Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Sindri Sverrisson skrifar 15. október 2025 07:01 Heimir Hallgrímsson kemur skilaboðum til sinna manna á Aviva-leikvanginum í Dublin í gærkvöld. Getty/David Fitzgerald Heimir Hallgrímsson heldur í vonina um að koma Írum á HM í fótbolta, og ljúka þannig 24 ára bið frá síðasta heimsmeistaramóti Írlands, eftir „ófagran“ 1-0 sigur á Armenum í gærkvöld. Það leit út fyrir að Írar yrðu jafnir Ungverjum að stigum eftir kvöldið, í 2.-3. sæti F-riðils, en Liverpool-maðurinn Dominik Szoboszlai skoraði þá dýrmætt jöfnunarmark í uppbótartíma fyrir Ungverjaland gegn Portúgal, og tryggði 2-2 jafntefli. Það þýðir að Portúgal er með 10 stig í efsta sæti, Ungverjaland með 5, Írland 4 og Armenía 3, fyrir lokaleikina í nóvember, þegar Írar taka á móti Portúgal og sækja svo Ungverjaland heim. Efsta liðið kemst beint á HM en Heimir stefnir, líkt og íslenska landsliðið, á 2. sætið sem gefur farmiða í umspil í mars. Heimir sagði við írska fjölmiðla eftir sigurinn í Dublin í gær að jafntefli Portúgals og Armeníu breytti engu: „Nei, í rauninni breytir það ekki neinu. Við vissum alltaf að við þyrftum að fara til Ungverjalands og ná í þrjú stig,“ sagði Heimir. „Núna lítur út fyrir að við þurfum stig gegn Portúgal, eða þá að Armenía geri okkur greiða í Jerevan [með því að tapa ekki gegn Ungverjalandi]. Við sjáum öll að þetta armenska lið er illviðráðanlegt. Þeir eru með mikið hugrekki og baráttuanda,“ sagði Heimir. Aðalatriðið að vinna þó ekki væri það glæsilegt Evan Ferguson skoraði eina markið á Aviva-leikvanginum í gær, á 70. mínútu, en frammistaða Íra þótti ekki sannfærandi. Sérstaklega miðað við það að Armenar misstu mann af velli með rautt spjald á 52. mínútu. „Við sögðum það fyrir fram að við myndum þiggja ófagran 1-0 sigur og þetta var líklega frekar ófagur 1-0 sigur, svo við getum ekki verið óánægðir. Við höfum verið að kvarta yfir því að illa gangi í seinni leik hverrar tarnar. Við verðum að gleðjast yfir að hafa núna unnið. Við höfum líka kvartað yfir að fá sífellt á okkur mark snemma. Núna gerðist það ekki og við héldum markinu hreinu, sem er gott skref. Við tökum það jákvæða úr þessu yfir í næstu leiki. Það er bara nýr dagur og þessi leikur skiptir engu máli. Við þurftum bara þrjú stig til að halda okkur á lífi, það var aðalatriðið, svo við getum ekki lesið of mikið í þessa frammistöðu,“ sagði Heimir. HM 2026 í fótbolta Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Sjá meira
Það leit út fyrir að Írar yrðu jafnir Ungverjum að stigum eftir kvöldið, í 2.-3. sæti F-riðils, en Liverpool-maðurinn Dominik Szoboszlai skoraði þá dýrmætt jöfnunarmark í uppbótartíma fyrir Ungverjaland gegn Portúgal, og tryggði 2-2 jafntefli. Það þýðir að Portúgal er með 10 stig í efsta sæti, Ungverjaland með 5, Írland 4 og Armenía 3, fyrir lokaleikina í nóvember, þegar Írar taka á móti Portúgal og sækja svo Ungverjaland heim. Efsta liðið kemst beint á HM en Heimir stefnir, líkt og íslenska landsliðið, á 2. sætið sem gefur farmiða í umspil í mars. Heimir sagði við írska fjölmiðla eftir sigurinn í Dublin í gær að jafntefli Portúgals og Armeníu breytti engu: „Nei, í rauninni breytir það ekki neinu. Við vissum alltaf að við þyrftum að fara til Ungverjalands og ná í þrjú stig,“ sagði Heimir. „Núna lítur út fyrir að við þurfum stig gegn Portúgal, eða þá að Armenía geri okkur greiða í Jerevan [með því að tapa ekki gegn Ungverjalandi]. Við sjáum öll að þetta armenska lið er illviðráðanlegt. Þeir eru með mikið hugrekki og baráttuanda,“ sagði Heimir. Aðalatriðið að vinna þó ekki væri það glæsilegt Evan Ferguson skoraði eina markið á Aviva-leikvanginum í gær, á 70. mínútu, en frammistaða Íra þótti ekki sannfærandi. Sérstaklega miðað við það að Armenar misstu mann af velli með rautt spjald á 52. mínútu. „Við sögðum það fyrir fram að við myndum þiggja ófagran 1-0 sigur og þetta var líklega frekar ófagur 1-0 sigur, svo við getum ekki verið óánægðir. Við höfum verið að kvarta yfir því að illa gangi í seinni leik hverrar tarnar. Við verðum að gleðjast yfir að hafa núna unnið. Við höfum líka kvartað yfir að fá sífellt á okkur mark snemma. Núna gerðist það ekki og við héldum markinu hreinu, sem er gott skref. Við tökum það jákvæða úr þessu yfir í næstu leiki. Það er bara nýr dagur og þessi leikur skiptir engu máli. Við þurftum bara þrjú stig til að halda okkur á lífi, það var aðalatriðið, svo við getum ekki lesið of mikið í þessa frammistöðu,“ sagði Heimir.
HM 2026 í fótbolta Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Sjá meira