„Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 7. október 2025 17:32 Sævar Atli Magnússon mætir í landsliðsverkefnið í frábærum gír. Getty/Mike Egerton Sævar Atli Magnússon, eða „Evrópu Sævar“ eins og hann er kallaður af fjölmiðlum í Björgvin í Noregi, er mættur til móts við íslenska landsliðið í banastuði. „Já maður er alveg með sjálfstraust, ég lýg því ekki. Það er búið að ganga mjög vel hjá mér persónulega í Brann og ég er búinn að skora mikið af m örkum“ sagði landsliðsmaðurinn þegar fréttamaður hitti hann á hóteli landsliðsins í dag. Klippa: Sjóðheitur Evrópu Sævar mættur í landsliðsverkefni Sævar hefur verið sjóðheitur síðan hann gekk til liðs við Brann í sumar, skorað tíu mörk í sextán leikjum á tímabilinu og stimplað sig sérstaklega vel inn í Evrópudeildinni með tvö mörk í tveimur leikjum. Honum líður greinilega best undir stjórn Freys Alexanderssonar. „Já, klárlega. Í Lyngby spilaði ég best undir hans stjórn og núna er ég að spila mjög vel. Ég nýtti líka bara traustið frá degi eitt, skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan. Vann mig inn í liðið með mikla samkeppni í Brann, en þarf náttúrulega bara að halda áfram að standa mig.“ Sævar Atli fagnar einu af tíu mörkum sínum á tímabilinu. Brann Hörð samkeppni Með landsliðinu berst Sævar um eina til tvær framherjastöður við þá Andra Lucas Guðjohnsen, Daníel Tristan Guðjohnsen og Brynjólf Andersen Willumsson. Hann sat allan tímann á bekknum í leiknum gegn Aserbaísjan í síðasta mánuði en spilaði síðasta hálftímann í útileiknum gegn Frakklandi, og vonast til að spila sem mest í leikjunum gegn Úkraínu á föstudag og Frakklandi næsta þriðjudag. „Við erum með marga sóknarmenn í hópnum og viljum spila sókndjarfan fótbolta, það er bara geggjað [að hafa svona samkeppni], mér finnst bara gaman að æfa hérna fyrst og fremst en auðvitað geri ég tilkall. Vonast til að byrja inn á eða fá að spila, en ég skil vel að það er mikil barátta um sætin.“ Hagstæð úrslit í síðasta glugga Aðspurður um markmið liðsins í leikjunum tveimur sagði Sævar að stefnan væri sett á sigra, sérstaklega gegn Úkraínu. „Seinasti gluggi var mjög hagstæður fyrir okkur, því þeir gerðu jafntefli á móti Aserbaísjan, þannig að þessi leikur á föstudaginn er gífurlega mikilvægur og við ætlum klárlega bara að sækja til sigurs.“ Leikur Íslands og Úkraínu fer fram á uppseldum Laugardalsvelli næsta föstudag klukkan 18:45 og verður í opinni dagskrá á Sýn Sport. Landslið karla í fótbolta Norski boltinn Mest lesið Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Fleiri fréttir Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Sjá meira
„Já maður er alveg með sjálfstraust, ég lýg því ekki. Það er búið að ganga mjög vel hjá mér persónulega í Brann og ég er búinn að skora mikið af m örkum“ sagði landsliðsmaðurinn þegar fréttamaður hitti hann á hóteli landsliðsins í dag. Klippa: Sjóðheitur Evrópu Sævar mættur í landsliðsverkefni Sævar hefur verið sjóðheitur síðan hann gekk til liðs við Brann í sumar, skorað tíu mörk í sextán leikjum á tímabilinu og stimplað sig sérstaklega vel inn í Evrópudeildinni með tvö mörk í tveimur leikjum. Honum líður greinilega best undir stjórn Freys Alexanderssonar. „Já, klárlega. Í Lyngby spilaði ég best undir hans stjórn og núna er ég að spila mjög vel. Ég nýtti líka bara traustið frá degi eitt, skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan. Vann mig inn í liðið með mikla samkeppni í Brann, en þarf náttúrulega bara að halda áfram að standa mig.“ Sævar Atli fagnar einu af tíu mörkum sínum á tímabilinu. Brann Hörð samkeppni Með landsliðinu berst Sævar um eina til tvær framherjastöður við þá Andra Lucas Guðjohnsen, Daníel Tristan Guðjohnsen og Brynjólf Andersen Willumsson. Hann sat allan tímann á bekknum í leiknum gegn Aserbaísjan í síðasta mánuði en spilaði síðasta hálftímann í útileiknum gegn Frakklandi, og vonast til að spila sem mest í leikjunum gegn Úkraínu á föstudag og Frakklandi næsta þriðjudag. „Við erum með marga sóknarmenn í hópnum og viljum spila sókndjarfan fótbolta, það er bara geggjað [að hafa svona samkeppni], mér finnst bara gaman að æfa hérna fyrst og fremst en auðvitað geri ég tilkall. Vonast til að byrja inn á eða fá að spila, en ég skil vel að það er mikil barátta um sætin.“ Hagstæð úrslit í síðasta glugga Aðspurður um markmið liðsins í leikjunum tveimur sagði Sævar að stefnan væri sett á sigra, sérstaklega gegn Úkraínu. „Seinasti gluggi var mjög hagstæður fyrir okkur, því þeir gerðu jafntefli á móti Aserbaísjan, þannig að þessi leikur á föstudaginn er gífurlega mikilvægur og við ætlum klárlega bara að sækja til sigurs.“ Leikur Íslands og Úkraínu fer fram á uppseldum Laugardalsvelli næsta föstudag klukkan 18:45 og verður í opinni dagskrá á Sýn Sport.
Landslið karla í fótbolta Norski boltinn Mest lesið Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Fleiri fréttir Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Sjá meira