„Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 7. október 2025 08:14 Lea Björt er meðal keppenda í Ungfrú Ísland Teen. „Ég get ekki annað sagt en að það sé lífsins lukka að hafa hana í lífi mínu,“ segir Lea Björt Axelsdóttir, nemi og Ungfrú Gullfoss, um litlu systur sína sem er með Downs-heilkennið. Lea Björt segist brenna fyrir málefni fatlaðra, þar sem þau standi henni mjög nærri. Fegurðarsamkeppnin Ungfrú Ísland Teen verður haldin í fyrsta skipti þann 21. október næstkomandi og fer fram í Gamla bíói. Keppendur eru þrjátíu talsins og eru á aldrinum 16 til 19 ára. Lífið á Vísi ræðir við stúlkurnar sem keppast um titilinn Ungfrú Ísland Teen og fáum að kynnast þeim aðeins betur. Fullt nafn: Lea Björt Axelsdóttir. Aldur: 16 ára gömul. Starf eða skóli: Ég er nemandi í MS og vinn með skóla í ísbúðinni Fákafeni. Hvernig myndir þú lýsa sjálfri þér í þremur orðum? Snyrtipinni, glaðlynd og þrjósk. Hvað kæmi fólki mest á óvart að vita um þig? Að ég sef með bangsa. Hver er fyrirmynd þín í lífinu? Pabbi minn, því við erum svo ótrúlega lík og eigum það til að hugsa eins. Hvað hefur mótað þig mest? Ætli það séu ekki systur mínar. Við erum allar mjög ólíkar en getum samt ekki verið án hvor annarrar. Ein þeirra er með sérþarfir, svo það þarf að taka sérstakt tillit til hennar. Arnór Trausti Hver er mesta áskorunin sem þú hefur þurft að takast á við, og hvernig komst þú í gegnum hana? Það var þegar afi minn lést fyrir um einu og hálfu ári. Hann var ótrúlega stór hluti af lífi mínu og fjölskyldunnar okkar. Við spjölluðum oft og mikið þegar hann keyrði mig eða sótti í vinnuna eða á æfingar. Það var mikil gæðastund sem við áttum saman, og svo var hann allt í einu farinn eftir mjög stutt veikindi. Það sem hjálpaði mér mest að komast í gegnum þetta var að tala við fjölskyldu og vini og rifja upp góðu stundirnar sem við áttum. Hverju ertu stoltust af? Ég er stoltust af því að hafa farið ein til Ameríku í alþjóðlegar sumarbúðir í heilan mánuð þegar ég var 14 ára. Það er eitt af því skemmtilegasta sem ég hef gert. Ég kynntist fullt af jafnöldrum víðs vegar að úr heiminum og held enn sambandi við mörg þeirra í dag. Hver er þín mesta gæfa í lífinu? Það er fjölskyldan mín. Ég á bestu foreldrana og bestu systurnar sem hægt er að hugsa sér og er endalaust þakklát fyrir þau. Eitt sem mætti kannski bæta við væri hundur – en það er aldrei að vita nema það gerist einn daginn. Svo er það algjör gæfa að eiga systur sem er með Downs-heilkenni. Ég get ekki annað sagt en að það sé lífsins lukka að hafa hana í lífi mínu. Hvernig tekstu á við stress og álag? Mér finnst best að skipuleggja mig vel svo ég lendi ekki í miklu stressi, þó ég mætti alveg vera duglegri að því. Þegar álagið eykst reyni ég að taka mér tíma til að slaka á og anda djúpt. Það skiptir líka miklu máli að hafa borðað vel. Besta heilræði sem þú hefur fengið? Vertu þú sjálf – það er það besta sem þú getur verið. Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í? Þegar ég var í verslun með fullt af fólki og labbaði á glerið í búðinni í stað þess að ganga í gegnum hurðina. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileika? Ekki beint leyndum hæfileika, en ég er nokkuð góð í að teikna. Hvað finnst þér heillandi í fari fólks? Mér finnst heillandi þegar fólk er gott við aðra. En óheillandi? Mér finnst mjög óheillandi þegar fólk er dónalegt eða ókurteist. Það fer ótrúlega mikið í taugarnar á mér. Hver er þinn helsti ótti? Að fara að sofa og vakna ekki aftur. Hvar sérðu þig eftir tíu ár? Ef ég hefði fengið þessa spurningu fyrir nokkrum árum, þá hefði ég sagt YouTuber í L.A. En í dag langar mig einfaldlega að búa erlendis þegar ég verð eldri. Hvaða tungumál talarðu? Ég tala íslensku og ensku. Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Nautakjöt með bernaisesósu — allan daginn! Hvaða lag tekur þú í karókí? Baby með Justin Bieber. Hver er frægasti einstaklingur sem þú hefur hitt? Ætli það sé ekki bara Bubbi Morthens — en ég hef líka séð Ed Sheeran. Hvort kýst þú að skrifa skilaboð eða eiga samskipti við fólk í eigin persónu? Mér finnst skemmtilegra að eiga samskipti við fólk, en ég á það til að nýta mér kannski aðeins of mikið að senda skilaboð. Ef þú fengir tíu milljónir til umráða, hvað myndirðu gera við peningana? Ég myndi ferðast og fara í heimsreisu. Hvað var það sem vakti áhuga þinn á keppninni? Það var systir mín — hún keppti í Ungfrú Ísland í vor og vakti áhuga minn á þessari keppni. Hvað ertu búin að læra í ferlinu? Heilan helling! Til dæmis að koma fram, fara út fyrir þægindarammann, vera opnari, æfa sjálfsvörn, tala fyrir framan aðra og margt fleira. Hvaða samfélagslega málefni brennur þú fyrir? Málefni fatlaðra, þar sem það stendur mér mjög nærri. Mér finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig eða barist fyrir sínum réttindum. Þetta snýst um viðhorf, virðingu og tækifæri. Hvaða kosti þarf Ungfrú Ísland Teen að búa yfir? Hún þarf að vera fyrirmynd, gefa af sér, vera sjálfsörugg, jákvæð og geta náð til fólks. Af hverju sækist þú eftir því að vera næsta Ungfrú Ísland Teen? Ég held að ég hafi það sem þarf til að bera þennan titil. Ég myndi leggja mig alla fram í verkefnið – og meira til. Hvað greinir þig frá öðrum keppendum? Ég á systur sem er að keppa með mér líka. Hvert er stærsta vandamálið sem þín kynslóð stendur frammi fyrir? Ætli það sé ekki tæknin. Hún er bæði vandamál og hjálpartæki. Vandinn er sá að við erum orðin svo háð tölvum, símum og allri þeirri tækni sem fylgir, að við gleymum stundum mannlega þættinum. Hins vegar hjálpar tæknin okkur líka mjög mikið í daglegu lífi, svo þetta eru bæði kostir og gallar. Og hvernig mætti leysa það? Við þurfum að finna einhvern meðalveg í þessu öllu saman. Við gætum byrjað á því að leggja símann frá okkur af og til og eiga meiri samskipti við fólkið okkar. Hvað viltu segja við þá sem hafa neikvæða skoðun á fegurðarsamkeppnum? Kynnið ykkur ferlið, talið við þátttakendur og stjórnendur áður en þið dæmið. Ég lofa að ykkur mun snúast hugur! Ungfrú Ísland Tengdar fréttir Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna „Þegar ég keppti í Ungfrú Ísland í fyrsta skipti á síðasta ári var ég mjög kvíðin yfir því að stíga fram með gervifót. Ég geng örlítið öðruvísi og fannst hugmyndin um að ganga á sviði í bikiní ógnvekjandi. Sekúndubroti áður en ég steig inn á sviðið var ég viss um að ég myndi kikna í hnjánum,“ segir hin nítján ára Matthildur Emma Sigurðardóttir spurð um stærstu áskorunina sem hún hefur tekist á við í lífinu. 10. mars 2025 09:02 Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd „Ég brenn fyrir því að efla umræðuna um andlega heilsu og tryggja að allir hafi aðgang að nauðsynlegum stuðningi. Heilbrigt samfélag byrjar á því að öllum líði vel og geti blómstrað innan þess,“ Emilíana Ísis Káradóttir hársnyrtinemi og keppendi í Ungfrú Ísland Teen. 3. október 2025 18:01 „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ „Ég hef lent í ýmsu sem margir unglingar og krakkar geta tengt við, og þess vegna vil ég leggja áherslu á að tala um þau vandamál sem okkar kynslóð stendur frammi fyrir,“ segir Sara Lind Edvinsdóttir, nemi og keppandi í Ungfrú Ísland Teen. Hún segir að einelti hafi haft djúpstæð áhrif á líf hennar og að hún hafi prófað flestar íþróttir sem í boði eru. 1. október 2025 08:13 Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Kossaflens á klúbbnum Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ Lífið Saman á rauða dreglinum Bíó og sjónvarp Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga Lífið Fleiri fréttir Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Sjá meira
Fegurðarsamkeppnin Ungfrú Ísland Teen verður haldin í fyrsta skipti þann 21. október næstkomandi og fer fram í Gamla bíói. Keppendur eru þrjátíu talsins og eru á aldrinum 16 til 19 ára. Lífið á Vísi ræðir við stúlkurnar sem keppast um titilinn Ungfrú Ísland Teen og fáum að kynnast þeim aðeins betur. Fullt nafn: Lea Björt Axelsdóttir. Aldur: 16 ára gömul. Starf eða skóli: Ég er nemandi í MS og vinn með skóla í ísbúðinni Fákafeni. Hvernig myndir þú lýsa sjálfri þér í þremur orðum? Snyrtipinni, glaðlynd og þrjósk. Hvað kæmi fólki mest á óvart að vita um þig? Að ég sef með bangsa. Hver er fyrirmynd þín í lífinu? Pabbi minn, því við erum svo ótrúlega lík og eigum það til að hugsa eins. Hvað hefur mótað þig mest? Ætli það séu ekki systur mínar. Við erum allar mjög ólíkar en getum samt ekki verið án hvor annarrar. Ein þeirra er með sérþarfir, svo það þarf að taka sérstakt tillit til hennar. Arnór Trausti Hver er mesta áskorunin sem þú hefur þurft að takast á við, og hvernig komst þú í gegnum hana? Það var þegar afi minn lést fyrir um einu og hálfu ári. Hann var ótrúlega stór hluti af lífi mínu og fjölskyldunnar okkar. Við spjölluðum oft og mikið þegar hann keyrði mig eða sótti í vinnuna eða á æfingar. Það var mikil gæðastund sem við áttum saman, og svo var hann allt í einu farinn eftir mjög stutt veikindi. Það sem hjálpaði mér mest að komast í gegnum þetta var að tala við fjölskyldu og vini og rifja upp góðu stundirnar sem við áttum. Hverju ertu stoltust af? Ég er stoltust af því að hafa farið ein til Ameríku í alþjóðlegar sumarbúðir í heilan mánuð þegar ég var 14 ára. Það er eitt af því skemmtilegasta sem ég hef gert. Ég kynntist fullt af jafnöldrum víðs vegar að úr heiminum og held enn sambandi við mörg þeirra í dag. Hver er þín mesta gæfa í lífinu? Það er fjölskyldan mín. Ég á bestu foreldrana og bestu systurnar sem hægt er að hugsa sér og er endalaust þakklát fyrir þau. Eitt sem mætti kannski bæta við væri hundur – en það er aldrei að vita nema það gerist einn daginn. Svo er það algjör gæfa að eiga systur sem er með Downs-heilkenni. Ég get ekki annað sagt en að það sé lífsins lukka að hafa hana í lífi mínu. Hvernig tekstu á við stress og álag? Mér finnst best að skipuleggja mig vel svo ég lendi ekki í miklu stressi, þó ég mætti alveg vera duglegri að því. Þegar álagið eykst reyni ég að taka mér tíma til að slaka á og anda djúpt. Það skiptir líka miklu máli að hafa borðað vel. Besta heilræði sem þú hefur fengið? Vertu þú sjálf – það er það besta sem þú getur verið. Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í? Þegar ég var í verslun með fullt af fólki og labbaði á glerið í búðinni í stað þess að ganga í gegnum hurðina. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileika? Ekki beint leyndum hæfileika, en ég er nokkuð góð í að teikna. Hvað finnst þér heillandi í fari fólks? Mér finnst heillandi þegar fólk er gott við aðra. En óheillandi? Mér finnst mjög óheillandi þegar fólk er dónalegt eða ókurteist. Það fer ótrúlega mikið í taugarnar á mér. Hver er þinn helsti ótti? Að fara að sofa og vakna ekki aftur. Hvar sérðu þig eftir tíu ár? Ef ég hefði fengið þessa spurningu fyrir nokkrum árum, þá hefði ég sagt YouTuber í L.A. En í dag langar mig einfaldlega að búa erlendis þegar ég verð eldri. Hvaða tungumál talarðu? Ég tala íslensku og ensku. Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Nautakjöt með bernaisesósu — allan daginn! Hvaða lag tekur þú í karókí? Baby með Justin Bieber. Hver er frægasti einstaklingur sem þú hefur hitt? Ætli það sé ekki bara Bubbi Morthens — en ég hef líka séð Ed Sheeran. Hvort kýst þú að skrifa skilaboð eða eiga samskipti við fólk í eigin persónu? Mér finnst skemmtilegra að eiga samskipti við fólk, en ég á það til að nýta mér kannski aðeins of mikið að senda skilaboð. Ef þú fengir tíu milljónir til umráða, hvað myndirðu gera við peningana? Ég myndi ferðast og fara í heimsreisu. Hvað var það sem vakti áhuga þinn á keppninni? Það var systir mín — hún keppti í Ungfrú Ísland í vor og vakti áhuga minn á þessari keppni. Hvað ertu búin að læra í ferlinu? Heilan helling! Til dæmis að koma fram, fara út fyrir þægindarammann, vera opnari, æfa sjálfsvörn, tala fyrir framan aðra og margt fleira. Hvaða samfélagslega málefni brennur þú fyrir? Málefni fatlaðra, þar sem það stendur mér mjög nærri. Mér finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig eða barist fyrir sínum réttindum. Þetta snýst um viðhorf, virðingu og tækifæri. Hvaða kosti þarf Ungfrú Ísland Teen að búa yfir? Hún þarf að vera fyrirmynd, gefa af sér, vera sjálfsörugg, jákvæð og geta náð til fólks. Af hverju sækist þú eftir því að vera næsta Ungfrú Ísland Teen? Ég held að ég hafi það sem þarf til að bera þennan titil. Ég myndi leggja mig alla fram í verkefnið – og meira til. Hvað greinir þig frá öðrum keppendum? Ég á systur sem er að keppa með mér líka. Hvert er stærsta vandamálið sem þín kynslóð stendur frammi fyrir? Ætli það sé ekki tæknin. Hún er bæði vandamál og hjálpartæki. Vandinn er sá að við erum orðin svo háð tölvum, símum og allri þeirri tækni sem fylgir, að við gleymum stundum mannlega þættinum. Hins vegar hjálpar tæknin okkur líka mjög mikið í daglegu lífi, svo þetta eru bæði kostir og gallar. Og hvernig mætti leysa það? Við þurfum að finna einhvern meðalveg í þessu öllu saman. Við gætum byrjað á því að leggja símann frá okkur af og til og eiga meiri samskipti við fólkið okkar. Hvað viltu segja við þá sem hafa neikvæða skoðun á fegurðarsamkeppnum? Kynnið ykkur ferlið, talið við þátttakendur og stjórnendur áður en þið dæmið. Ég lofa að ykkur mun snúast hugur!
Ungfrú Ísland Tengdar fréttir Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna „Þegar ég keppti í Ungfrú Ísland í fyrsta skipti á síðasta ári var ég mjög kvíðin yfir því að stíga fram með gervifót. Ég geng örlítið öðruvísi og fannst hugmyndin um að ganga á sviði í bikiní ógnvekjandi. Sekúndubroti áður en ég steig inn á sviðið var ég viss um að ég myndi kikna í hnjánum,“ segir hin nítján ára Matthildur Emma Sigurðardóttir spurð um stærstu áskorunina sem hún hefur tekist á við í lífinu. 10. mars 2025 09:02 Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd „Ég brenn fyrir því að efla umræðuna um andlega heilsu og tryggja að allir hafi aðgang að nauðsynlegum stuðningi. Heilbrigt samfélag byrjar á því að öllum líði vel og geti blómstrað innan þess,“ Emilíana Ísis Káradóttir hársnyrtinemi og keppendi í Ungfrú Ísland Teen. 3. október 2025 18:01 „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ „Ég hef lent í ýmsu sem margir unglingar og krakkar geta tengt við, og þess vegna vil ég leggja áherslu á að tala um þau vandamál sem okkar kynslóð stendur frammi fyrir,“ segir Sara Lind Edvinsdóttir, nemi og keppandi í Ungfrú Ísland Teen. Hún segir að einelti hafi haft djúpstæð áhrif á líf hennar og að hún hafi prófað flestar íþróttir sem í boði eru. 1. október 2025 08:13 Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Kossaflens á klúbbnum Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ Lífið Saman á rauða dreglinum Bíó og sjónvarp Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga Lífið Fleiri fréttir Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Sjá meira
Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna „Þegar ég keppti í Ungfrú Ísland í fyrsta skipti á síðasta ári var ég mjög kvíðin yfir því að stíga fram með gervifót. Ég geng örlítið öðruvísi og fannst hugmyndin um að ganga á sviði í bikiní ógnvekjandi. Sekúndubroti áður en ég steig inn á sviðið var ég viss um að ég myndi kikna í hnjánum,“ segir hin nítján ára Matthildur Emma Sigurðardóttir spurð um stærstu áskorunina sem hún hefur tekist á við í lífinu. 10. mars 2025 09:02
Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd „Ég brenn fyrir því að efla umræðuna um andlega heilsu og tryggja að allir hafi aðgang að nauðsynlegum stuðningi. Heilbrigt samfélag byrjar á því að öllum líði vel og geti blómstrað innan þess,“ Emilíana Ísis Káradóttir hársnyrtinemi og keppendi í Ungfrú Ísland Teen. 3. október 2025 18:01
„Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ „Ég hef lent í ýmsu sem margir unglingar og krakkar geta tengt við, og þess vegna vil ég leggja áherslu á að tala um þau vandamál sem okkar kynslóð stendur frammi fyrir,“ segir Sara Lind Edvinsdóttir, nemi og keppandi í Ungfrú Ísland Teen. Hún segir að einelti hafi haft djúpstæð áhrif á líf hennar og að hún hafi prófað flestar íþróttir sem í boði eru. 1. október 2025 08:13