Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar 12. október 2025 16:30 Á tímum margmiðlunar rennur fjölmiðlaumhverfið, hið pólitíska landslag og afþreyingariðnaðurinn saman í eitt. Hitamálin, hagsmunaágreiningarnir og hugtakaslagirnir spretta æ sjaldnar upp úr tilfinnanlegum veruleika og oftar upp úr hreinræktuðum smellibeitubisness, þar sem vettvangur manna stækkar eftir því sem viðrögðin sem þeir vekja ýkjast. Ný tegund af pólitíkusum koma fram á sjónarsviðið; þeir sem eru ekki bara stjórnmálamenn heldur hugmyndafræðilegir viðskiptamenn í hagkerfi athyglinnar. Þeir sjá tækifærin í einfaldaðri og fjöldaframleiddri heimsmynd, og nýta sér straumlínulögun veruleikans til að selja einfalda útskýringu á flóknum vandamálum heimsins. Í heimi pólitískrar upplausnar þar sem stríð í Evrópu og uppsiglandi borgarastyrjöld í Bandaríkjunum smitast inn í okkar daglega líf, er skiljanlegt að vilja sannfærast um slíka einföldun á heiminum; hún veitir falska öryggistilfinningu og lætur fólki líða eins og það tilheyri hópi fólks sem sameinast um að útiloka þá sem deila ekki sömu heimsmynd. Þessi popúlismi einskorðast hvorki við hægrið né vinstrið, þetta er ein af birtingarmyndum yfirstandandi tæknibyltingar sem einkennist af gagnkvæmum samruna manns og vélar - tölvur verða skapandi og mannleg hegðun verður vélræn; fyrirsjáanleg og afleidd. Þeir sem upplifa málstað sinn heilagan sjá enga ástæðu til að rökstyðja hann á óhliðhollum vettvangi. Þetta bergmálshellaheilkenni hefur átt ríkan þátt í að grafa gjánna milli ólíkra sjónarmiða, og nú getum við varla minnst á þjóðfélagsumræðuna án þess að tala um „menningarstríð.“ Þegar málsvarar ólíkra þjóðfélagshópa finnast þeir yfir það hafnir að þýða málstað sinn yfir á tungumál sem aðrir þjóðfélagshópar skilja hrekkur þjóðfélagsumræðan í tilgangslaust skilgreingarstríð, þar sem andverðir pólar skiptast á einræðum, skoðanaskipti víkja fyrir viðhorfsyfirlýsingum, algóriþmískar netleiðir breyta þjóðfélagshópum í markhópa og markhópameðvitund stjórnmálamanna lamar umræðuna. Móralskt yfirlæti dyggðaskreyttra vinstrimanna er álíka algóryþmískt og sjálfsvorkunarrant hægrimanna um þöggunartilburði woke-sins. Báðar hliðar telja heimsmynd sinni ógnað af óæðri hugmyndafræði, báðar álíta sig kyndilbera hins siðmenntaða samfélags og rétthafar framtíðarinnar. Flokkun landsmanna í hægri og vinstri er auðvitað hluti vandans, slík tvíhyggja er í eðli sínu popúlísk því hún gefur sér að pólitík sér álíka einföld og íþróttakeppni, þar sem tvö lið berjast til sigurs þar til annað sigrar. En pólitík er ekki leikur, pólitík er vettvangur þar sem skipulagning samfélagsins á sér stað. Lýðræðislegt velferðarsamfélag grundvallast á hæfni okkar til að vega og meta ólíka hagsmuni ólíkra þjóðfélagshópa til að stuðla að einhverskonar jafnvægi - en hvað verður um þessa hæfni þegar lögmál athyglishagkerfisins gerir okkur þröngsýnni og afdráttarlausari? Kannski er þessi svartsýni enn ein aukaverkunin af algóriþmískum veruleika, en á meðan önnur vestræn lýðræðisríki þróast í átt að hernaðardrifnum alræðisríkjum er ekki nema von að maður spyrji hvort þetta sé hápunktur sundrungarinnar, eða hvort hún sé rétt að byrja. Höfundur er listmálari Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erna Mist Mest lesið Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Á tímum margmiðlunar rennur fjölmiðlaumhverfið, hið pólitíska landslag og afþreyingariðnaðurinn saman í eitt. Hitamálin, hagsmunaágreiningarnir og hugtakaslagirnir spretta æ sjaldnar upp úr tilfinnanlegum veruleika og oftar upp úr hreinræktuðum smellibeitubisness, þar sem vettvangur manna stækkar eftir því sem viðrögðin sem þeir vekja ýkjast. Ný tegund af pólitíkusum koma fram á sjónarsviðið; þeir sem eru ekki bara stjórnmálamenn heldur hugmyndafræðilegir viðskiptamenn í hagkerfi athyglinnar. Þeir sjá tækifærin í einfaldaðri og fjöldaframleiddri heimsmynd, og nýta sér straumlínulögun veruleikans til að selja einfalda útskýringu á flóknum vandamálum heimsins. Í heimi pólitískrar upplausnar þar sem stríð í Evrópu og uppsiglandi borgarastyrjöld í Bandaríkjunum smitast inn í okkar daglega líf, er skiljanlegt að vilja sannfærast um slíka einföldun á heiminum; hún veitir falska öryggistilfinningu og lætur fólki líða eins og það tilheyri hópi fólks sem sameinast um að útiloka þá sem deila ekki sömu heimsmynd. Þessi popúlismi einskorðast hvorki við hægrið né vinstrið, þetta er ein af birtingarmyndum yfirstandandi tæknibyltingar sem einkennist af gagnkvæmum samruna manns og vélar - tölvur verða skapandi og mannleg hegðun verður vélræn; fyrirsjáanleg og afleidd. Þeir sem upplifa málstað sinn heilagan sjá enga ástæðu til að rökstyðja hann á óhliðhollum vettvangi. Þetta bergmálshellaheilkenni hefur átt ríkan þátt í að grafa gjánna milli ólíkra sjónarmiða, og nú getum við varla minnst á þjóðfélagsumræðuna án þess að tala um „menningarstríð.“ Þegar málsvarar ólíkra þjóðfélagshópa finnast þeir yfir það hafnir að þýða málstað sinn yfir á tungumál sem aðrir þjóðfélagshópar skilja hrekkur þjóðfélagsumræðan í tilgangslaust skilgreingarstríð, þar sem andverðir pólar skiptast á einræðum, skoðanaskipti víkja fyrir viðhorfsyfirlýsingum, algóriþmískar netleiðir breyta þjóðfélagshópum í markhópa og markhópameðvitund stjórnmálamanna lamar umræðuna. Móralskt yfirlæti dyggðaskreyttra vinstrimanna er álíka algóryþmískt og sjálfsvorkunarrant hægrimanna um þöggunartilburði woke-sins. Báðar hliðar telja heimsmynd sinni ógnað af óæðri hugmyndafræði, báðar álíta sig kyndilbera hins siðmenntaða samfélags og rétthafar framtíðarinnar. Flokkun landsmanna í hægri og vinstri er auðvitað hluti vandans, slík tvíhyggja er í eðli sínu popúlísk því hún gefur sér að pólitík sér álíka einföld og íþróttakeppni, þar sem tvö lið berjast til sigurs þar til annað sigrar. En pólitík er ekki leikur, pólitík er vettvangur þar sem skipulagning samfélagsins á sér stað. Lýðræðislegt velferðarsamfélag grundvallast á hæfni okkar til að vega og meta ólíka hagsmuni ólíkra þjóðfélagshópa til að stuðla að einhverskonar jafnvægi - en hvað verður um þessa hæfni þegar lögmál athyglishagkerfisins gerir okkur þröngsýnni og afdráttarlausari? Kannski er þessi svartsýni enn ein aukaverkunin af algóriþmískum veruleika, en á meðan önnur vestræn lýðræðisríki þróast í átt að hernaðardrifnum alræðisríkjum er ekki nema von að maður spyrji hvort þetta sé hápunktur sundrungarinnar, eða hvort hún sé rétt að byrja. Höfundur er listmálari
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun