Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 2. október 2025 18:01 Í liðinni viku sat ég allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna sem utanríkisráðherra og fulltrúi Íslands. Dagskráin var þéttskipuð frá morgni til kvölds, og allar vökustundir nýttar til að mynda tengsl, eiga samtal, lesa salinn, koma sjónarmiðum okkar á framfæri, skilja betur önnur sjónarmið og verja hagsmuni Íslands. Standa með okkar gildum og láta rödd okkar heyrast. Enda skiptir það gríðarlega miklu máli. Allt eða ekkert Mitt í þeytivindu þinghaldsins, hliðarfunda og hliðarhliðarfunda er auðvelt að sveiflast milli þess að þykja viðburðir sem þessir skipta engu máli eða öllu máli. En sannleikurinn er sá að þessi vettvangur hefur verið lífsnauðsynlegur fyrir hagsmuni Íslands - lítið ríki sem byggir sjálfstæði sitt og velsæld á því að alþjóðalög séu virt. Þessi vettvangur skiptir líka máli í mun stærra samhengi. Við megum ekki leyfa okkur að líta það kaldranalegum augum að Sameinuðu þjóðirnar voru stofnaðar, fyrir áttatíu árum, til að standa vörð um frið í heiminum. Það eftir tvær heimsstyrjaldir á fyrri hluta aldarinnar sem skildu heimsbyggðina eftir á siðferðislegu ögnstræti gereyðingar. Virðing fyrir mannlegri reisn er kjarninn í sáttmála Sameinuðu þjóðanna og minnir okkur á að alþjóðlegt samstarf snýst ekki um stofnanir í sjálfu sér, heldur fólk. Venjulegt fólk sem býr við meira frelsi, öryggi og velsæld þegar þjóðir velja samvinnu umfram átök, virðingu umfram valdbeitingu og reglur umfram kúgun. Átök og nýjar áskoranir Það hriktir í undirstöðum alþjóðakerfsins sem byggst hefur upp frá seinna stríði þar sem grundvallarreglur um sjálfsákvörðunarrétt og jafnan rétt þjóða eiga sífellt undir högg að sækja. Og í sumum tilfellum hefur algjörlega verið litið framhjá þeim. Vaxandi einangrunarhyggja og stórveldabrölt hefur lamað öryggisráð Sameinuðu þjóðanna og gert því illmögulegt að standa fyllilega með grunngildum sáttmálans. Sem ýtir eðlilega undir vantraust hjá venjulegu fólki á kerfi sem hefur á sama tíma fært okkur svo margt síðastliðin 80 ár. Þetta er eitruð blanda sem ýtir undir þá sem eru sterkir og stórir á kostnað þeirra sem eru veikari og viðkvæmari fyrir. Innrás Rússlands í Úkraínu, hernaðaraðgerðir Ísraels á Gasa og átök í Súdan, eru skýr dæmi um aukið skeytingarleysi fyrir alþjóðalögum sem er djúpstæð ógn við öryggi okkar allra. Þar að auki þarf heimsbyggðin að horfast í augu við nýjar áskoranir sem fylgja hraðri framþróun gervigreindar sem er leidd áfram af alþjóðlegum stórfyrirtækjum sem starfa þvert á landamæri og móta daglegt líf okkar í auknum mæli án nægilegrar ábyrgðar eða siðferðislegra takmarkanna. Þar þarf alþjóðakerfið að stíga inn. Finnum leiðina áfram Einmitt þess vegna var mikilvægt að finna að fulltrúar bandalagsþjóða okkar, og leiðtogar þeirra flestra, sjá mikilvægi þessa vettvangs og grunngildanna sem verið er að standa vörð um sömu augum og við. Þar var sterkur samhljómur - við viljum ekki fara til baka, heldur finna leiðina áfram. En til þess þarf sterka og kærleiksríka leiðtoga sem hafa raunverulega trú á þessum grunngildum og þykir nógu vænt um þau til að leyfa þeim ekki að útvatnast eða smám saman hverfa af sjónarsviðinu. Með því að grafa undan þeim stofnunum sem hafa fært okkur frið, velsæld og aukin mannréttindi síðustu áratugina munu áskoranir sem við stöndum frammi fyrir aðeins dýpka. Það er mikið hagsmunamál fyrir Ísland að styðja við sterkt alþjóðakerfi þar sem aukin samvinna og meiri opnun tryggir áframhaldandi framfarir. Höfundur er utanríkisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Utanríkismál Sameinuðu þjóðirnar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Í liðinni viku sat ég allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna sem utanríkisráðherra og fulltrúi Íslands. Dagskráin var þéttskipuð frá morgni til kvölds, og allar vökustundir nýttar til að mynda tengsl, eiga samtal, lesa salinn, koma sjónarmiðum okkar á framfæri, skilja betur önnur sjónarmið og verja hagsmuni Íslands. Standa með okkar gildum og láta rödd okkar heyrast. Enda skiptir það gríðarlega miklu máli. Allt eða ekkert Mitt í þeytivindu þinghaldsins, hliðarfunda og hliðarhliðarfunda er auðvelt að sveiflast milli þess að þykja viðburðir sem þessir skipta engu máli eða öllu máli. En sannleikurinn er sá að þessi vettvangur hefur verið lífsnauðsynlegur fyrir hagsmuni Íslands - lítið ríki sem byggir sjálfstæði sitt og velsæld á því að alþjóðalög séu virt. Þessi vettvangur skiptir líka máli í mun stærra samhengi. Við megum ekki leyfa okkur að líta það kaldranalegum augum að Sameinuðu þjóðirnar voru stofnaðar, fyrir áttatíu árum, til að standa vörð um frið í heiminum. Það eftir tvær heimsstyrjaldir á fyrri hluta aldarinnar sem skildu heimsbyggðina eftir á siðferðislegu ögnstræti gereyðingar. Virðing fyrir mannlegri reisn er kjarninn í sáttmála Sameinuðu þjóðanna og minnir okkur á að alþjóðlegt samstarf snýst ekki um stofnanir í sjálfu sér, heldur fólk. Venjulegt fólk sem býr við meira frelsi, öryggi og velsæld þegar þjóðir velja samvinnu umfram átök, virðingu umfram valdbeitingu og reglur umfram kúgun. Átök og nýjar áskoranir Það hriktir í undirstöðum alþjóðakerfsins sem byggst hefur upp frá seinna stríði þar sem grundvallarreglur um sjálfsákvörðunarrétt og jafnan rétt þjóða eiga sífellt undir högg að sækja. Og í sumum tilfellum hefur algjörlega verið litið framhjá þeim. Vaxandi einangrunarhyggja og stórveldabrölt hefur lamað öryggisráð Sameinuðu þjóðanna og gert því illmögulegt að standa fyllilega með grunngildum sáttmálans. Sem ýtir eðlilega undir vantraust hjá venjulegu fólki á kerfi sem hefur á sama tíma fært okkur svo margt síðastliðin 80 ár. Þetta er eitruð blanda sem ýtir undir þá sem eru sterkir og stórir á kostnað þeirra sem eru veikari og viðkvæmari fyrir. Innrás Rússlands í Úkraínu, hernaðaraðgerðir Ísraels á Gasa og átök í Súdan, eru skýr dæmi um aukið skeytingarleysi fyrir alþjóðalögum sem er djúpstæð ógn við öryggi okkar allra. Þar að auki þarf heimsbyggðin að horfast í augu við nýjar áskoranir sem fylgja hraðri framþróun gervigreindar sem er leidd áfram af alþjóðlegum stórfyrirtækjum sem starfa þvert á landamæri og móta daglegt líf okkar í auknum mæli án nægilegrar ábyrgðar eða siðferðislegra takmarkanna. Þar þarf alþjóðakerfið að stíga inn. Finnum leiðina áfram Einmitt þess vegna var mikilvægt að finna að fulltrúar bandalagsþjóða okkar, og leiðtogar þeirra flestra, sjá mikilvægi þessa vettvangs og grunngildanna sem verið er að standa vörð um sömu augum og við. Þar var sterkur samhljómur - við viljum ekki fara til baka, heldur finna leiðina áfram. En til þess þarf sterka og kærleiksríka leiðtoga sem hafa raunverulega trú á þessum grunngildum og þykir nógu vænt um þau til að leyfa þeim ekki að útvatnast eða smám saman hverfa af sjónarsviðinu. Með því að grafa undan þeim stofnunum sem hafa fært okkur frið, velsæld og aukin mannréttindi síðustu áratugina munu áskoranir sem við stöndum frammi fyrir aðeins dýpka. Það er mikið hagsmunamál fyrir Ísland að styðja við sterkt alþjóðakerfi þar sem aukin samvinna og meiri opnun tryggir áframhaldandi framfarir. Höfundur er utanríkisráðherra.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun