Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar 9. október 2025 19:01 Á undanförnum árum hefur orðið mikil aukning í byggingu íbúða á Íslandi, einkum í þéttbýli. Þétting byggðar hefur leitt til þess að fjölmargar íbúðir rísa nú á svæðum sem þegar voru mótuð af byggð. Þar er rými milli bygginga oft takmarkað og ásýnd hverfa mótast af fjölbreyttum byggingarstílum og hæðum. Þessi þróun getur stuðlað að betri landnotkun og nýtingu innviða ef farið er rétt að hlutunum en felur jafnframt í sér nýjar áskoranir fyrir hönnuði og skipulagsyfirvöld. Ein af þeim áskorunum er dagsbirtan en það sem skiptir máli fyrir íbúana er hvernig megi tryggja góða dagsbirtu inni í húsunum. Nýlega var gefin út skýrsla með niðurstöðum rannsóknarverkefnis sem nefnist „Dagsbirta í íbúðarbyggð við íslenskar aðstæður“.Í skýrslunni kemur meðal annars fram að dagsbirtan gerir okkur kleift að skynja form, liti og hreyfingu sem dregur úr streitu og slysum. Einnig stjórnar sólarljósið dægursveiflum eða innri „klukku“ líkamans sem samhæfir svefn, vöku, hormóna, efnaskipti og tilfinningalegt jafnvægi. Þannig bætir morgunbirtan árvekni og svefn en kvöldbirtan undirbýr líkamann fyrir hvíld. Það gefur því auga leið að það er mikilvægt að huga markvisst að dagsbirtuhönnun strax á skipulags- og hönnunarstigum húsa. Hvernig tryggjum við að svo sé gert? Í núgildandi byggingarreglugerð er umfjöllun um dagsbirtu af skornum skammti. Grein 6.7.2. segir að „samanlagt ljósop glugga hvers íbúðarherbergis skuli ekki vera minna en sem svarar til 1/10 af gólffleti þess, þó aldrei minna en 1m2.“ Auk þess segir að íbúðir skuli njóta „fullnægjandi birtuskilyrða og loftskipta“ og að „í djúpum byggingum beri að huga sérstaklega að aukinni lofthæð svo að dagsbirtu gæti innan íbúðar.“ Sérfræðingar hafa gagnrýnt þessar kröfur og segja þær mjög takmarkaðar og ófullnægjandi. Vinna við endurskoðun hefur þó verið hafin en í dag er ár síðan tillagan var birt í samráðsgátt. Þar er lagt til að bæta við nýjum kafla í byggingarreglugerð þar sem skýrar kröfur eru gerðar til dagsbirtu í íverurýmum. Í einhverjum tilfellum hefur skortur á kröfum um dagsbirtu haft sýnileg áhrif á gæði nýrra íbúða og byggðar. Umhverfisvottanir, eins og Svanurinn, BREEAM og fleiri, ganga almennt lengra en reglugerðir. Þegar kemur að byggingum er það bæði til að tryggja góða innivist og stuðla að heilsusamlegu og sjálfbæru umhverfi. Í Svansvottuðum byggingum er krafa gerð um að birta eða svokallað dagsbirtugildi sé reiknað fyrir helstu íverurými bygginga. Það segir til um hversu mikið náttúrulegt ljós frá himni nær inn í herbergi miðað við dagsbirtuna úti. Gildið þarf að vera innan ákveðinna marka: Ekki of lágt því það segir okkur að rýmið njóti ekki nægilegrar dagsbirtu Ekki of hátt af því að það getur orðið til þess að rými séu of björt og að þau geti ofhitnað Til að tryggja að gildin séu innan marka þarf að huga að þessu í hönnunarferlinu. Það getur orðið til þess að hönnuðir þurfi að aðlaga lögun, dýpt íbúða, gluggastærð og fleira til að ná settum markmiðum. Í vottunarferlinu þarf svo að sýna fram á útreikninga sem staðfesta gildin. Allar Svansvottaðar nýbyggingar þurfa að standast kröfur um dagsbirtu, sem tryggir að hönnun taki mið af líðan og heilsu fólks. Með því að gera dagsbirtu að mælanlegri og ófrávíkjanlegri kröfu stuðlar Svansvottunin að bættri innivist, minni þörf á raflýsingu og heilnæmari byggingum þar sem fólk upplifir jafnvægi og vellíðan í daglegu lífi. Nú þegar hefur töluverður fjöldi Svansvottaðra íbúða komið á markað hér á landi, sem sýnir að byggingargeirinn er smám saman að tileinka sér þessar áherslur - sem skilar sér í betri byggingum. Höfundur er sérfræðingur hjá Umhverfis- og orkustofnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Á undanförnum árum hefur orðið mikil aukning í byggingu íbúða á Íslandi, einkum í þéttbýli. Þétting byggðar hefur leitt til þess að fjölmargar íbúðir rísa nú á svæðum sem þegar voru mótuð af byggð. Þar er rými milli bygginga oft takmarkað og ásýnd hverfa mótast af fjölbreyttum byggingarstílum og hæðum. Þessi þróun getur stuðlað að betri landnotkun og nýtingu innviða ef farið er rétt að hlutunum en felur jafnframt í sér nýjar áskoranir fyrir hönnuði og skipulagsyfirvöld. Ein af þeim áskorunum er dagsbirtan en það sem skiptir máli fyrir íbúana er hvernig megi tryggja góða dagsbirtu inni í húsunum. Nýlega var gefin út skýrsla með niðurstöðum rannsóknarverkefnis sem nefnist „Dagsbirta í íbúðarbyggð við íslenskar aðstæður“.Í skýrslunni kemur meðal annars fram að dagsbirtan gerir okkur kleift að skynja form, liti og hreyfingu sem dregur úr streitu og slysum. Einnig stjórnar sólarljósið dægursveiflum eða innri „klukku“ líkamans sem samhæfir svefn, vöku, hormóna, efnaskipti og tilfinningalegt jafnvægi. Þannig bætir morgunbirtan árvekni og svefn en kvöldbirtan undirbýr líkamann fyrir hvíld. Það gefur því auga leið að það er mikilvægt að huga markvisst að dagsbirtuhönnun strax á skipulags- og hönnunarstigum húsa. Hvernig tryggjum við að svo sé gert? Í núgildandi byggingarreglugerð er umfjöllun um dagsbirtu af skornum skammti. Grein 6.7.2. segir að „samanlagt ljósop glugga hvers íbúðarherbergis skuli ekki vera minna en sem svarar til 1/10 af gólffleti þess, þó aldrei minna en 1m2.“ Auk þess segir að íbúðir skuli njóta „fullnægjandi birtuskilyrða og loftskipta“ og að „í djúpum byggingum beri að huga sérstaklega að aukinni lofthæð svo að dagsbirtu gæti innan íbúðar.“ Sérfræðingar hafa gagnrýnt þessar kröfur og segja þær mjög takmarkaðar og ófullnægjandi. Vinna við endurskoðun hefur þó verið hafin en í dag er ár síðan tillagan var birt í samráðsgátt. Þar er lagt til að bæta við nýjum kafla í byggingarreglugerð þar sem skýrar kröfur eru gerðar til dagsbirtu í íverurýmum. Í einhverjum tilfellum hefur skortur á kröfum um dagsbirtu haft sýnileg áhrif á gæði nýrra íbúða og byggðar. Umhverfisvottanir, eins og Svanurinn, BREEAM og fleiri, ganga almennt lengra en reglugerðir. Þegar kemur að byggingum er það bæði til að tryggja góða innivist og stuðla að heilsusamlegu og sjálfbæru umhverfi. Í Svansvottuðum byggingum er krafa gerð um að birta eða svokallað dagsbirtugildi sé reiknað fyrir helstu íverurými bygginga. Það segir til um hversu mikið náttúrulegt ljós frá himni nær inn í herbergi miðað við dagsbirtuna úti. Gildið þarf að vera innan ákveðinna marka: Ekki of lágt því það segir okkur að rýmið njóti ekki nægilegrar dagsbirtu Ekki of hátt af því að það getur orðið til þess að rými séu of björt og að þau geti ofhitnað Til að tryggja að gildin séu innan marka þarf að huga að þessu í hönnunarferlinu. Það getur orðið til þess að hönnuðir þurfi að aðlaga lögun, dýpt íbúða, gluggastærð og fleira til að ná settum markmiðum. Í vottunarferlinu þarf svo að sýna fram á útreikninga sem staðfesta gildin. Allar Svansvottaðar nýbyggingar þurfa að standast kröfur um dagsbirtu, sem tryggir að hönnun taki mið af líðan og heilsu fólks. Með því að gera dagsbirtu að mælanlegri og ófrávíkjanlegri kröfu stuðlar Svansvottunin að bættri innivist, minni þörf á raflýsingu og heilnæmari byggingum þar sem fólk upplifir jafnvægi og vellíðan í daglegu lífi. Nú þegar hefur töluverður fjöldi Svansvottaðra íbúða komið á markað hér á landi, sem sýnir að byggingargeirinn er smám saman að tileinka sér þessar áherslur - sem skilar sér í betri byggingum. Höfundur er sérfræðingur hjá Umhverfis- og orkustofnun.
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar