Innlent

Bein út­sending: Haustfundur mið­stjórnar Fram­sóknar­flokksins

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Sigurður Ingi Jóhannsson er formaður Framsóknarflokksins.
Sigurður Ingi Jóhannsson er formaður Framsóknarflokksins. Vísir

Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins fer fram í dag á Hilton Reykjavík Nordica. Formaður og varaformaður hyggjast ávarpa gesti þingsins og verður hægt að horfa á þær í beinni útsendingu. 

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar, ríður á vaðið með ræðu klukkan korter í eitt. Beðið er með eftirvæntingu eftir ræðu formannsins en flokkurinn hefur aðeins mælst með í kringum sex prósenta fylgi í nýjustu könnunum.

Þar á eftir stígur varaformaðurinn Lilja Alfreðsdóttir á svið rétt fyrir klukkan eitt. Hún hefur sjálf íhugað formannsframboð en hefur hingað til ekki gert upp hug sinn. Undanfaið hefur hún ferðast um Ísland til að hitta flokksmenn víða um land.

Hægt verður að fylgjast með ræðunum í beinni útsendingu hér fyrir neðan. 

Fólk bíður helst eftir að heyra hver næsti ritari flokksins veðrur en Ásmundur Einar Daðason sagði af sér störfum í lok september. Hann hefur sagt skilið við stjórnmálið og snýr sér að öðrum verkefnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×