Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Samúel Karl Ólason skrifar 16. október 2025 14:17 Frá Poza Rica í Veracruz. Ástandið í bænum þykir hræðilegt og takmörkuð aðstoð hefur borist íbúum. AP/Felix Marquez Sex dögum eftir að tugir manna dóu vegna úrhellis í Mexíkó er fjölmargra enn saknað. Að minnsta kosti 66 eru látnir, samkvæmt tölum sem birtar voru í gærkvöldi, en enn hefur ekki tekist að finna 75 til viðbótar eftir að skyndiflóð og aurskriður léku íbúa Mexíkó grátt. Björgunarsveitum hafði enn ekki tekist að ná til um tvö hundruð bæja og þorpa sem einangruðust í hamförunum. Gagnrýni á störf ríkisstjórnar Mexíkó vegna hamfaranna hefur aukist til muna. Samkvæmt frétt Reuters hefur verið baulað á Cludia Sheinbaum, forseta landsins, þegar hún hefur heimsótt héruðin sem urðu hvað verst úti. Úrhellið olli miklum skemmdum í fimm ríkjum Mexíkó. Í einu þeirra, Veracruz, mældist rigningin 54 sentímetrar á nokkrum dögum í síðustu viku. Í samtali við AP fréttaveituna segir kona sem býr í bænum Poza Rica í Veracrus að lík liggi í leðjunni nærri húsi hennar og þó að hún hafi sagt frá því, hafi líkið ekki verið sótt. „Líkið er byrjað að rotna og enginn hefur komið og sótt hann,“ sagði Ana Luz Saucedo. Henni tókst naumlega að flýja bæinn með börnum sínum þegar flóðin byrjuðu í síðustu viku. Fréttaveitan segir að nokkrar götur í bænum liggi enn undir að minnsta kosti metra af vatni og leðju og þar ofan á séu allt að tveir metrar af alls konar braki eins og bílum og húsgögnum. Úrhelli í lok rigningartímabils Yfirvöld í Mexíkó segja að hamfarirnar útskýrist af einstökum aðstæðum sem sköpuðust í síðustu viku. Nokkur veðurkerfi hafi sameinast og valdið gífurlegri rigningu, í lok tímabils þar sem mikið hafði rignt. Þess vegna var fyrir mikið vatn í ám og jarðvegur blautur, sem gerði ástandið enn verra. Íbúar hafa þó kvartað yfir því að viðvaranir hafi borist allt of seint og mun fleiri hafi þess vegna dáið í flóðunum. „Margir dóu af því þeir voru ekki varaðir við. Þau vöruðu okkur ekki við,“ sagði Saucedo. Hún sagði fyrstu viðvaranir eingöngu hafa borist þegar árnar voru byrjaðar að flæða yfir bakka sína. Ekki áður, svo fólk hefði haft tíma til að komast í skjól. Mexíkó Náttúruhamfarir Mest lesið „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent „Það er búið að vera steinpakkað“ Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Foráttuveður í kortunum Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Fleiri fréttir Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Sjá meira
Björgunarsveitum hafði enn ekki tekist að ná til um tvö hundruð bæja og þorpa sem einangruðust í hamförunum. Gagnrýni á störf ríkisstjórnar Mexíkó vegna hamfaranna hefur aukist til muna. Samkvæmt frétt Reuters hefur verið baulað á Cludia Sheinbaum, forseta landsins, þegar hún hefur heimsótt héruðin sem urðu hvað verst úti. Úrhellið olli miklum skemmdum í fimm ríkjum Mexíkó. Í einu þeirra, Veracruz, mældist rigningin 54 sentímetrar á nokkrum dögum í síðustu viku. Í samtali við AP fréttaveituna segir kona sem býr í bænum Poza Rica í Veracrus að lík liggi í leðjunni nærri húsi hennar og þó að hún hafi sagt frá því, hafi líkið ekki verið sótt. „Líkið er byrjað að rotna og enginn hefur komið og sótt hann,“ sagði Ana Luz Saucedo. Henni tókst naumlega að flýja bæinn með börnum sínum þegar flóðin byrjuðu í síðustu viku. Fréttaveitan segir að nokkrar götur í bænum liggi enn undir að minnsta kosti metra af vatni og leðju og þar ofan á séu allt að tveir metrar af alls konar braki eins og bílum og húsgögnum. Úrhelli í lok rigningartímabils Yfirvöld í Mexíkó segja að hamfarirnar útskýrist af einstökum aðstæðum sem sköpuðust í síðustu viku. Nokkur veðurkerfi hafi sameinast og valdið gífurlegri rigningu, í lok tímabils þar sem mikið hafði rignt. Þess vegna var fyrir mikið vatn í ám og jarðvegur blautur, sem gerði ástandið enn verra. Íbúar hafa þó kvartað yfir því að viðvaranir hafi borist allt of seint og mun fleiri hafi þess vegna dáið í flóðunum. „Margir dóu af því þeir voru ekki varaðir við. Þau vöruðu okkur ekki við,“ sagði Saucedo. Hún sagði fyrstu viðvaranir eingöngu hafa borist þegar árnar voru byrjaðar að flæða yfir bakka sína. Ekki áður, svo fólk hefði haft tíma til að komast í skjól.
Mexíkó Náttúruhamfarir Mest lesið „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent „Það er búið að vera steinpakkað“ Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Foráttuveður í kortunum Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Fleiri fréttir Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Sjá meira