Sport

Fyrrum leik­stjórnandi í NFL deildinni stunginn og hand­tekinn

Árni Jóhannsson skrifar
Mark Sanchez að senda boltann í leik með Jets.
Mark Sanchez að senda boltann í leik með Jets. Vísir / Getty

Mark Sanchez sem kom New York Jets í úrslitaleik AFC deildarinnar í NFL deildinni í tvígang var handtekinn á sjúkrahúsi í Indianapolis. Hann var á sjúkrahúsi til að fá aðhlynningu vegna stungusára sem hann hlaut í áflogum.

Sanchez var staddur í Indianapolis sökum vinnu en hann greinandi á Fox sjónvarpsstöðinni og hafði verið að fjalla um leik Las Vegas Raiders og Idianapolis Colts. Hann hafði lent í áflogum  við annan mann aðfaranótt laugardags og hlotið stungu sár á meðan hinn aðilinn hafði hlotið skurði. Sanchez og fleiri voru í miðbæ Indianapolis að skemmta sér.

Sanchez var handtekinn fyrir minniháttar líkamsárás, að hafa ólöglega farið inn í bíl og ölvun á almannafæri. Leikstjórnandinn fyrrverandi var þó í stöðugu ástandi skv. Fox sjónvarpsstöðinni og hafði ekki verið færður í fangelsi en saksóknarar áttu eftir að taka ákvörðun um ákæru.

Sanchez lék á sínum tíma 62 leiki fyrir New York Jets og sendi boltann yfir 12 þúsund jarda á þeim tíma og kom að 68 snertimörkum. Hann fór og spilaði í Philadelphia, Dallas og Washington áður en hjálmurinn fór á hilluna eftir 10 ára feril í NFL deildinni.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×