Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. október 2025 20:31 Russell Westbrook spilaði Denver Nuggets á síðasta NBA-tímabili. Getty/Justin Ford/ Russell Westbrook verður áfram í NBA-deildinni í körfubolta á komandi tímabili en hann hefur gert samning við Sacramento Kings. Westbrook fékk meðal annars gott tilboð frá Kína en ákvað að verða áfram í NBA og spila sitt átjánda tímabil í deildinni. Þetta herma heimildarmenn Shams Charania yfirskúbbara hjá ESPN. Westbrook og Kings höfðu verið í sambandi allt frá því að keppnistímabilinu lauk. Westbrook var þolinmóður en aðilar hafa nú komist að samkomulagi. Westbrook lék með Denver Nuggets á síðasta tímabili þar sem hann var með 13,3 stig, 6,1 stoðsendingu, 4,9 fráköst og 1,4 stolna bolta að meðaltali í leik Westbrook styrkir Sacramento-liðið í bakvarðastöðunum sem leikstjórnandi sem getur bæði verið í byrjunarliði og komið inn af bekknum. Kings gætu einnig nýtt krafta hans á bekknum, en liðið var í 28. sæti yfir stig frá varamönnum á leik og í 29. sæti yfir stoðsendingar frá varamönnum á leik á síðasta tímabili. Westbrook, sem verður 37 ára í nóvember, hefur náð flestum þrennum í sögu NBA (203) og er annar tveggja leikmanna í sögu deildarinnar sem hefur skorað 25.000 stig, tekið 8.000 fráköst og gefið 8.000 stoðsendingar, ásamt LeBron James. Westbrook hefur skorað 26.205 stig á ferlinum og þarf 506 í viðbót til að fara fram úr Oscar Robertson sem stigahæsti leikstjórnandi í sögu NBA. Westbrook er einnig í áttunda sæti yfir flestar stoðsendingar á ferlinum og þarf 75 stoðsendingar til að verða áttundi leikmaðurinn með tíu þúsund stoðsendingar á ferlinum í sögu deildarinnar. Síðan hann yfirgaf Oklahoma City Thunder árið 2018-19 sem goðsögn hjá félaginu er Westbrook nú kominn til síns sjötta liðs en á síðustu árum hefur hann spilað með Houston Rockets, Washington Wizards, Los Angeles Lakers, LA Clippers og Denver Nuggets. View this post on Instagram A post shared by Shams Charania (@shams) NBA Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Fleiri fréttir Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Sjá meira
Westbrook fékk meðal annars gott tilboð frá Kína en ákvað að verða áfram í NBA og spila sitt átjánda tímabil í deildinni. Þetta herma heimildarmenn Shams Charania yfirskúbbara hjá ESPN. Westbrook og Kings höfðu verið í sambandi allt frá því að keppnistímabilinu lauk. Westbrook var þolinmóður en aðilar hafa nú komist að samkomulagi. Westbrook lék með Denver Nuggets á síðasta tímabili þar sem hann var með 13,3 stig, 6,1 stoðsendingu, 4,9 fráköst og 1,4 stolna bolta að meðaltali í leik Westbrook styrkir Sacramento-liðið í bakvarðastöðunum sem leikstjórnandi sem getur bæði verið í byrjunarliði og komið inn af bekknum. Kings gætu einnig nýtt krafta hans á bekknum, en liðið var í 28. sæti yfir stig frá varamönnum á leik og í 29. sæti yfir stoðsendingar frá varamönnum á leik á síðasta tímabili. Westbrook, sem verður 37 ára í nóvember, hefur náð flestum þrennum í sögu NBA (203) og er annar tveggja leikmanna í sögu deildarinnar sem hefur skorað 25.000 stig, tekið 8.000 fráköst og gefið 8.000 stoðsendingar, ásamt LeBron James. Westbrook hefur skorað 26.205 stig á ferlinum og þarf 506 í viðbót til að fara fram úr Oscar Robertson sem stigahæsti leikstjórnandi í sögu NBA. Westbrook er einnig í áttunda sæti yfir flestar stoðsendingar á ferlinum og þarf 75 stoðsendingar til að verða áttundi leikmaðurinn með tíu þúsund stoðsendingar á ferlinum í sögu deildarinnar. Síðan hann yfirgaf Oklahoma City Thunder árið 2018-19 sem goðsögn hjá félaginu er Westbrook nú kominn til síns sjötta liðs en á síðustu árum hefur hann spilað með Houston Rockets, Washington Wizards, Los Angeles Lakers, LA Clippers og Denver Nuggets. View this post on Instagram A post shared by Shams Charania (@shams)
NBA Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Fleiri fréttir Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Sjá meira