Umspil í mars um HM-sæti Undir stjórn Tomasson hefur Svíþjóð aðeins náð í eitt stig úr fyrstu fjórum leikjum sínum í undankeppni HM, og meðal annars tapað í tvígang gegn Kósovó. Tveir leikir eru eftir í nóvember en Svíar hafa svo að öllum líkindum varaleið inn í umspilið í mars, fyrir að hafa unnið sinn riðil í C-deild Þjóðadeildarinnar á síðustu leiktíð, og gildir samningur Potter fram yfir það umspil. Fari svo að Svíar komist svo á HM í gegnum umspilið mun samningur Potters sjálfkrafa framlengjast fram yfir mótið sem fram fer í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada næsta sumar. „Ég er mjög auðmjúkur gagnvart verkefninu en líka ótrúlega innblásinn. Svíþjóð á frábæra leikmenn sem standa sig vel í bestu deildum heims í hverri viku. Mitt hlutverk verður að skapa aðstæður svo að við sem lið stöndum okkur vel á hæsta stigi til að koma Svíþjóð á HM næsta sumar,“ er haft eftir Potter í tilkynningu sænska sambandsins. Sænski boltinn HM 2026 í fótbolta Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Sjá meira
Orðrómur hafði verið uppi um að Potter tæki við Svíum en sænska knattspyrnusambandið staðfesti ráðninguna með tilkynningu nú í morgun. „Í samvinnu við leikmenn vil ég láta draum stuðningsmanna um HM næsta sumar rætast,“ sagði Potter sem í sænska landsliðinu er með til taks stórstjörnur á borð við framherjana Alexander Isak og Viktor Gyökeres. Potter, sem er fimmtugur, var rekinn frá West Ham í síðasta mánuði og hafði áður stýrt Chelsea, Brighton og Swansea. Hann vakti hins vegar fyrst athygli sem þjálfari sænska liðsins Östersund sem hann kom upp úr D-deild og í úrvalsdeild, og þar að auki til bikarmeistaratitils og í Evrópudeildina. Umspil í mars um HM-sæti Undir stjórn Tomasson hefur Svíþjóð aðeins náð í eitt stig úr fyrstu fjórum leikjum sínum í undankeppni HM, og meðal annars tapað í tvígang gegn Kósovó. Tveir leikir eru eftir í nóvember en Svíar hafa svo að öllum líkindum varaleið inn í umspilið í mars, fyrir að hafa unnið sinn riðil í C-deild Þjóðadeildarinnar á síðustu leiktíð, og gildir samningur Potter fram yfir það umspil. Fari svo að Svíar komist svo á HM í gegnum umspilið mun samningur Potters sjálfkrafa framlengjast fram yfir mótið sem fram fer í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada næsta sumar. „Ég er mjög auðmjúkur gagnvart verkefninu en líka ótrúlega innblásinn. Svíþjóð á frábæra leikmenn sem standa sig vel í bestu deildum heims í hverri viku. Mitt hlutverk verður að skapa aðstæður svo að við sem lið stöndum okkur vel á hæsta stigi til að koma Svíþjóð á HM næsta sumar,“ er haft eftir Potter í tilkynningu sænska sambandsins.
Sænski boltinn HM 2026 í fótbolta Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Sjá meira