„Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 26. september 2025 08:01 Arna Eiríksdóttir kveður fólkið í Kaplakrika eftir þrjú ár sem leikmaður FH. vísir / guðmundur Arna Eiríksdóttir yfirgaf herbúðir FH og skrifaði undir hjá Vålerenga fyrir tveimur vikum síðan. Hún hefur farið geyst af stað með nýju liði en kemur til með að sakna fólksins í Kaplakrika. Arna spilaði sinn fyrsta leik fyrir norska liðið úti í Ungverjalandi þegar Valeranga tryggði sér sæti í Meistaradeildinni, um síðustu helgi skoraði hún svo sitt fyrsta mark í 4-0 deildarsigri gegn Kolbotn. „Miklar breytingar á stuttum tíma og mikið til þess að aðlagast. Ég fór í miklum flýti þannig að maður þurfti aðeins að ná sér niður. En þetta er ótrúlega flott allt hérna, gott umhverfi og stelpurnar hafa tekið vel á móti mér. Þannig að mér hefur liðið mjög vel fyrstu tvær vikurnar.“ Fótboltalega rétt en persónulega erfitt Arna var keypt af Valeranga eftir frábært sumar sem fyrirliði FH, hún skilur við liðið á góðum stað, í öðru sæti Bestu deildarinnar en segir erfitt að kveðja Kaplakrika. „Fótboltalega myndi ég segja að þetta hafi verið rétti tíminn til að kveðja, mig langaði til að taka næsta skref og fá aðeins stærri áskorun, en á persónulegum nótum þá var þetta mjög erfitt... FH hefur átt frábært sumar og situr í öðru sæti deildarinnar en þarf væntanlega að sætta sig við að sjá Breiðablik vinna tvöfalt. vísir / guðmundur ...Fyrst og fremst var erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum, sem ég á eftir að sakna svakalega mikið. Ég fann mig mjög vel þarna, þannig að það verður erfitt að vera ekki í kringum þetta fólk, en fótboltalega var ég mjög tilbúin að taka næsta skref.“ View this post on Instagram A post shared by Vålerenga Fotball Damer (@vifdamene) Heimilislegt að hafa Íslending í liðinu Svo hjálpar líka eflaust að hjá Vålerenga er einn Íslendingur fyrir, vinstri bakvörðurinn Sædís Rún Heiðarsdóttir verður með Örnu í vörninni. „Við höfum verið saman í landsliðinu þannig að ég þekkti hana ágætlega fyrir. Það er mjög dýrmætt að hafa Íslending hérna og gerir þetta heimilislegra en hinar stelpurnar hafa líka tekið mjög vel á móti mér. Þetta virðist vera mjög þéttur og skemmtilegur hópur en það er gott að hafa Sædísi hérna, til að þýða og svona… Ég er ekki farin að tala norskuna alveg strax.“ Norski boltinn Íslenski boltinn Besta deild kvenna FH Tengdar fréttir Arna semur við Vålerenga Arna Eiríksdóttir, fyrirliði FH, hefur samið við Vålerenga í Noregi. Hún skrifar undir þriggja ára samning við félagið. 9. september 2025 15:41 Arna komin á blað í Noregi Arna Eiríksdóttir skoraði eitt marka Vålerenga í 4-0 sigri á Kolbotn í efstu deild norska boltans. Þá gaf Dilja Ýr Zomers stoðsendingu í 5-1 útisigri Brann á Lilleström. 21. september 2025 17:16 Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Shakhtar - Breiðablik | Tekst Blikum að stríða stórliði? Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Sjá meira
Arna spilaði sinn fyrsta leik fyrir norska liðið úti í Ungverjalandi þegar Valeranga tryggði sér sæti í Meistaradeildinni, um síðustu helgi skoraði hún svo sitt fyrsta mark í 4-0 deildarsigri gegn Kolbotn. „Miklar breytingar á stuttum tíma og mikið til þess að aðlagast. Ég fór í miklum flýti þannig að maður þurfti aðeins að ná sér niður. En þetta er ótrúlega flott allt hérna, gott umhverfi og stelpurnar hafa tekið vel á móti mér. Þannig að mér hefur liðið mjög vel fyrstu tvær vikurnar.“ Fótboltalega rétt en persónulega erfitt Arna var keypt af Valeranga eftir frábært sumar sem fyrirliði FH, hún skilur við liðið á góðum stað, í öðru sæti Bestu deildarinnar en segir erfitt að kveðja Kaplakrika. „Fótboltalega myndi ég segja að þetta hafi verið rétti tíminn til að kveðja, mig langaði til að taka næsta skref og fá aðeins stærri áskorun, en á persónulegum nótum þá var þetta mjög erfitt... FH hefur átt frábært sumar og situr í öðru sæti deildarinnar en þarf væntanlega að sætta sig við að sjá Breiðablik vinna tvöfalt. vísir / guðmundur ...Fyrst og fremst var erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum, sem ég á eftir að sakna svakalega mikið. Ég fann mig mjög vel þarna, þannig að það verður erfitt að vera ekki í kringum þetta fólk, en fótboltalega var ég mjög tilbúin að taka næsta skref.“ View this post on Instagram A post shared by Vålerenga Fotball Damer (@vifdamene) Heimilislegt að hafa Íslending í liðinu Svo hjálpar líka eflaust að hjá Vålerenga er einn Íslendingur fyrir, vinstri bakvörðurinn Sædís Rún Heiðarsdóttir verður með Örnu í vörninni. „Við höfum verið saman í landsliðinu þannig að ég þekkti hana ágætlega fyrir. Það er mjög dýrmætt að hafa Íslending hérna og gerir þetta heimilislegra en hinar stelpurnar hafa líka tekið mjög vel á móti mér. Þetta virðist vera mjög þéttur og skemmtilegur hópur en það er gott að hafa Sædísi hérna, til að þýða og svona… Ég er ekki farin að tala norskuna alveg strax.“
Norski boltinn Íslenski boltinn Besta deild kvenna FH Tengdar fréttir Arna semur við Vålerenga Arna Eiríksdóttir, fyrirliði FH, hefur samið við Vålerenga í Noregi. Hún skrifar undir þriggja ára samning við félagið. 9. september 2025 15:41 Arna komin á blað í Noregi Arna Eiríksdóttir skoraði eitt marka Vålerenga í 4-0 sigri á Kolbotn í efstu deild norska boltans. Þá gaf Dilja Ýr Zomers stoðsendingu í 5-1 útisigri Brann á Lilleström. 21. september 2025 17:16 Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Shakhtar - Breiðablik | Tekst Blikum að stríða stórliði? Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Sjá meira
Arna semur við Vålerenga Arna Eiríksdóttir, fyrirliði FH, hefur samið við Vålerenga í Noregi. Hún skrifar undir þriggja ára samning við félagið. 9. september 2025 15:41
Arna komin á blað í Noregi Arna Eiríksdóttir skoraði eitt marka Vålerenga í 4-0 sigri á Kolbotn í efstu deild norska boltans. Þá gaf Dilja Ýr Zomers stoðsendingu í 5-1 útisigri Brann á Lilleström. 21. september 2025 17:16