Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Magnús Jochum Pálsson skrifar 9. október 2025 13:35 Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir hefur hafið atvinnuleit í kjölfar formlegra endaloka Trés lífsins. Vísir/Egill/Facebook Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir, stofnandi sjálfseignarstofnunar Trés lífsins, hefur tilkynnt um endalok hennar. Hún hafi barist fyrir Tré lífsins í mörg ár en ákvörðunin ekki verið í hennar höndum. Sigríður Bylgja greindi frá fregnunum í færslu á Facebook síðastliðinn þriðjudag. Tré lífsins varð til árið 2014. „Elsku vinir.... Það hefur tekið mig langan tíma að setjast niður og skrifa þessi orð nú þegar stór kaflaskil hafa orðið í mínu lífi. Það er mikilvægt að staldra við, taka sér tíma, melta og skoða hlutina frá ólíkum sjónarhornum þegar slíkt ber að garði,“ skrifar hún í færslunni. Hún segir kaflaskil eðlilegan hluta af lífinu en þessi tilteknu kaflaskil hafi „í sannleika sagt verið frekar erfið“. „Nú er það orðið alveg ljóst að ekki verður af Tré lífsins, samfélagslega frumkvöðlaverkefninu mínu, sem byrjaði sem lítil hugmynd árið 2014 en hefur aldeilis vaxið og dafnað síðan þá. Þau eru því orðin ansi mörg árin sem ég hef verið á vegferð með Tré lífsins og VÁ hvað hún hefur verið mögnuð og gefandi!“ skrifar Sigríður í færslunni. „Ákvörðunin var ekki í mínum höndum“ Sigríður segist hafa öðlast ómetanlegan lærdóm, staðið fyrir fjölmörgum áskorunum, unnið marga sigra og kynnst fjölda fólks sem trúði á framtíðarsýn hennar. Hún hafi gert allt sem hún gat en aðrir komið í veg fyrir að verkefnið yrði að veruleika. „Ég get með sanni sagt að ég gerði mitt allra, allra besta til að gera Tré lífsins að veruleika. Verkefnið var unnið af heilum hug og öllu hjarta, með stuðningi ótal einstaklinga en ákvörðunin var ekki í mínum höndum,“ segir hún. „Við þessi kaflaskil lít ég því yfir farinn veg með mikið þakklæti í hjarta, með dýpri skilning á ólíkum málum og mannlegum samskiptum, með stærri reynslubanka og fleiri vini og kunningja en ég átti fyrir.“ Hún opnar því nýjan kafla í sínu lífi með „fiðrildi í maganum“ og tilbúin að stökkva á tækifærin sem bjóðast. Myndin með færslunni eigi að vera til marks um það og til minna hana á að taka sig ekki of alvarlega. „Atvinnuleitin er formlega hafin og þið megið gjarnan hafa mig í huga fyrir spennandi störf þar sem kraftar mínir og reynsla gætu komið að góðum notum,“ skrifar Sigríður að lokum. Tímamót Kirkjugarðar Tengdar fréttir Stefna á skóflustungu að nýrri bálstofu í haust Forsvarskona og stofnandi Trés lífsins segir að stefnt sé að fyrstu skóflustungu að nýrri bálstofu í haust. Hún vonar að hægt verði að taka bálstofuna í notkun innan tveggja ára. 21. ágúst 2024 14:03 Bíða eftir ákvörðun dómsmálaráðherra um framtíð bálfara: „Það á ekki að þröngva fólki einhverja eina leið“ Tré lífsins vill byggja nýja bálstofu hér á landi sem er óháð öllum trúar- og lífsskoðunarfélögum en undanfarin 74 ár hafa Kirkjugarðar Reykjavíkurprófastsdæma (KGRP) rekið einu bálstofu landsins. Stofnandi Trés lífsins vonast eftir ákvörðun frá dómsmálaráðherra á næstunni en hún segir mikilvægt að bjóða upp á fleiri valmöguleika við lífslok. 21. maí 2022 22:38 Tré lífsins fær grænt ljós á bálstofu í Garðabæ Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur veitt Tré Lífsins samþykki fyrir staðsetningu og skipulagi bálstofu í Rjúpnadal í Garðabæ. Áður hafði grænt ljós fengist frá Garðabæ. 15. október 2021 15:32 Mest lesið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Skilar ánægðara starfsfólki Menning Hundar í sokkabuxum Harmageddon Tónlistarmyndband ársins Bíó og sjónvarp Omam gerir góðverk Lífið Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Spáir Jóhanni Óskarsverðlaunum Lífið Fleiri fréttir Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Sjá meira
Sigríður Bylgja greindi frá fregnunum í færslu á Facebook síðastliðinn þriðjudag. Tré lífsins varð til árið 2014. „Elsku vinir.... Það hefur tekið mig langan tíma að setjast niður og skrifa þessi orð nú þegar stór kaflaskil hafa orðið í mínu lífi. Það er mikilvægt að staldra við, taka sér tíma, melta og skoða hlutina frá ólíkum sjónarhornum þegar slíkt ber að garði,“ skrifar hún í færslunni. Hún segir kaflaskil eðlilegan hluta af lífinu en þessi tilteknu kaflaskil hafi „í sannleika sagt verið frekar erfið“. „Nú er það orðið alveg ljóst að ekki verður af Tré lífsins, samfélagslega frumkvöðlaverkefninu mínu, sem byrjaði sem lítil hugmynd árið 2014 en hefur aldeilis vaxið og dafnað síðan þá. Þau eru því orðin ansi mörg árin sem ég hef verið á vegferð með Tré lífsins og VÁ hvað hún hefur verið mögnuð og gefandi!“ skrifar Sigríður í færslunni. „Ákvörðunin var ekki í mínum höndum“ Sigríður segist hafa öðlast ómetanlegan lærdóm, staðið fyrir fjölmörgum áskorunum, unnið marga sigra og kynnst fjölda fólks sem trúði á framtíðarsýn hennar. Hún hafi gert allt sem hún gat en aðrir komið í veg fyrir að verkefnið yrði að veruleika. „Ég get með sanni sagt að ég gerði mitt allra, allra besta til að gera Tré lífsins að veruleika. Verkefnið var unnið af heilum hug og öllu hjarta, með stuðningi ótal einstaklinga en ákvörðunin var ekki í mínum höndum,“ segir hún. „Við þessi kaflaskil lít ég því yfir farinn veg með mikið þakklæti í hjarta, með dýpri skilning á ólíkum málum og mannlegum samskiptum, með stærri reynslubanka og fleiri vini og kunningja en ég átti fyrir.“ Hún opnar því nýjan kafla í sínu lífi með „fiðrildi í maganum“ og tilbúin að stökkva á tækifærin sem bjóðast. Myndin með færslunni eigi að vera til marks um það og til minna hana á að taka sig ekki of alvarlega. „Atvinnuleitin er formlega hafin og þið megið gjarnan hafa mig í huga fyrir spennandi störf þar sem kraftar mínir og reynsla gætu komið að góðum notum,“ skrifar Sigríður að lokum.
Tímamót Kirkjugarðar Tengdar fréttir Stefna á skóflustungu að nýrri bálstofu í haust Forsvarskona og stofnandi Trés lífsins segir að stefnt sé að fyrstu skóflustungu að nýrri bálstofu í haust. Hún vonar að hægt verði að taka bálstofuna í notkun innan tveggja ára. 21. ágúst 2024 14:03 Bíða eftir ákvörðun dómsmálaráðherra um framtíð bálfara: „Það á ekki að þröngva fólki einhverja eina leið“ Tré lífsins vill byggja nýja bálstofu hér á landi sem er óháð öllum trúar- og lífsskoðunarfélögum en undanfarin 74 ár hafa Kirkjugarðar Reykjavíkurprófastsdæma (KGRP) rekið einu bálstofu landsins. Stofnandi Trés lífsins vonast eftir ákvörðun frá dómsmálaráðherra á næstunni en hún segir mikilvægt að bjóða upp á fleiri valmöguleika við lífslok. 21. maí 2022 22:38 Tré lífsins fær grænt ljós á bálstofu í Garðabæ Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur veitt Tré Lífsins samþykki fyrir staðsetningu og skipulagi bálstofu í Rjúpnadal í Garðabæ. Áður hafði grænt ljós fengist frá Garðabæ. 15. október 2021 15:32 Mest lesið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Skilar ánægðara starfsfólki Menning Hundar í sokkabuxum Harmageddon Tónlistarmyndband ársins Bíó og sjónvarp Omam gerir góðverk Lífið Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Spáir Jóhanni Óskarsverðlaunum Lífið Fleiri fréttir Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Sjá meira
Stefna á skóflustungu að nýrri bálstofu í haust Forsvarskona og stofnandi Trés lífsins segir að stefnt sé að fyrstu skóflustungu að nýrri bálstofu í haust. Hún vonar að hægt verði að taka bálstofuna í notkun innan tveggja ára. 21. ágúst 2024 14:03
Bíða eftir ákvörðun dómsmálaráðherra um framtíð bálfara: „Það á ekki að þröngva fólki einhverja eina leið“ Tré lífsins vill byggja nýja bálstofu hér á landi sem er óháð öllum trúar- og lífsskoðunarfélögum en undanfarin 74 ár hafa Kirkjugarðar Reykjavíkurprófastsdæma (KGRP) rekið einu bálstofu landsins. Stofnandi Trés lífsins vonast eftir ákvörðun frá dómsmálaráðherra á næstunni en hún segir mikilvægt að bjóða upp á fleiri valmöguleika við lífslok. 21. maí 2022 22:38
Tré lífsins fær grænt ljós á bálstofu í Garðabæ Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur veitt Tré Lífsins samþykki fyrir staðsetningu og skipulagi bálstofu í Rjúpnadal í Garðabæ. Áður hafði grænt ljós fengist frá Garðabæ. 15. október 2021 15:32
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“