Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Hinrik Wöhler skrifar 27. september 2025 17:51 Óskar Hrafn Þorvaldsson hefur þrjá leiki til að snúa gengi KR við. Vísir/Anton Brink Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, á stórt verkefni fyrir höndum eftir tap á móti ÍA á Akranesi í dag. KR-ingar eru nú þremur stigum frá öruggu sæti þegar þrjár umferðir eru eftir af Bestu deild karla. „Mér líður ekki sérstaklega vel. Mér fannst við ekki eiga skilið að tapa þessum leik en það er bara niðurstaðan. Nú stöndum við frammi fyrir þremur úrslitaleikjum, það eru níu stig í pottinum. Við ætlum að ná í þau,“ sagði Óskar eftir tapið í dag. Skagamenn skoruðu mörk eftir föst leikatriði og klaufagang í vörn KR og segir Óskar það vera sögu sumarsins. „Við slökkvum á okkur á lykilaugnablikum, það er alveg ljóst. Tvö mörk eftir föst leikatriði og eitt klaufamark. Það er það sem að færir þeim þessi mörk. Svolítið búið að vera saga sumarsins.“ „Núna þurfum að gera okkur grein fyrir því að við þurfum að vinna síðustu þrjá leikina. Ef við gerum það þá verður að koma í ljós hver staðan verður í lokin en það er það eina sem við getum hugsað um í dag,“ sagði Óskar Hrafn. Óskar Hrafn og hans lærisveinar náðu ekki að stöðva spræka Skagamenn í dag.Vísir/Anton Brink Óskar Hrafn hefur ekki nákvæma skýringu á því hvers vegna KR-ingum gengur svona illa að verjast föstum leikatriðum eins og raun ber vitni. „Ef ég væri með nákvæmlega með svarið við því værum við sennilega búnir að laga það. Það er eins og það er, stundum er þetta tómatsósuáhrifin og menn verða litlir í sér.“ KR í Lengjudeild? Meðan á viðtali við Óskar Hrafn stóð heyrðist í stuðningsmönnum ÍA syngja „KR í Lengjudeild“. Hann var í kjölfarið spurður hvort hann teldi hættu á að það gæti orðið að veruleika. „Ef við föllum þá er það út af félagið er á þeim stað sem það á skilið. Ég segi samt, ekki fagna of mikið. Það eru níu stig eftir í pottinum. Ef það er einhver sem þekkir Lengjudeildina vel þá er það Skaginn. Þeir hafa verið þar í mörg ár og vita það að vera þar er enginn dauðadómur yfir félagi.“ KR-ingar eiga þrjá leiki eftir á móti Aftureldingu, ÍBV og Vestra. Ljóst er að Vesturbæingar þurfa að leggja allt í sölurnar til að halda liðinu uppi í deild þeirra bestu. „Auðvitað ætlum við að vinna síðustu þrjá leiki og sjá hvort við verðum áfram meðal þeirra bestu,“ sagði Óskar Hrafn að lokum en viðtalið má sjá hér fyrir neðan. Hér fyrir neðan má svo sjá viðtal við Lárus Orra Sigurðsson, þjálfara ÍA, sem var að vonum sáttur eftir leik. KR ÍA Besta deild karla Mest lesið Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Handbolti Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Handbolti Engar hópferðir Íslendinga til Herning Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
„Mér líður ekki sérstaklega vel. Mér fannst við ekki eiga skilið að tapa þessum leik en það er bara niðurstaðan. Nú stöndum við frammi fyrir þremur úrslitaleikjum, það eru níu stig í pottinum. Við ætlum að ná í þau,“ sagði Óskar eftir tapið í dag. Skagamenn skoruðu mörk eftir föst leikatriði og klaufagang í vörn KR og segir Óskar það vera sögu sumarsins. „Við slökkvum á okkur á lykilaugnablikum, það er alveg ljóst. Tvö mörk eftir föst leikatriði og eitt klaufamark. Það er það sem að færir þeim þessi mörk. Svolítið búið að vera saga sumarsins.“ „Núna þurfum að gera okkur grein fyrir því að við þurfum að vinna síðustu þrjá leikina. Ef við gerum það þá verður að koma í ljós hver staðan verður í lokin en það er það eina sem við getum hugsað um í dag,“ sagði Óskar Hrafn. Óskar Hrafn og hans lærisveinar náðu ekki að stöðva spræka Skagamenn í dag.Vísir/Anton Brink Óskar Hrafn hefur ekki nákvæma skýringu á því hvers vegna KR-ingum gengur svona illa að verjast föstum leikatriðum eins og raun ber vitni. „Ef ég væri með nákvæmlega með svarið við því værum við sennilega búnir að laga það. Það er eins og það er, stundum er þetta tómatsósuáhrifin og menn verða litlir í sér.“ KR í Lengjudeild? Meðan á viðtali við Óskar Hrafn stóð heyrðist í stuðningsmönnum ÍA syngja „KR í Lengjudeild“. Hann var í kjölfarið spurður hvort hann teldi hættu á að það gæti orðið að veruleika. „Ef við föllum þá er það út af félagið er á þeim stað sem það á skilið. Ég segi samt, ekki fagna of mikið. Það eru níu stig eftir í pottinum. Ef það er einhver sem þekkir Lengjudeildina vel þá er það Skaginn. Þeir hafa verið þar í mörg ár og vita það að vera þar er enginn dauðadómur yfir félagi.“ KR-ingar eiga þrjá leiki eftir á móti Aftureldingu, ÍBV og Vestra. Ljóst er að Vesturbæingar þurfa að leggja allt í sölurnar til að halda liðinu uppi í deild þeirra bestu. „Auðvitað ætlum við að vinna síðustu þrjá leiki og sjá hvort við verðum áfram meðal þeirra bestu,“ sagði Óskar Hrafn að lokum en viðtalið má sjá hér fyrir neðan. Hér fyrir neðan má svo sjá viðtal við Lárus Orra Sigurðsson, þjálfara ÍA, sem var að vonum sáttur eftir leik.
KR ÍA Besta deild karla Mest lesið Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Handbolti Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Handbolti Engar hópferðir Íslendinga til Herning Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti