„Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Hjörvar Ólafsson skrifar 18. október 2025 16:48 Ólafur Kristjánsson stýrði liði sínu til sigurs í síðasta leik sínum í brúnni hjá Þrótti. vísir/diego Ólafur Helgi Kristjánsson kveðst sáttur við tíma sinn sem þjálfari kvennaliðs Þróttar í fótbolta en liðið vann 1-0 sigur gegn Val í kveðjuleik hans í þeim hluta Laugardalsins. „Þetta var fín frammistaða í þessum leik og ég er ánægður með að við náðum að halda strúktur og stýra þessum leik með því að halda vel í boltann. Við náðum að skora sigurmark og ég er sáttur við það,“ sagði Ólafur Helgi að leik loknum. „Ég kveð þetta félag núna og held að ég skilji við liðið á góðum stað. Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið tækifæri til þess að dýfa tánni inn í kvennafótbolta og halda áfram við það að koma kvennafótbolta hjá Þrótti í fremstu röð,“ sagði hann enn fremur. „Hérna vann ég með frábæru aðstoðarfólki, Guðrúnu Þóru og Gísla, sem ég vona að haldi áfram hjá félaginu. Þetta var frábær tími þar sem ég naut mín í botn. Hvað þetta tímabil varðar þá er ég bara heilt yfir sáttur við stigafjöldann og spilamennskuna. Við komumst á gott skrið um mitt mót sem við náðum því miður ekki að halda alveg út,“ sagði Ólafur Helgi. „Við settum aftur á móti stigamet og það voru margir leikmenn sem bættu sig heilmikið í sumar og bragurinn á liðinu var lungann úr leiktíðinni góður. Nú færi ég mig um set og hlakka mikið til að vinna með Steina og fólkinu í KSÍ og halda áfram við að leggja mitt af mörkum við að taka jákvæð skref í þróun kvennafótboltans á Íslandi,“ sagði þessi reynslumikli þjálfari. Ólafur Helgi hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Þorsteins H. Halldórssonar hjá A-landsliði Íslands í fótbolta kvenna en hann hefur í framhaldinu störf hjá knattspyrnusambandinu en auk þess að asðtoða Þorsteinn við þjálfun liðsins hefur Ólafur tekið að sér ýmisleg önnur störf hjá sambandinu. Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Sjá meira
„Þetta var fín frammistaða í þessum leik og ég er ánægður með að við náðum að halda strúktur og stýra þessum leik með því að halda vel í boltann. Við náðum að skora sigurmark og ég er sáttur við það,“ sagði Ólafur Helgi að leik loknum. „Ég kveð þetta félag núna og held að ég skilji við liðið á góðum stað. Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið tækifæri til þess að dýfa tánni inn í kvennafótbolta og halda áfram við það að koma kvennafótbolta hjá Þrótti í fremstu röð,“ sagði hann enn fremur. „Hérna vann ég með frábæru aðstoðarfólki, Guðrúnu Þóru og Gísla, sem ég vona að haldi áfram hjá félaginu. Þetta var frábær tími þar sem ég naut mín í botn. Hvað þetta tímabil varðar þá er ég bara heilt yfir sáttur við stigafjöldann og spilamennskuna. Við komumst á gott skrið um mitt mót sem við náðum því miður ekki að halda alveg út,“ sagði Ólafur Helgi. „Við settum aftur á móti stigamet og það voru margir leikmenn sem bættu sig heilmikið í sumar og bragurinn á liðinu var lungann úr leiktíðinni góður. Nú færi ég mig um set og hlakka mikið til að vinna með Steina og fólkinu í KSÍ og halda áfram við að leggja mitt af mörkum við að taka jákvæð skref í þróun kvennafótboltans á Íslandi,“ sagði þessi reynslumikli þjálfari. Ólafur Helgi hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Þorsteins H. Halldórssonar hjá A-landsliði Íslands í fótbolta kvenna en hann hefur í framhaldinu störf hjá knattspyrnusambandinu en auk þess að asðtoða Þorsteinn við þjálfun liðsins hefur Ólafur tekið að sér ýmisleg önnur störf hjá sambandinu.
Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Sjá meira