Vesturport fær lóð í Gufunesi Magnús Jochum Pálsson skrifar 13. október 2025 15:16 Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri og Gísli Örn Garðarsson skrifa undir vilyrði fyrir lóð handa Vesturport í Gufunesi. Reykjavík Leiklistarhópurinn Vesturport hefur fengið vilyrði fyrir lóð í Gufunesi og hyggst byggja upp starfsemi sína þar. Reykjavíkurborg hefur undanfarin ár lagt áherslu á að laða að kvikmyndafyrirtæki að svæðinu. Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri Reykjavíkur, skrifaði undir lóðarvilyrði með Gísla Erni Garðarssyni, forsvarsmanni Vesturports, á kynningarfundi um Athafnaborgina á föstudag. „Undanfarin ár hefur átt sér stað mikil uppbygging í Gufunesi, bæði í atvinnustarfsemi sem og íbúðarhúsnæði. Sú uppbygging hvílir á grunni hugmyndasamkeppni um heildarskipulag svæðisins frá 2016 og nú áratug síðar má sjá miklar breytingar. Þetta misserið er í vinnslu næstu áfangar deiliskipulags og tengist lóðavilyrðið þeirri vinnu,“ segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Gufunesið úr lofti.Ragnar Th. „Það er gleðiefni fyrir okkur að fá að taka þátt í uppbyggingu menningarstarfssemi á jafn spennandi svæði og Gufunesið er. Að reisa okkur rými til lífs, leiks og lista í beinni tengingu við verðandi íbúa. Það er vissulega tilhlökkunarefni að ganga til liðs við þá grósku sem nú þegar blómstrar í hverfinu og fá að setja mark okkar á áframhaldandi menningarstarf í borginni,“ sagði Gísli Örn við undirritunina. Við tilefnið rifjaði Gísli Örnu upp að á næsta ári yrðu liðin 25 ár frá því Vesturport hóf starfsemi sína í litlum skúr á Vesturgötu og tók hópurinn nafn sitt af því. Kvikmyndaþorp í gerjun frá aldamótum Hugmyndir og umræður um kvikmyndaþorp í Gufunesi hafa verið í gerjun frá því fyrir aldamót og snemma árið 2008 kallaði Baltasar Kormákur eftir byggingu slíks þorps sem allt væri tils er viðkæmi kvikmyndagerð. Sjá einnig: Fyrirtæki Baltasars kaupir Gufunesið á 1,6 milljarð Fyrirtækið GN Studios, sem er meðal annars í eigu Baltasars Kormáks, keypti síðan lóðarréttindi og byggingarétti í landi Gufuness af Reykjavíkurborg á 1,6 milljarð króna í lok árs 2017. Í apríl 2018 opnaði kvikmyndaver RVK Studios, sem er um 3.200 fermetrar að stærð, í Gufunesi í einni skemmu Áburðaverksmiðjunnar. Fjórum árum síðar, 2022, hafði RVK Studios betur gegn True North í sölusamkeppni um kaup á annarrri skemmu Áburðaverksmiðjunnar og festu kaup á henni fyrir 320 milljónir. Árið 2023 var samþykkt í borgarráði að ganga til samninga við RVK Studios og True North um að stækka lóðir fyrirtækjanna í þeim tilgangi að tvöfölda kvikmyndaverin í Gufunesi. Fyrirtækin hugðust þá reisa 1.600 fermetra kvikmyndaver, hvert með 600 fermetra þjónusturými. Nú bætist Vesturport við í hópinn þó ekki liggi fyrir nákvæm útfærsla á þeirri uppbyggingu. Kvikmyndagerð á Íslandi Reykjavík Bíó og sjónvarp Borgarstjórn Tengdar fréttir Hollywood muni laðast að Gufunesi Borgarstjóri segir að verið sé undirbúa framtíðina með stóru F-i í Gufunesi. Tvöföldun kvikmyndaveranna þar er meðal hundruð verkefna sem kynnt eru fundinum Athafnaborgin í dag. 28. apríl 2023 16:09 Loftkastalinn kaupir fasteignir í Gufunesi Borgarráð samþykkti á fundi sínum í gær að selja fyrirtækinu Loftkastalanum þrjár fasteignir og byggingarrétt í Gufunesi 12. janúar 2018 16:30 Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Töframaður fann Dimmu heila á húfi Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Lífið Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Barnastjarna bráðkvödd Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Sjá meira
Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri Reykjavíkur, skrifaði undir lóðarvilyrði með Gísla Erni Garðarssyni, forsvarsmanni Vesturports, á kynningarfundi um Athafnaborgina á föstudag. „Undanfarin ár hefur átt sér stað mikil uppbygging í Gufunesi, bæði í atvinnustarfsemi sem og íbúðarhúsnæði. Sú uppbygging hvílir á grunni hugmyndasamkeppni um heildarskipulag svæðisins frá 2016 og nú áratug síðar má sjá miklar breytingar. Þetta misserið er í vinnslu næstu áfangar deiliskipulags og tengist lóðavilyrðið þeirri vinnu,“ segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Gufunesið úr lofti.Ragnar Th. „Það er gleðiefni fyrir okkur að fá að taka þátt í uppbyggingu menningarstarfssemi á jafn spennandi svæði og Gufunesið er. Að reisa okkur rými til lífs, leiks og lista í beinni tengingu við verðandi íbúa. Það er vissulega tilhlökkunarefni að ganga til liðs við þá grósku sem nú þegar blómstrar í hverfinu og fá að setja mark okkar á áframhaldandi menningarstarf í borginni,“ sagði Gísli Örn við undirritunina. Við tilefnið rifjaði Gísli Örnu upp að á næsta ári yrðu liðin 25 ár frá því Vesturport hóf starfsemi sína í litlum skúr á Vesturgötu og tók hópurinn nafn sitt af því. Kvikmyndaþorp í gerjun frá aldamótum Hugmyndir og umræður um kvikmyndaþorp í Gufunesi hafa verið í gerjun frá því fyrir aldamót og snemma árið 2008 kallaði Baltasar Kormákur eftir byggingu slíks þorps sem allt væri tils er viðkæmi kvikmyndagerð. Sjá einnig: Fyrirtæki Baltasars kaupir Gufunesið á 1,6 milljarð Fyrirtækið GN Studios, sem er meðal annars í eigu Baltasars Kormáks, keypti síðan lóðarréttindi og byggingarétti í landi Gufuness af Reykjavíkurborg á 1,6 milljarð króna í lok árs 2017. Í apríl 2018 opnaði kvikmyndaver RVK Studios, sem er um 3.200 fermetrar að stærð, í Gufunesi í einni skemmu Áburðaverksmiðjunnar. Fjórum árum síðar, 2022, hafði RVK Studios betur gegn True North í sölusamkeppni um kaup á annarrri skemmu Áburðaverksmiðjunnar og festu kaup á henni fyrir 320 milljónir. Árið 2023 var samþykkt í borgarráði að ganga til samninga við RVK Studios og True North um að stækka lóðir fyrirtækjanna í þeim tilgangi að tvöfölda kvikmyndaverin í Gufunesi. Fyrirtækin hugðust þá reisa 1.600 fermetra kvikmyndaver, hvert með 600 fermetra þjónusturými. Nú bætist Vesturport við í hópinn þó ekki liggi fyrir nákvæm útfærsla á þeirri uppbyggingu.
Kvikmyndagerð á Íslandi Reykjavík Bíó og sjónvarp Borgarstjórn Tengdar fréttir Hollywood muni laðast að Gufunesi Borgarstjóri segir að verið sé undirbúa framtíðina með stóru F-i í Gufunesi. Tvöföldun kvikmyndaveranna þar er meðal hundruð verkefna sem kynnt eru fundinum Athafnaborgin í dag. 28. apríl 2023 16:09 Loftkastalinn kaupir fasteignir í Gufunesi Borgarráð samþykkti á fundi sínum í gær að selja fyrirtækinu Loftkastalanum þrjár fasteignir og byggingarrétt í Gufunesi 12. janúar 2018 16:30 Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Töframaður fann Dimmu heila á húfi Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Lífið Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Barnastjarna bráðkvödd Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Sjá meira
Hollywood muni laðast að Gufunesi Borgarstjóri segir að verið sé undirbúa framtíðina með stóru F-i í Gufunesi. Tvöföldun kvikmyndaveranna þar er meðal hundruð verkefna sem kynnt eru fundinum Athafnaborgin í dag. 28. apríl 2023 16:09
Loftkastalinn kaupir fasteignir í Gufunesi Borgarráð samþykkti á fundi sínum í gær að selja fyrirtækinu Loftkastalanum þrjár fasteignir og byggingarrétt í Gufunesi 12. janúar 2018 16:30