Lífið

Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí

Stefán Árni Pálsson skrifar
Albert og Bergþór eru ekki feimnir við það að fá fólk í heimsókn.
Albert og Bergþór eru ekki feimnir við það að fá fólk í heimsókn.

Albert Eiríksson, hinn landsþekkti matgæðingur, lífskúnstner og matarbloggari, gerir eitt besta og einfaldasta heilsubrauð landsins og þó víðar væri leitað.

Albert var að gefa út matreiðslubók með girnilegum heilsuréttum og þar er hann til dæmis með uppskrift að dásamlegu og hollu súkkulaðismjöri.

En í staðinn fyrir að halda útgáfuboð þá býður hann hreinlega öllum sem vilja koma heim til þeirra Alberts og Bergþórs Pálssonar eiginmanns hans í kaffi og spjalla og jafnvel hlusta á söng og tónlist.

Í bókinni eru þvílíkt auðveldar og góðar uppskriftir sem margar hverjar koma á óvart. Vala Matt fór og skoðaði girnilegar hollustuuppskriftir og leit til þeirra í kaffi.

Baka og bækur

„Við erum alveg vanir að opna heimilið og það er bara skemmtilegt,“ segir Albert og heldur áfram.

„Við elskum að taka á móti fólki og reynum að hafa þetta heimilislegt og skemmtilegt. Ég árita bækur og Bergur býður upp á rabbabaraböku. Við erum með rabbabara úti í garði og hann nýtist. Það er svo mikið til af skemmtilegu fólki og það er svo gaman að hitta fólk og allir eiga sér sögu.“

Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.