Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Sindri Sverrisson skrifar 15. október 2025 10:01 Heimir Hallgrímsson gerir sér fulla grein fyrir því að sigurinn á Armeníu í gærkvöld var ekki sá glæsilegasti en sagðist fyrir leik ætla að sætta sig við ljótan sigur. Getty/Seb Daly Þrátt fyrir 1-0 sigurinn gegn Armeníu í undankeppni HM í gærkvöldi hefur Heimir Hallgrímsson og hans lið, írska fótboltalandsliðið, hlotið talsverða gagnrýni í írskum miðlum eftir leikinn. Meðal þeirra sem virðast óánægðir með störf Heimis er Brian Kerr, landsliðsþjálfari Íra á árunum 2003-05 og síðar Færeyja 2009-11. Kerr segir of mikið rót á landsliðsvali Heimis og að hann virðist ekki þekkja styrkleika leikmanna, 15 mánuðum eftir að hafa tekið við írska landsliðinu. „Það er erfitt fyrir leikmenn að tengja saman og fyrir liðið að ná fram munstri í sínum leik þegar það eru svona oft og miklar mannabreytingar,“ sagði Kerr í Virgin Media Sport. „Þetta er vandamálið við það að fá einhvern...“ „Hann [Heimir] talaði um það í upphafi að vilja móta lítinn hóp leikmanna sem spiluðu reglulega. Ég skildi það sem svo að þetta yrðu 14, 15, 16 leikmenn þá. En nú er hann búinn að nota 23, 24 leikmenn nú þegar, því hann er enn bara að læra á suma af þeim,“ sagði Kerr og hélt áfram. Heimir Hallgrímsson glaðbeittur með leikmönnum sínum eftir sigurinn gegn Armenum í gærkvöld. Enn er von fyrir Íra um að komast í HM-umspil en þeir hafa ekki spilað á HM síðan árið 2002.Getty/Tim Clayton „Sumir af þeim byrja leiki en eru svo ekki í hópnum næst. Sumir eru ekki í hópnum en eru svo kalaðir inn aftur, eins og Jason Molumby. Þeir tóku Seamus Coleman aftur inn. Þeir eru teknir aftur inn og settir í byrjunarliðið. Það sýnir glögglega að þjálfarinn veit ekki hversu góðir leikmennirnir eru, eða hverjir eru bestir af þeim, eftir þann tíma sem hann hefur verið með liðið. Þetta er vandamálið við það að fá einhvern... Ég má gagnrýna það að fá einhvern í starfið sem er ekki frá staðnum, því ég fór og tók við starfi á stað sem ég er ekki frá [Færeyjum]. En leikmannaúrvalið þar var lítið og ég gat kynnst mönnum mjög fljótt. Hann virðist eiga erfitt með að finna út úr því hverjir bestu leikmennirnir eru, og afleiðingin af því er að ólíkir leikmenn spila leikina og hafa mismunandi hlutverk,“ sagði Kerr. Írar eru engin stórþjóð í nútímafótbolta og hafa ekki komist á heimsmeistaramót síðan árið 2002. Engar stórstjörnur eru í liðinu en pressan er engu að síður mikil á Heimi að ná árangri og móta lið sem gæti gert góða hluti á næsta EM sem meðal annars fer fram á Írlandi. Írar eiga enn möguleika á að komast á HM, í gegnum umspil, en til þess þurfa þeir helst að ná í stig gegn Portúgal á heimavelli í nóvember og vinna svo Ungverjaland á útivelli. Miðað við frammistöðu liðsins til þessa virðist ekki mikil trú á að það gangi eftir, þó að Írar hafi verið afar nálægt því að ná í stig gegn Portúgal á útivelli síðasta föstudag. „Af hverju í ósköpunum ættum við að halda að þetta lið gæti fengið eitthvað út úr leiknum við Portúgal? Af hverju í ósköpunum ættum við að halda að við gætum farið á útivöll gegn Ungverjalandi og fengið eitthvað?“ spurði Richie Sadlier, fyrrverandi knattspyrnumaður og spekingur á RTÉ. "Why in the name of God would you think we could go away to Hungary and get something?" It's safe to say that Richie Sadlier isn't confident that Ireland can get the results they need in their next two games against Hungary and Portugal to keep their World Cup hopes alive. pic.twitter.com/EcwkYV8XLr— RTÉ Sport (@RTEsport) October 14, 2025 Sigurinn gegn Armeníu, þar sem Írar voru manni fleiri frá 52. mínútu, ýtir að hans mati alls ekki undir neina bjartsýni. „Af hverju ættum við að halda það? Við sýndum áhorfendum frammistöðuna gegn Portúgal fyrir þennan leik. Þar voru þetta tíu menn að hjálpa markverðinum að halda markinu hreinu. Þetta voru ekki tíu menn sem vildu spila fótbolta, skapa færi og valda hinum markverðinum vandræðum. Menn komast ekkert áfram ef þetta er svona. Og í [gærkvöld] vorum við á heimavelli gegn tíu Armenum, og samt litum við ekki út fyrir að vera samkeppnishæft fótboltalið,“ sagði Sadlier. Richard Dunne, fyrrverandi landsliðsmaður Írlands, tók í sama streng. „Það voru engin raunveruleg gæði í leiknum þannig að maður hugsaði: „Við erum að stjórna leiknum, við lítum mjög vel út og maður sér alls konar munstur.“ Maður var bara: „Vonandi skorum við, vonandi fáum við færi, vonandi setja þeir eitt,“ og þannig fór þetta.“ HM 2026 í fótbolta Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Tengdar fréttir Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Írska karlalandsliðið í fótbolta, sem Heimir Hallgrímsson þjálfar, á enn von um að komast á HM eftir torsóttan 1-0 sigur gegn Armeníu í Dublin í kvöld. 14. október 2025 20:35 Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Sjá meira
Meðal þeirra sem virðast óánægðir með störf Heimis er Brian Kerr, landsliðsþjálfari Íra á árunum 2003-05 og síðar Færeyja 2009-11. Kerr segir of mikið rót á landsliðsvali Heimis og að hann virðist ekki þekkja styrkleika leikmanna, 15 mánuðum eftir að hafa tekið við írska landsliðinu. „Það er erfitt fyrir leikmenn að tengja saman og fyrir liðið að ná fram munstri í sínum leik þegar það eru svona oft og miklar mannabreytingar,“ sagði Kerr í Virgin Media Sport. „Þetta er vandamálið við það að fá einhvern...“ „Hann [Heimir] talaði um það í upphafi að vilja móta lítinn hóp leikmanna sem spiluðu reglulega. Ég skildi það sem svo að þetta yrðu 14, 15, 16 leikmenn þá. En nú er hann búinn að nota 23, 24 leikmenn nú þegar, því hann er enn bara að læra á suma af þeim,“ sagði Kerr og hélt áfram. Heimir Hallgrímsson glaðbeittur með leikmönnum sínum eftir sigurinn gegn Armenum í gærkvöld. Enn er von fyrir Íra um að komast í HM-umspil en þeir hafa ekki spilað á HM síðan árið 2002.Getty/Tim Clayton „Sumir af þeim byrja leiki en eru svo ekki í hópnum næst. Sumir eru ekki í hópnum en eru svo kalaðir inn aftur, eins og Jason Molumby. Þeir tóku Seamus Coleman aftur inn. Þeir eru teknir aftur inn og settir í byrjunarliðið. Það sýnir glögglega að þjálfarinn veit ekki hversu góðir leikmennirnir eru, eða hverjir eru bestir af þeim, eftir þann tíma sem hann hefur verið með liðið. Þetta er vandamálið við það að fá einhvern... Ég má gagnrýna það að fá einhvern í starfið sem er ekki frá staðnum, því ég fór og tók við starfi á stað sem ég er ekki frá [Færeyjum]. En leikmannaúrvalið þar var lítið og ég gat kynnst mönnum mjög fljótt. Hann virðist eiga erfitt með að finna út úr því hverjir bestu leikmennirnir eru, og afleiðingin af því er að ólíkir leikmenn spila leikina og hafa mismunandi hlutverk,“ sagði Kerr. Írar eru engin stórþjóð í nútímafótbolta og hafa ekki komist á heimsmeistaramót síðan árið 2002. Engar stórstjörnur eru í liðinu en pressan er engu að síður mikil á Heimi að ná árangri og móta lið sem gæti gert góða hluti á næsta EM sem meðal annars fer fram á Írlandi. Írar eiga enn möguleika á að komast á HM, í gegnum umspil, en til þess þurfa þeir helst að ná í stig gegn Portúgal á heimavelli í nóvember og vinna svo Ungverjaland á útivelli. Miðað við frammistöðu liðsins til þessa virðist ekki mikil trú á að það gangi eftir, þó að Írar hafi verið afar nálægt því að ná í stig gegn Portúgal á útivelli síðasta föstudag. „Af hverju í ósköpunum ættum við að halda að þetta lið gæti fengið eitthvað út úr leiknum við Portúgal? Af hverju í ósköpunum ættum við að halda að við gætum farið á útivöll gegn Ungverjalandi og fengið eitthvað?“ spurði Richie Sadlier, fyrrverandi knattspyrnumaður og spekingur á RTÉ. "Why in the name of God would you think we could go away to Hungary and get something?" It's safe to say that Richie Sadlier isn't confident that Ireland can get the results they need in their next two games against Hungary and Portugal to keep their World Cup hopes alive. pic.twitter.com/EcwkYV8XLr— RTÉ Sport (@RTEsport) October 14, 2025 Sigurinn gegn Armeníu, þar sem Írar voru manni fleiri frá 52. mínútu, ýtir að hans mati alls ekki undir neina bjartsýni. „Af hverju ættum við að halda það? Við sýndum áhorfendum frammistöðuna gegn Portúgal fyrir þennan leik. Þar voru þetta tíu menn að hjálpa markverðinum að halda markinu hreinu. Þetta voru ekki tíu menn sem vildu spila fótbolta, skapa færi og valda hinum markverðinum vandræðum. Menn komast ekkert áfram ef þetta er svona. Og í [gærkvöld] vorum við á heimavelli gegn tíu Armenum, og samt litum við ekki út fyrir að vera samkeppnishæft fótboltalið,“ sagði Sadlier. Richard Dunne, fyrrverandi landsliðsmaður Írlands, tók í sama streng. „Það voru engin raunveruleg gæði í leiknum þannig að maður hugsaði: „Við erum að stjórna leiknum, við lítum mjög vel út og maður sér alls konar munstur.“ Maður var bara: „Vonandi skorum við, vonandi fáum við færi, vonandi setja þeir eitt,“ og þannig fór þetta.“
HM 2026 í fótbolta Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Tengdar fréttir Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Írska karlalandsliðið í fótbolta, sem Heimir Hallgrímsson þjálfar, á enn von um að komast á HM eftir torsóttan 1-0 sigur gegn Armeníu í Dublin í kvöld. 14. október 2025 20:35 Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Sjá meira
Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Írska karlalandsliðið í fótbolta, sem Heimir Hallgrímsson þjálfar, á enn von um að komast á HM eftir torsóttan 1-0 sigur gegn Armeníu í Dublin í kvöld. 14. október 2025 20:35