Íslenski boltinn

Lofar æðis­legum leik

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hermann er þjálfari HK.
Hermann er þjálfari HK. Vísir/stefán

„Mér líður bara æðislega og við erum búnir að stefna að þessu síðasta mánuðinn. Við erum statt og stöðugt búnir að stefna að því að koma okkur á Laugardalsvöllinn,“ segir Hermann Hreiðarsson þjálfari HK fyrir úrslitaleikinn gegn Keflavík á Laugardalsvelli á morgun. Sæti í Bestudeildinni er undir.

„Við vildum koma okkur í þennan leik og gefa þessu allan sénsinn,“ segir Hemmi sem þekkir það vel hvernig er að spila leik á Laugardalsvelli.

„Persónulega, þegar ég var að spila landsleiki á móti stærri þjóðunum og það var fullur völlur, þá vissi maður það fyrir fram að við myndum ekki tapa. Maður fann bara orkuna og manni líður vel í svona orku og það er spurning að temja hana og nýta hana.“

Þessir leikir hafa undanfarin tvö ár verið frekar lokaðir, enda mikið undir. Talið er að það lið sem fari upp í efstu deild fái sjötíu milljónir inn í reksturinn við það eitt að vera í Bestu-deildinni.

„Þetta verður æðislegur leikur, hann verður skemmtilegur og ekki leiðinlegur.“

Hér að neðan má sjá viðtalið í heild sinni.

Klippa: Lofar æðislegum leik



Fleiri fréttir

Sjá meira


×