Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 1. október 2025 11:33 Launafólk Alþýðusambands Íslands og BSRB svöruðu könnuninni. Vísir/Ívar Fannar Ný könnun á vegum Alþýðusambands Íslands og BSRB sýnir fram á að breið gjá einkennir stöðu launafólks í landinu. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að fimmtungur foreldra hefur ekki tök á að kaupa afmælisgjafir fyrir börnin sín og að þrátt fyrir að fleiri innflytjendur séu með háskólagráðu heldur en innfæddir eru þeir líklegri til að ná ekki endum saman. Þrjátíu prósent launafólks í Alþýðusambandi Íslands og BSRB ná ekki endum saman með mánaðartekjum sínum samkvæmt nýrri könnun á vegum félaganna. Þau geta því ekki mætt óvæntum útgjöldum upp á hundrað þúsund krónur án þess að skuldsetja sig. Rúmlega tuttugu prósent þeirra búa við verulegan skort á bæði efnislegum og félagslegum gæðum. Þetta kemur fram í árlegri könnun sem framkvæmd er fyrir hönd ASÍ og BSRB af Vörðu - Rannsóknarstofnun vinnumarkaðsins. Samkvæmt fréttatilkynningu sýnir könnunin fram á að breið gjá einkennir stöðu launafólks í landinu. Fimmtungur foreldra sem tóku þátt í könnuninni hefur ekki tök á að halda afmæli eða veislur fyrir barnið sitt né gefa því afmælis- eða jólagjafir. Nítján prósent foreldra geta ekki gefið börnunum sínum eins næringarríkan mat og þau vildu og átján prósent höfðu ekki efni á nauðsynlegum klæðnaði fyrir börnin. „Fjárhagsstaða láglaunafólks er mjög erfið og umtalsverður hluti á vinnumarkaði býr við raunverulegan skort,“ segir í rannsókninni. Almennt fleiri með háskólagráður en búa frekar við skort „Hærra hlutfall innflytjenda en innfæddra er í launuðu starfi á vinnumarkaði (84% á móti 78%) og í 100% starfshlutfalli (82% á móti 74%),“ segir í niðurstöðum kannanarinnar. Af launafólki ASÍ og BSRB eru mun fleiri innflytjendur með menntun á háskólastigi heldur en þeir sem fæddir eru á Íslandi. Hins vegar er hærra hlutfall innflytjenda með lægri atvinnutekjur en um fjörutíu prósent þeirra eru með mánaðartekjur undir fimm hundruð þúsund krónum. Átta prósent innflytjenda eru með tekjur yfir milljón krónur á mánuði en 26 prósent innfæddra Innflytjendur eiga því almennt erfiðara með að ná endum saman og búa frekar við skort á efnislegum og félagslegum gæðum. Fjórðungur þeirra býr í eigin húsnæði en sex af hverjum tíu eru á leigumarkaði. Kvenna- og karlastörf viðhaldast Karlar eru mun líklegri til að starfa hjá einkareknu fyrirtæki heldur en konur en á móti kemur starfa fleiri konur hjá ríki og sveitarfélögum heldur en karlar. Svo virðist sem hin hefðbundnu kvenna- og karlastörf viðhaldist enn. Fleiri konur starfa í heilbrigðisþjónustu, fræðslu og í ræstingum á meðan fleiri karlar starfa við byggingastarfsemi og mannvirkjagerð, stóriðju og almannaöryggi og dómsmál. Mun hærra hlutfall kvenna á erfiðara með að ná endum saman. Þriðjungur karla er með tekjur yfir milljón krónur á mánuði samanborið við eina af tíu konum. Þar af leiðandi eru konur líklegri til að búa við skort á efnislegum og félagslegum gæðum auk þess að hafa ekki efni á grunnþáttum fyrir börnin sín líkt og nauðsynlegum klæðnaði og næringarríkum mat. Félagsmál Innflytjendamál Jafnréttismál Stéttarfélög Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Sjá meira
Þrjátíu prósent launafólks í Alþýðusambandi Íslands og BSRB ná ekki endum saman með mánaðartekjum sínum samkvæmt nýrri könnun á vegum félaganna. Þau geta því ekki mætt óvæntum útgjöldum upp á hundrað þúsund krónur án þess að skuldsetja sig. Rúmlega tuttugu prósent þeirra búa við verulegan skort á bæði efnislegum og félagslegum gæðum. Þetta kemur fram í árlegri könnun sem framkvæmd er fyrir hönd ASÍ og BSRB af Vörðu - Rannsóknarstofnun vinnumarkaðsins. Samkvæmt fréttatilkynningu sýnir könnunin fram á að breið gjá einkennir stöðu launafólks í landinu. Fimmtungur foreldra sem tóku þátt í könnuninni hefur ekki tök á að halda afmæli eða veislur fyrir barnið sitt né gefa því afmælis- eða jólagjafir. Nítján prósent foreldra geta ekki gefið börnunum sínum eins næringarríkan mat og þau vildu og átján prósent höfðu ekki efni á nauðsynlegum klæðnaði fyrir börnin. „Fjárhagsstaða láglaunafólks er mjög erfið og umtalsverður hluti á vinnumarkaði býr við raunverulegan skort,“ segir í rannsókninni. Almennt fleiri með háskólagráður en búa frekar við skort „Hærra hlutfall innflytjenda en innfæddra er í launuðu starfi á vinnumarkaði (84% á móti 78%) og í 100% starfshlutfalli (82% á móti 74%),“ segir í niðurstöðum kannanarinnar. Af launafólki ASÍ og BSRB eru mun fleiri innflytjendur með menntun á háskólastigi heldur en þeir sem fæddir eru á Íslandi. Hins vegar er hærra hlutfall innflytjenda með lægri atvinnutekjur en um fjörutíu prósent þeirra eru með mánaðartekjur undir fimm hundruð þúsund krónum. Átta prósent innflytjenda eru með tekjur yfir milljón krónur á mánuði en 26 prósent innfæddra Innflytjendur eiga því almennt erfiðara með að ná endum saman og búa frekar við skort á efnislegum og félagslegum gæðum. Fjórðungur þeirra býr í eigin húsnæði en sex af hverjum tíu eru á leigumarkaði. Kvenna- og karlastörf viðhaldast Karlar eru mun líklegri til að starfa hjá einkareknu fyrirtæki heldur en konur en á móti kemur starfa fleiri konur hjá ríki og sveitarfélögum heldur en karlar. Svo virðist sem hin hefðbundnu kvenna- og karlastörf viðhaldist enn. Fleiri konur starfa í heilbrigðisþjónustu, fræðslu og í ræstingum á meðan fleiri karlar starfa við byggingastarfsemi og mannvirkjagerð, stóriðju og almannaöryggi og dómsmál. Mun hærra hlutfall kvenna á erfiðara með að ná endum saman. Þriðjungur karla er með tekjur yfir milljón krónur á mánuði samanborið við eina af tíu konum. Þar af leiðandi eru konur líklegri til að búa við skort á efnislegum og félagslegum gæðum auk þess að hafa ekki efni á grunnþáttum fyrir börnin sín líkt og nauðsynlegum klæðnaði og næringarríkum mat.
Félagsmál Innflytjendamál Jafnréttismál Stéttarfélög Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Sjá meira