„Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 13. október 2025 21:37 Fyrirliðinn Hákon Arnar segir mark Íslands hafa verið einu almennilegu sóknina í seinni hálfleik. vísir / anton brink „Það er ekki oft sem maður nær í úrslit á móti einu besta liði heims. Þetta er aðeins önnur tilfinning en á föstudaginn“ sagði landsliðsfyrirliðinn Hákon Arnar Haraldsson glaður í bragði eftir 2-2 jafntefli Íslands við Frakkland í undankeppni HM. Ísland komst yfir og leiddi leikinn í hálfleik, en lenti síðan undir í seinni hálfleik. Margir hefðu þá haldið að Frakkarnir myndu loka leiknum og vinna góðan sigur, en svo var ekki. Ísland gafst ekki upp og skoraði jöfnunarmark skömmu síðar. „Það er bara ógeðslega mikill karakter í þessu liði og menn komu inn með mikinn kraft. Kristian kom geggjaður inn [og skoraði jöfnunamarkið.] Við höfðum bara engu að tapa, fórum að spila og eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik þá skorum við. Við gefumst aldrei upp og sýndum það í dag.“ Ein bestu úrslit ferilsins Jafntefli gegn Frakklandi er eitthvað sem Ísland hefur aðeins einu sinni upplifað áður og Hákon segir þetta ein bestu úrslitin á sínum ferli. „Þetta eru ein bestu úrslit á mínum ferli. Þetta eru svo ógeðslega góðir gæjar en það er auðvitað erfitt að koma hingað og áhorfendur hjálpuðu okkur helling. Þannig að þetta er risastórt fyrir okkur og hjálpar okkur helling.“ Hljóp 12,5 kílómetra Fyrirliðinn lagði allt í sölurnar í kvöld og hljóp eins og hann ætti lífið að leysa, því var hann eðlilega þreyttur eftir leik. „Ég hef verið betri sko en eins og er ekkert slæmt sko, þetta er búið að vera svona síðustu þrjár vikurnar hjá mér. Ég klukkaði eitthvað um 12 og hálfan kílómeter í dag, en það var það sem þurfti til að ná í úrslit“ sagði fyrirliðinn. Hákon Arnar Haraldsson var maður leiksins að mati íþróttadeildar Sýnar. vísir / anton brink Verða að vinna Úkraínu Úkraína vann Aserbaísjan í kvöld og er nú þremur stigum á undan Íslandi. Úkraína spilar næst við Frakkland, á meðan Ísland mætir Aserbaísjan, og þjóðirnar mætast svo í lokaleik riðilsins, sem verður líklega hreinn úrslitaleikur. „Við þurfum bara að fara út og vinna þann leik, það er það eina sem við þurfum að gera.“ Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Fleiri fréttir „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Sjá meira
Ísland komst yfir og leiddi leikinn í hálfleik, en lenti síðan undir í seinni hálfleik. Margir hefðu þá haldið að Frakkarnir myndu loka leiknum og vinna góðan sigur, en svo var ekki. Ísland gafst ekki upp og skoraði jöfnunarmark skömmu síðar. „Það er bara ógeðslega mikill karakter í þessu liði og menn komu inn með mikinn kraft. Kristian kom geggjaður inn [og skoraði jöfnunamarkið.] Við höfðum bara engu að tapa, fórum að spila og eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik þá skorum við. Við gefumst aldrei upp og sýndum það í dag.“ Ein bestu úrslit ferilsins Jafntefli gegn Frakklandi er eitthvað sem Ísland hefur aðeins einu sinni upplifað áður og Hákon segir þetta ein bestu úrslitin á sínum ferli. „Þetta eru ein bestu úrslit á mínum ferli. Þetta eru svo ógeðslega góðir gæjar en það er auðvitað erfitt að koma hingað og áhorfendur hjálpuðu okkur helling. Þannig að þetta er risastórt fyrir okkur og hjálpar okkur helling.“ Hljóp 12,5 kílómetra Fyrirliðinn lagði allt í sölurnar í kvöld og hljóp eins og hann ætti lífið að leysa, því var hann eðlilega þreyttur eftir leik. „Ég hef verið betri sko en eins og er ekkert slæmt sko, þetta er búið að vera svona síðustu þrjár vikurnar hjá mér. Ég klukkaði eitthvað um 12 og hálfan kílómeter í dag, en það var það sem þurfti til að ná í úrslit“ sagði fyrirliðinn. Hákon Arnar Haraldsson var maður leiksins að mati íþróttadeildar Sýnar. vísir / anton brink Verða að vinna Úkraínu Úkraína vann Aserbaísjan í kvöld og er nú þremur stigum á undan Íslandi. Úkraína spilar næst við Frakkland, á meðan Ísland mætir Aserbaísjan, og þjóðirnar mætast svo í lokaleik riðilsins, sem verður líklega hreinn úrslitaleikur. „Við þurfum bara að fara út og vinna þann leik, það er það eina sem við þurfum að gera.“
Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Fleiri fréttir „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Sjá meira