Lífið

Þórunn Elísa­bet og Jón selja í Vestur­bænum

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Íbúðin er smekklega innréttuð á mínímalískan máta.
Íbúðin er smekklega innréttuð á mínímalískan máta.

Fjölmiðlakonan Þórunn Elísabet Bogadóttir og eiginmaður hennar Jón Benediktsson verkfræðingur, hafa sett íbúð sína við Álagranda í Vesturbæ Reykjavíkur á sölu. Ásett verð er 102,5 milljónir.

„Álagrandinn okkar er kominn á sölu og það er opið hús á morgun. Hér er gott að búa, frábærir nágrannar og rólegt hverfi á besta stað,“ skrifar Þórunn Elísabet og deilir fasteignaauglýsingunni á samfélagsmiðlum.

Um er að ræða 111 fermetra endaíbúð í húsi sem var byggt árið 1991. Eignin hefur verið mikið endurnýjuð undanfarin ár á smekklegan máta.

Stofa og borðstofa eru samliggjandi í björtu rými með góðum gluggum og ljósu parketi á gólfi. Þaðan er útgengt á rúmgóðar suðvestur svalir.

Eldhúsið er opið að stofu með notalegum borðkrók. Innréttingin er hvít með góðu skápaplássi og borðplötur úr kvartssteini.

Íbúðin skiptist í þrjú góð svefnherbergi og eitt nýlega endurnýjað baðherbergi, flísalagt í hólf og gólf.

Nánari upplýsingar um eignina má nálgast á fasteignavef Vísis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.