Fótbolti

Sjáðu endur­komu­sigur Arsenal og fyrsta mark Wat­kins

Siggeir Ævarsson skrifar
Nick Woltemade fagnar fyrsta marki leiksins. Leikmenn Arsenal voru ekki á eitt sáttir með aðdragandann að markinu
Nick Woltemade fagnar fyrsta marki leiksins. Leikmenn Arsenal voru ekki á eitt sáttir með aðdragandann að markinu EPA/GARY OAKLEY

Tveir leikir fóru fram í ensku úrvalsdeildinni í dag. Aston Villa lagði Fulham 3-1 og Newcastle lá heima gegn Arsenal 1-2.

Ollie Watkins kom Aston Villa á bragðið en þetta var fyrsta mark hans í deildinni í vetur eftir 16 marka frammistöðu í fyrra.

Klippa: Aston Villa - Fulham 3-1

Í Newcastle freistuðu heimamenn þess að ná í sinn annan sigur í vetur og voru hársbreidd frá því en tvö mörk frá Arsenal í lokin, þar af sigurmark í uppbótartíma, gerði vonir þeirra að engu.

Klippa: Newcastle - Arsenal 1-2

Síðasti leikur umferðarinnar er leikur Everton og West Ham sem verður að sjálfsögðu í beinni útsendingu á morgun á Sýn Sport og hefst útsendingin klukkan 18:40.


Tengdar fréttir

Dramatík í uppbótartímanum

Newcastle United og Arsenal mættust í ensku úrvalsdeildinni í dag í fjörugum leik þar sem Arsenal stal sigrinum í uppbótartíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×