Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 1. október 2025 14:44 Margrét Kristín segir að það hafi breytt henni að þurfa að fylgjast með hörmungunum á Gasa í tvö ár. Líf hennar hafði öðlast nýja vídd. ísland Palestína „Ég get ekki sagt að ég þekki mig sem sömu manneskju og áður.“ Þetta segir Margrét Kristín Blöndal eða Magga Stína eins og við þekkjum hana flest þegar hún reynir að útskýra fyrir fréttamanni hvernig linnulausar loftárásir Ísraelshers á Gasa síðustu tvö ár hafa breytt henni og hvers vegna hún sem móðir og amma hættir að láta mótmælagöngur duga og leggur upp í leiðangur á átakasvæði. Margrét er stödd um borð í skipinu Samviskunni, úti fyrir ströndum Grikklands, og á leið til Gasa en hún gerir ráð fyrir að komast á áfangastað eftir viku til tíu daga. Skipið er hluti af Frelsisflotanum svokallaða sem samanstendur af um fimmtíu skipum en fólkið sem er um borð í skipunum vill með leiðangrinum reyna að rjúfa herkví og koma hjálpargögnum til fólksins á Gasa. Margrét hefur verið óþreytandi við að knýja á um að íslensk stjórnvöld beiti sér fyrir friði. Við höfum séð hana í myndskeiðum í fréttum og á fréttaljósmyndum ganga fylktu liði í mótmælagöngum og á mótmælum fyrir utan ríkisstjórnarfundi. Það er eitt að mæta á mótmæli en annað að setja sig í hættu með því að sigla inná átakasvæði. Fréttastofa náði tali af Margréti í hádegisfréttum Bylgjunnar þar sem hún útskýrði hvers vegna hún hafi fundið sig knúna til að leggja í þennan leiðangur. Margrét Kristín Blöndal eða Magga Stína eins og hún er kölluð er um borð í skipinu Samviskunni og er á leið til Gasa. Skipið er þessa stundina úti fyrir ströndum Grikklands.ísland palestína „Við getum ekki horft upp á þetta, aðgerðalaus eins og við höfum gert í tvö ár. Þetta eru hryllilegustu glæpir sem hægt er að ímynda sér; glæpir gegn lífinu sjálfu, glæpir gegn mannkyni og það án þess að nokkurt stjórnvald bregðist við.“ Þegar slík staða sé uppi þurfi óbreyttir borgarar að taka við keflinu. „Almenningur hefur risið upp. Milljónir úti um allan heim hafa gengið, hrópað og sýnt stjórnvöldum með öllum þeim hætti sem þeim er möguleg hver vilji almennings er. Þau þola ekki mínútunni lengur að horfa upp á þennan hrylling; þetta þjóðarmorð sem Ísrael er að fremja á Palestínufólki á Gasa og líka á Vesturbakkanum.“ Margrét Kristín hefur mætt á fjölda mótmælafunda til að knýja á um aðgerðir stjórnvalda.Vísir/Vilhelm Nákomnir óttist um líf Möggu Stínu Hún biðlar til stjórnvalda að leggja sitt af mörkum til að reyna að tryggja öryggi frelsisflotans. Þegar hún var spurð hvort hún fyndi fyrir ótta þá svaraði hún því neitandi en sagðist gera sér grein fyrir því hversu skrítið það væri í ljósi þess að hætta steðjaði vissulega að frelsisflotanum. Fólk sem er nákomið henni óttist um hana í þessum leiðangri. „Okkar líf – allra í heiminum - hefur fengið nýja vídd við þessa afhjúpun hryllings sem við höfum verið áhorfendur að síðustu tvö ár,“ segir Margrét sem bætir við að vissulega sé þjáningarsaga Palestínumanna mun lengri en síðustu tvö ár. „En núna á 21 öldinni þá höfum við fylgst með þjóðarmorðinu í beinni útsendingu en ég get ekki sagt að ég þekki mig sem sömu manneskju og áður. Þetta breytir manni því við erum manneskjur. Það er ekki fyrr en við finnum mikið til með öðrum sem við virkilega áttum okkur á því að við erum ein heild.“ Tilveran óbærileg fyrir Palestínumenn Það sé hennar mat að einstaklingshyggja kapítalismans hafi grafið undan þessari tilfinningu á meðal valdastétta en hún finni það sterkt að almenningur finni til samkenndar með palestínsku þjóðinni. „Það er enginn efi. Auðvitað veit ég að fólk nákomið mér óttast um mig en hvernig ímyndar fólk sér að palestínskar fjölskyldur á Íslandi upplifi mánudag, þriðjudag, miðvikudag, fimmtudag, föstudag, laugardag og sunnudag þar sem í gangi er stöðug niðurtalning um hver verði drepinn úr fjölskyldunni í dag, hver verður drepinn úr vinahópnum í dag. Þetta er óbærilegt,“ segir Margrét og bætir við að þetta sé ástæðan fyrir því að innra með henni sé enginn efi og engin spurning um hvort það hafi verið rétt af henni að halda í leiðangurinn til Gasa. Palestína Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Tónlistarkonan og aðgerðasinninn Margrét Kristín Blöndal er nú á leið til Gasa á skipinu Conscience, sem verður hluti af „Frelsisflotanum“ svokallaða. Skipið lagði úr höfn á Ítalíu um klukkan 14 í gær, með um 100 aðgerðasinna, blaðamenn og heilbrigðisstarfsmenn innanborðs. 1. október 2025 06:42 Reyna aftur að sigla til Gasa Aðgerðarsinnar í Freedom Flotilla Coalition hyggjast reyna að sigla aftur til Gasastrandarinnar. Greta Thunberg, sænskur loftlagsaðgerðarsinni, var með í síðustu för hópsins sem endaði á að hópurinn var stöðvaður af ísraelska hernum. 13. júlí 2025 14:44 Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Ísraelsher hefur stöðvað skútuna Handala sem var að ferja barnaformúlu til Gasastrandarinnar. Ísraelska utanríkisráðuneytið segir sjóher landsins hafa stöðvað skútuna „frá því að sigla ólöglega inn á hafsvæði Gasastrandarinnar“ og rjúfa herkví. 27. júlí 2025 08:32 Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fleiri fréttir Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Sjá meira
Margrét er stödd um borð í skipinu Samviskunni, úti fyrir ströndum Grikklands, og á leið til Gasa en hún gerir ráð fyrir að komast á áfangastað eftir viku til tíu daga. Skipið er hluti af Frelsisflotanum svokallaða sem samanstendur af um fimmtíu skipum en fólkið sem er um borð í skipunum vill með leiðangrinum reyna að rjúfa herkví og koma hjálpargögnum til fólksins á Gasa. Margrét hefur verið óþreytandi við að knýja á um að íslensk stjórnvöld beiti sér fyrir friði. Við höfum séð hana í myndskeiðum í fréttum og á fréttaljósmyndum ganga fylktu liði í mótmælagöngum og á mótmælum fyrir utan ríkisstjórnarfundi. Það er eitt að mæta á mótmæli en annað að setja sig í hættu með því að sigla inná átakasvæði. Fréttastofa náði tali af Margréti í hádegisfréttum Bylgjunnar þar sem hún útskýrði hvers vegna hún hafi fundið sig knúna til að leggja í þennan leiðangur. Margrét Kristín Blöndal eða Magga Stína eins og hún er kölluð er um borð í skipinu Samviskunni og er á leið til Gasa. Skipið er þessa stundina úti fyrir ströndum Grikklands.ísland palestína „Við getum ekki horft upp á þetta, aðgerðalaus eins og við höfum gert í tvö ár. Þetta eru hryllilegustu glæpir sem hægt er að ímynda sér; glæpir gegn lífinu sjálfu, glæpir gegn mannkyni og það án þess að nokkurt stjórnvald bregðist við.“ Þegar slík staða sé uppi þurfi óbreyttir borgarar að taka við keflinu. „Almenningur hefur risið upp. Milljónir úti um allan heim hafa gengið, hrópað og sýnt stjórnvöldum með öllum þeim hætti sem þeim er möguleg hver vilji almennings er. Þau þola ekki mínútunni lengur að horfa upp á þennan hrylling; þetta þjóðarmorð sem Ísrael er að fremja á Palestínufólki á Gasa og líka á Vesturbakkanum.“ Margrét Kristín hefur mætt á fjölda mótmælafunda til að knýja á um aðgerðir stjórnvalda.Vísir/Vilhelm Nákomnir óttist um líf Möggu Stínu Hún biðlar til stjórnvalda að leggja sitt af mörkum til að reyna að tryggja öryggi frelsisflotans. Þegar hún var spurð hvort hún fyndi fyrir ótta þá svaraði hún því neitandi en sagðist gera sér grein fyrir því hversu skrítið það væri í ljósi þess að hætta steðjaði vissulega að frelsisflotanum. Fólk sem er nákomið henni óttist um hana í þessum leiðangri. „Okkar líf – allra í heiminum - hefur fengið nýja vídd við þessa afhjúpun hryllings sem við höfum verið áhorfendur að síðustu tvö ár,“ segir Margrét sem bætir við að vissulega sé þjáningarsaga Palestínumanna mun lengri en síðustu tvö ár. „En núna á 21 öldinni þá höfum við fylgst með þjóðarmorðinu í beinni útsendingu en ég get ekki sagt að ég þekki mig sem sömu manneskju og áður. Þetta breytir manni því við erum manneskjur. Það er ekki fyrr en við finnum mikið til með öðrum sem við virkilega áttum okkur á því að við erum ein heild.“ Tilveran óbærileg fyrir Palestínumenn Það sé hennar mat að einstaklingshyggja kapítalismans hafi grafið undan þessari tilfinningu á meðal valdastétta en hún finni það sterkt að almenningur finni til samkenndar með palestínsku þjóðinni. „Það er enginn efi. Auðvitað veit ég að fólk nákomið mér óttast um mig en hvernig ímyndar fólk sér að palestínskar fjölskyldur á Íslandi upplifi mánudag, þriðjudag, miðvikudag, fimmtudag, föstudag, laugardag og sunnudag þar sem í gangi er stöðug niðurtalning um hver verði drepinn úr fjölskyldunni í dag, hver verður drepinn úr vinahópnum í dag. Þetta er óbærilegt,“ segir Margrét og bætir við að þetta sé ástæðan fyrir því að innra með henni sé enginn efi og engin spurning um hvort það hafi verið rétt af henni að halda í leiðangurinn til Gasa.
Palestína Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Tónlistarkonan og aðgerðasinninn Margrét Kristín Blöndal er nú á leið til Gasa á skipinu Conscience, sem verður hluti af „Frelsisflotanum“ svokallaða. Skipið lagði úr höfn á Ítalíu um klukkan 14 í gær, með um 100 aðgerðasinna, blaðamenn og heilbrigðisstarfsmenn innanborðs. 1. október 2025 06:42 Reyna aftur að sigla til Gasa Aðgerðarsinnar í Freedom Flotilla Coalition hyggjast reyna að sigla aftur til Gasastrandarinnar. Greta Thunberg, sænskur loftlagsaðgerðarsinni, var með í síðustu för hópsins sem endaði á að hópurinn var stöðvaður af ísraelska hernum. 13. júlí 2025 14:44 Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Ísraelsher hefur stöðvað skútuna Handala sem var að ferja barnaformúlu til Gasastrandarinnar. Ísraelska utanríkisráðuneytið segir sjóher landsins hafa stöðvað skútuna „frá því að sigla ólöglega inn á hafsvæði Gasastrandarinnar“ og rjúfa herkví. 27. júlí 2025 08:32 Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fleiri fréttir Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Sjá meira
Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Tónlistarkonan og aðgerðasinninn Margrét Kristín Blöndal er nú á leið til Gasa á skipinu Conscience, sem verður hluti af „Frelsisflotanum“ svokallaða. Skipið lagði úr höfn á Ítalíu um klukkan 14 í gær, með um 100 aðgerðasinna, blaðamenn og heilbrigðisstarfsmenn innanborðs. 1. október 2025 06:42
Reyna aftur að sigla til Gasa Aðgerðarsinnar í Freedom Flotilla Coalition hyggjast reyna að sigla aftur til Gasastrandarinnar. Greta Thunberg, sænskur loftlagsaðgerðarsinni, var með í síðustu för hópsins sem endaði á að hópurinn var stöðvaður af ísraelska hernum. 13. júlí 2025 14:44
Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Ísraelsher hefur stöðvað skútuna Handala sem var að ferja barnaformúlu til Gasastrandarinnar. Ísraelska utanríkisráðuneytið segir sjóher landsins hafa stöðvað skútuna „frá því að sigla ólöglega inn á hafsvæði Gasastrandarinnar“ og rjúfa herkví. 27. júlí 2025 08:32