Keppa í fimleikum á netinu til að undirbúa sig fyrir HM Ágúst Orri Arnarson skrifar 4. október 2025 09:02 Landsliðskonan Thelma Aðalsteinsdóttir, fjórfaldur Norður-Evrópumeistari á síðasta ári. vísir / ívar Landslið Íslands í áhaldafimleikum eru á leiðinni á heimsmeistaramót í Indónesíu. Stífar æfingar hafa farið fram í allt sumar og lokahönd var lögð á undirbúninginn hérlendis í gær með því að keppa í fimleikakeppni á netinu. „Þeir eru búnir að hanna forrit, þannig að við getum bara verið hér á þessari eyju og gert okkar æfingar. Við tökum upp og svo eru dómarar einhvers staðar úti í heimi sem dæma þetta hjá okkur“ segir landsliðsþjálfarinn Róbert Kristmannsson. Karlalandslið Íslands á HM 2025.Fimleikasamband Íslands „Best væri náttúrulega að ferðast á öll mót, en það getur reynst kostnaðarsamt þannig að við erum að nýta þetta eins mikið og við mögulega getum. Þetta er nýtt af nálinni, búið að vera í kannski eitt og hálft eða tvö ár og við höfum tekið þátt í nokkrum svona mótum.“ Markmiðið að njóta Þrír landsliðsmenn og þrjár landsliðskonur mínu svo ferðast til Malasíu í næstu viku áður en leiðin liggur til Indónesíu þar sem heimsmeistaramótið mun fara fram, í höfuðborginni Jakarta, dagana 19. - 25. október. „Það eru allir frekar spenntir, að fara á stað sem maður myndi annars ekki ferðast til“ segir landsliðskonan Thelma Aðalsteinsdóttir. Kvennalandslið Íslands á HM 2025. Fimleikasamband Íslands „[Markmiðið] er að njóta þess að vera þarna. Það er ekkert undir þannig að við förum bara út og gerum okkar æfingar, það er alveg hægt að komast í úrslit en það eru rosalega margir að keppa þarna. Þannig að við bara gerum okkar og sjáum hvað gerist.“ Brjálað að gera en Balí bíður Samhliða fimleikaferlinum er Thelma í lyfjafræðinámi. Hún fer því beint úr verkefnaviku í háskólanum á heimsmeistaramótið í Indónesíu, en ætlar að slaka vel á eftir það. „Þetta er alveg frekar mikið og reynir mikið á hausinn, að vilja gera bæði hundrað prósent er erfitt og tekur dálítið á… Ég ætla að vera í viku á Balí eftir mótið og er mjög spennt fyrir því.“ Lilja frumsýndi í París Landsliðið keppti á heimsbikarmóti í París í Frakklandi í síðasta mánuði en þar framkvæmdi Ágúst Ingi Davíðsson stórglæsilega hringjaseríu, Atli Snær Valgeirsson var hársbreidd frá úrslitum, Hildur Maja Guðmundsdóttir framkvæmdi flotta æfingu á slá, Thelma Aðalsteinsdóttir tryllti höllina með frábærum gólfæfingum og erfiðri sláaræfingu, Lilja Katrín Gunnarsdóttir lokaði svo deginum með frumsýningu á nýrri gólfæfingu. Lilja Katrín segir betur frá nýju gólfæfingunni og markmiðum sínum á heimsmeistaramótinu í viðtalinu hér fyrir neðan. Klippa: Lilja Katrín frumsýndi nýja gólfæfingu í París Fimleikar Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Fleiri fréttir Fúll markvörður reyndi að fela pökkinn eftir sögulegt mark Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Pálmi í ótímabundið leyfi Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi BKG fer með Íslandsmótið í CrossFit í sundlaug í Hveragerði Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Sjá meira
„Þeir eru búnir að hanna forrit, þannig að við getum bara verið hér á þessari eyju og gert okkar æfingar. Við tökum upp og svo eru dómarar einhvers staðar úti í heimi sem dæma þetta hjá okkur“ segir landsliðsþjálfarinn Róbert Kristmannsson. Karlalandslið Íslands á HM 2025.Fimleikasamband Íslands „Best væri náttúrulega að ferðast á öll mót, en það getur reynst kostnaðarsamt þannig að við erum að nýta þetta eins mikið og við mögulega getum. Þetta er nýtt af nálinni, búið að vera í kannski eitt og hálft eða tvö ár og við höfum tekið þátt í nokkrum svona mótum.“ Markmiðið að njóta Þrír landsliðsmenn og þrjár landsliðskonur mínu svo ferðast til Malasíu í næstu viku áður en leiðin liggur til Indónesíu þar sem heimsmeistaramótið mun fara fram, í höfuðborginni Jakarta, dagana 19. - 25. október. „Það eru allir frekar spenntir, að fara á stað sem maður myndi annars ekki ferðast til“ segir landsliðskonan Thelma Aðalsteinsdóttir. Kvennalandslið Íslands á HM 2025. Fimleikasamband Íslands „[Markmiðið] er að njóta þess að vera þarna. Það er ekkert undir þannig að við förum bara út og gerum okkar æfingar, það er alveg hægt að komast í úrslit en það eru rosalega margir að keppa þarna. Þannig að við bara gerum okkar og sjáum hvað gerist.“ Brjálað að gera en Balí bíður Samhliða fimleikaferlinum er Thelma í lyfjafræðinámi. Hún fer því beint úr verkefnaviku í háskólanum á heimsmeistaramótið í Indónesíu, en ætlar að slaka vel á eftir það. „Þetta er alveg frekar mikið og reynir mikið á hausinn, að vilja gera bæði hundrað prósent er erfitt og tekur dálítið á… Ég ætla að vera í viku á Balí eftir mótið og er mjög spennt fyrir því.“ Lilja frumsýndi í París Landsliðið keppti á heimsbikarmóti í París í Frakklandi í síðasta mánuði en þar framkvæmdi Ágúst Ingi Davíðsson stórglæsilega hringjaseríu, Atli Snær Valgeirsson var hársbreidd frá úrslitum, Hildur Maja Guðmundsdóttir framkvæmdi flotta æfingu á slá, Thelma Aðalsteinsdóttir tryllti höllina með frábærum gólfæfingum og erfiðri sláaræfingu, Lilja Katrín Gunnarsdóttir lokaði svo deginum með frumsýningu á nýrri gólfæfingu. Lilja Katrín segir betur frá nýju gólfæfingunni og markmiðum sínum á heimsmeistaramótinu í viðtalinu hér fyrir neðan. Klippa: Lilja Katrín frumsýndi nýja gólfæfingu í París
Fimleikar Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Fleiri fréttir Fúll markvörður reyndi að fela pökkinn eftir sögulegt mark Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Pálmi í ótímabundið leyfi Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi BKG fer með Íslandsmótið í CrossFit í sundlaug í Hveragerði Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Sjá meira