Íslenski heimsmeistarinn í skotfimi er löngu hættur að veiða Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. október 2025 10:02 Jóhannes Frank Jóhannsson með skotblöðin sín en í þessa skotskífu þarf hann að hitta fimm sinnum af hundrað metra færi. Bítið Jóhannes Frank Jóhannsson varð heimsmeistari á dögunum í nákvæmnisskotfimi með rifflum í léttum flokki. Mótið fór fram í St. Louis í Bandaríkjunum. Jóhannes Frank mætti í Bítið á Bylgjunni og ræddi við Heimi Karlsson og Lilju Katrínu Gunnarsdóttur um árangur sinn. Jóhannes þurfti að útskýra aðeins íþrótt sína. „Þetta gengur út á það að skjóta fimm skotum á hundrað metrum eða hundrað jördum og reyna að hitta fyrstu kúluholuna aftur og aftur,“ sagði Jóhannes. „Riffillinn er settur á borð í rest og hann rennur fram og til baka í sandpokum. Til þess að ná álaginu niður þá er þetta gert svona. Þetta er svona eins og Formúla eitt ef ég líki þessu við eitthvað. Við reynum að ná öllu sem hægt er að ná út úr rifflinum í nákvæmni,“ sagði Jóhannes. Hitta á bara nákvæmlega sama stað „Þetta er hundrað metra færi þannig að þú skýtur einni kúlu. Þú þarft að hitta hinum fjórum á bara nákvæmlega sama stað. Það er það sem við erum að reyna að gera,“ sagði Jóhannes og þeir fá sjö mínútur til þess. „Þetta er allt utandyra og við notum vindflögg. Við þurfum að geta lesið vindinn og metið hvenær hentar best að skjóta. Og reikna með honum. Miða upp í eða til hliðar, hvernig sem hentar,“ sagði Jóhannes. Hann náði sér mjög vel á strik. „Þetta er minn besti persónulegi árangur. Ég hef ekki náð að gera þetta einu sinni í æfingu,“ sagði Jóhannes en hvernig var samkeppnin? Allir þeir bestu á einum stað „Þetta er svona kannski eins og þú tækir bestu golfleikara saman í heiminum og settir á einn stað. Þetta var á heimavelli Ameríkananna sem eru allra bestir í þessu. Ég var í öðru sæti í heildina en ég var heimsmeistari í léttum riffli,“ sagði Jóhannes. „Ég er búinn að keppa við þessa karla nokkrum sinnum á síðustu tveimur heimsmeistaramótum og Evrópumótum. Þeir þekkja mig. Og ég er búinn að vera á topp tuttugu í öllum þessum mótum og það var stefnt á að ég yrði topp tuttugu eða topp tíu í þessu móti,“ sagði Jóhannes en árangurinn varð enn betri. „Ég bjóst ekki við þessu sem sagt í rauninni fyrr en áður en úrslitin komu í ljós þá vissi ég nokkurn veginn að ég var mjög ofarlega. Ég skoðaði aldrei hvar ég var staddur í röðinni en ég forðast það eins og ég get,“ sagði Jóhannes þannig að niðurstaðan kom skemmtilega á óvart. Kunnátta Jóhannesar ætti að koma sér vel við veiðar en hann stundar þær þó ekki. Getur alveg þessa tækni í hvaða veiðiskap sem er „Ég er löngu hættur að veiða og er bara að stunda þessa pappírskotfimi en ég get alveg notað þessa tækni í hvaða veiðiskap sem er,“ sagði Jóhannes. Hann þarf mikla einbeitingu í keppnina. „Þú þarft að hreinsa hugann svolítið. Ég tala við sjálfan mig stundum þegar ég er á þessu. Ég er ekki með þjálfara og það er enginn með mér. Þannig að ég, já, það er mikilvægt að tæma hugann og það má ekkert skeika í þessu,“ sagði Jóhannes. Hann sagði að við Íslendingar eigum einnig þátt í þróun íþróttarinnar. Íslendingur fann þetta upp „Þetta er ekki ný íþrótt á Íslandi, er mjög gömul íþrótt hér og hefur verið stunduð í fimmtíu ár. Og við áttum til dæmis, Íslendingar eiga átt við mann sem heitir Jóhannes Hallgrímsson og hérna hann fann upp þessa aðferð til að búa til þessa kúlu sem við notum. Þetta eru allt handgerðar kúlur. Já, hann var í Bandaríkjunum mörgum árum síðan. Þannig að við eigum mikinn þátt í að það sé hægt að gera þetta í dag,“ sagði Jóhannes en þá má hlusta á allt viðtalið hér fyrir ofan. Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Fleiri fréttir Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Ráku þjálfarann eftir enn ein vonbrigðin Guéhi genginn til liðs við City „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Bað um að fara frá Keflavík Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Jón Erik skíðaði sig inn á Ólympíuleikana Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Ótrúlegt hetjukast varð að engu Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Dagskráin í dag: Enski boltinn og stjörnurnar í pílukasti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Sjá meira
Jóhannes Frank mætti í Bítið á Bylgjunni og ræddi við Heimi Karlsson og Lilju Katrínu Gunnarsdóttur um árangur sinn. Jóhannes þurfti að útskýra aðeins íþrótt sína. „Þetta gengur út á það að skjóta fimm skotum á hundrað metrum eða hundrað jördum og reyna að hitta fyrstu kúluholuna aftur og aftur,“ sagði Jóhannes. „Riffillinn er settur á borð í rest og hann rennur fram og til baka í sandpokum. Til þess að ná álaginu niður þá er þetta gert svona. Þetta er svona eins og Formúla eitt ef ég líki þessu við eitthvað. Við reynum að ná öllu sem hægt er að ná út úr rifflinum í nákvæmni,“ sagði Jóhannes. Hitta á bara nákvæmlega sama stað „Þetta er hundrað metra færi þannig að þú skýtur einni kúlu. Þú þarft að hitta hinum fjórum á bara nákvæmlega sama stað. Það er það sem við erum að reyna að gera,“ sagði Jóhannes og þeir fá sjö mínútur til þess. „Þetta er allt utandyra og við notum vindflögg. Við þurfum að geta lesið vindinn og metið hvenær hentar best að skjóta. Og reikna með honum. Miða upp í eða til hliðar, hvernig sem hentar,“ sagði Jóhannes. Hann náði sér mjög vel á strik. „Þetta er minn besti persónulegi árangur. Ég hef ekki náð að gera þetta einu sinni í æfingu,“ sagði Jóhannes en hvernig var samkeppnin? Allir þeir bestu á einum stað „Þetta er svona kannski eins og þú tækir bestu golfleikara saman í heiminum og settir á einn stað. Þetta var á heimavelli Ameríkananna sem eru allra bestir í þessu. Ég var í öðru sæti í heildina en ég var heimsmeistari í léttum riffli,“ sagði Jóhannes. „Ég er búinn að keppa við þessa karla nokkrum sinnum á síðustu tveimur heimsmeistaramótum og Evrópumótum. Þeir þekkja mig. Og ég er búinn að vera á topp tuttugu í öllum þessum mótum og það var stefnt á að ég yrði topp tuttugu eða topp tíu í þessu móti,“ sagði Jóhannes en árangurinn varð enn betri. „Ég bjóst ekki við þessu sem sagt í rauninni fyrr en áður en úrslitin komu í ljós þá vissi ég nokkurn veginn að ég var mjög ofarlega. Ég skoðaði aldrei hvar ég var staddur í röðinni en ég forðast það eins og ég get,“ sagði Jóhannes þannig að niðurstaðan kom skemmtilega á óvart. Kunnátta Jóhannesar ætti að koma sér vel við veiðar en hann stundar þær þó ekki. Getur alveg þessa tækni í hvaða veiðiskap sem er „Ég er löngu hættur að veiða og er bara að stunda þessa pappírskotfimi en ég get alveg notað þessa tækni í hvaða veiðiskap sem er,“ sagði Jóhannes. Hann þarf mikla einbeitingu í keppnina. „Þú þarft að hreinsa hugann svolítið. Ég tala við sjálfan mig stundum þegar ég er á þessu. Ég er ekki með þjálfara og það er enginn með mér. Þannig að ég, já, það er mikilvægt að tæma hugann og það má ekkert skeika í þessu,“ sagði Jóhannes. Hann sagði að við Íslendingar eigum einnig þátt í þróun íþróttarinnar. Íslendingur fann þetta upp „Þetta er ekki ný íþrótt á Íslandi, er mjög gömul íþrótt hér og hefur verið stunduð í fimmtíu ár. Og við áttum til dæmis, Íslendingar eiga átt við mann sem heitir Jóhannes Hallgrímsson og hérna hann fann upp þessa aðferð til að búa til þessa kúlu sem við notum. Þetta eru allt handgerðar kúlur. Já, hann var í Bandaríkjunum mörgum árum síðan. Þannig að við eigum mikinn þátt í að það sé hægt að gera þetta í dag,“ sagði Jóhannes en þá má hlusta á allt viðtalið hér fyrir ofan.
Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Fleiri fréttir Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Ráku þjálfarann eftir enn ein vonbrigðin Guéhi genginn til liðs við City „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Bað um að fara frá Keflavík Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Jón Erik skíðaði sig inn á Ólympíuleikana Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Ótrúlegt hetjukast varð að engu Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Dagskráin í dag: Enski boltinn og stjörnurnar í pílukasti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Sjá meira