„Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 13. október 2025 21:37 Fyrirliðinn Hákon Arnar segir mark Íslands hafa verið einu almennilegu sóknina í seinni hálfleik. vísir / anton brink „Það er ekki oft sem maður nær í úrslit á móti einu besta liði heims. Þetta er aðeins önnur tilfinning en á föstudaginn“ sagði landsliðsfyrirliðinn Hákon Arnar Haraldsson glaður í bragði eftir 2-2 jafntefli Íslands við Frakkland í undankeppni HM. Ísland komst yfir og leiddi leikinn í hálfleik, en lenti síðan undir í seinni hálfleik. Margir hefðu þá haldið að Frakkarnir myndu loka leiknum og vinna góðan sigur, en svo var ekki. Ísland gafst ekki upp og skoraði jöfnunarmark skömmu síðar. „Það er bara ógeðslega mikill karakter í þessu liði og menn komu inn með mikinn kraft. Kristian kom geggjaður inn [og skoraði jöfnunamarkið.] Við höfðum bara engu að tapa, fórum að spila og eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik þá skorum við. Við gefumst aldrei upp og sýndum það í dag.“ Ein bestu úrslit ferilsins Jafntefli gegn Frakklandi er eitthvað sem Ísland hefur aðeins einu sinni upplifað áður og Hákon segir þetta ein bestu úrslitin á sínum ferli. „Þetta eru ein bestu úrslit á mínum ferli. Þetta eru svo ógeðslega góðir gæjar en það er auðvitað erfitt að koma hingað og áhorfendur hjálpuðu okkur helling. Þannig að þetta er risastórt fyrir okkur og hjálpar okkur helling.“ Hljóp 12,5 kílómetra Fyrirliðinn lagði allt í sölurnar í kvöld og hljóp eins og hann ætti lífið að leysa, því var hann eðlilega þreyttur eftir leik. „Ég hef verið betri sko en eins og er ekkert slæmt sko, þetta er búið að vera svona síðustu þrjár vikurnar hjá mér. Ég klukkaði eitthvað um 12 og hálfan kílómeter í dag, en það var það sem þurfti til að ná í úrslit“ sagði fyrirliðinn. Hákon Arnar Haraldsson var maður leiksins að mati íþróttadeildar Sýnar. vísir / anton brink Verða að vinna Úkraínu Úkraína vann Aserbaísjan í kvöld og er nú þremur stigum á undan Íslandi. Úkraína spilar næst við Frakkland, á meðan Ísland mætir Aserbaísjan, og þjóðirnar mætast svo í lokaleik riðilsins, sem verður líklega hreinn úrslitaleikur. „Við þurfum bara að fara út og vinna þann leik, það er það eina sem við þurfum að gera.“ Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Tottenham - FCK | Viktor og Rúnar í Lundúnum Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Sjá meira
Ísland komst yfir og leiddi leikinn í hálfleik, en lenti síðan undir í seinni hálfleik. Margir hefðu þá haldið að Frakkarnir myndu loka leiknum og vinna góðan sigur, en svo var ekki. Ísland gafst ekki upp og skoraði jöfnunarmark skömmu síðar. „Það er bara ógeðslega mikill karakter í þessu liði og menn komu inn með mikinn kraft. Kristian kom geggjaður inn [og skoraði jöfnunamarkið.] Við höfðum bara engu að tapa, fórum að spila og eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik þá skorum við. Við gefumst aldrei upp og sýndum það í dag.“ Ein bestu úrslit ferilsins Jafntefli gegn Frakklandi er eitthvað sem Ísland hefur aðeins einu sinni upplifað áður og Hákon segir þetta ein bestu úrslitin á sínum ferli. „Þetta eru ein bestu úrslit á mínum ferli. Þetta eru svo ógeðslega góðir gæjar en það er auðvitað erfitt að koma hingað og áhorfendur hjálpuðu okkur helling. Þannig að þetta er risastórt fyrir okkur og hjálpar okkur helling.“ Hljóp 12,5 kílómetra Fyrirliðinn lagði allt í sölurnar í kvöld og hljóp eins og hann ætti lífið að leysa, því var hann eðlilega þreyttur eftir leik. „Ég hef verið betri sko en eins og er ekkert slæmt sko, þetta er búið að vera svona síðustu þrjár vikurnar hjá mér. Ég klukkaði eitthvað um 12 og hálfan kílómeter í dag, en það var það sem þurfti til að ná í úrslit“ sagði fyrirliðinn. Hákon Arnar Haraldsson var maður leiksins að mati íþróttadeildar Sýnar. vísir / anton brink Verða að vinna Úkraínu Úkraína vann Aserbaísjan í kvöld og er nú þremur stigum á undan Íslandi. Úkraína spilar næst við Frakkland, á meðan Ísland mætir Aserbaísjan, og þjóðirnar mætast svo í lokaleik riðilsins, sem verður líklega hreinn úrslitaleikur. „Við þurfum bara að fara út og vinna þann leik, það er það eina sem við þurfum að gera.“
Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Tottenham - FCK | Viktor og Rúnar í Lundúnum Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Sjá meira