Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Lovísa Arnardóttir skrifar 23. september 2025 23:43 Lögreglan dreifði þessum myndum af Guðmundi við rannsókn málsins. Lögreglan í Svíþjóð Hálfíslenski karlmaðurinn sem grunaður er um að hafa myrt 63 ára konu í Akalla í Stokkhólmi í Svíþjóð í október heitir Guðmundur Mogensen. Hann breytti nafninu sínu í Johan Svensson fyrir réttarhöldin sem hófust í vikunni. Á vef sænska miðilsins Expressen segir að hann hafi játað morðið og að hann sé miður sín yfir því sem gerðist. Kærasta hans og annar karlmaður eru einnig ákærð í málinu. Samkvæmt umfjöllun sænska ríkisútvarpsins var konan sem var myrt, Kristina, móðir manns sem tengdist undirheimunum í Stokkhólmi og var morðið hefndaraðgerð vegna morðs sem sonur hennar var sakaður um að fremja í Husby í maí 2021. Sonur hennar var að enda sýknaður í málinu. Fram kemur í umfjöllun sænskra miðla að konan hafi verið virk í stjórnmálastarfi fyrir jafnaðarmannaflokk Svíþjóðar, Socialdemokraterna, ásamt því að vera virk í kirkjustarfi í sinni sókn, í Akella í Norðvestur-Stokkhólmi. Í frétt Expressen um málið kemur fram að Guðmundur hafi augljóslega, miðað við ástand hans í dómsal, misnotað vímuefni um langa hríð. Þar segir að hann sé 41 árs gamall, hafi fæðst í Hestra suður af Jönköping og að hann hafi unnið á veitingastöðum í Stokkhólmi og víðar. Í frétt mbl.is fyrr í dag kom fram að samkvæmt heimildum væri hann hálfíslenskur – ætti íslenska móður – og að hann hafi varið einhverjum hluta fullorðinsára sinna á Íslandi. Guðmundur er 41 árs og hálfíslenskur. Lögreglan í Svíþjóð Í fréttinni er það einnig rakið hvernig kom til að hann myrti Kristinu. Þar segir að hann hafi fengið verkefnið í hendurnar frá einhverjum sem tengist glæpasamtökum í Dalen og hann hafi boðist til þess að ljúka verkinu í staðinn fyrir að fá kókaín. Guðmundur hafi tekið upp samtal við manninn, vistað það og krafist 300 þúsund sænskra króna fyrir að skjóta konuna eða alla fjölskyldu hennar. Í samtalinu segir maðurinn að það sé ekki þörf á að skjóta fimm ára barn en það sé í lagi ef það er 12 til 13 ára barn. Eftir það fær Mogensen sex heimilisföng og planið hans hafi verið að skjóta þann fyrsta sem opni hurðina þegar hann kemur þangað. Kristina hafi verið síðust á listanum og þegar hún opnaði hurðina heima hjá sér skaut hann hana um leið. Játaði á Instagram Í fréttinni segir að í kjölfarið hafi kærastan hans hringt í neyðarlínu og gefið upp rangar upplýsingar í tilraun til að afvegaleiða lögregluna. Tveimur vikum síðar hafi Guðmundur farið til Berlínar með kærustunni en svo nokkrum dögum síðar snúið heim og sett þá tilkynningu á Instagram að það hafi verið hann sem myrti konuna í Akalla. Hann hafi svo verið handtekinn sex dögum síðar og kærastan hans líka. Í fréttinni segir að lögregla hafi mikið magn sönnunargagna, upptöku og myndbönd auk erfðasýna sem sanni að Guðmundur sé morðinginn. Þá segir að í gær, þegar réttarhöldin hófust, hafi Guðmundur játað að hafa myrt hana en sagt að honum hafi verið hótað og óskaði eftir því að það yrði tekið til greina við ákvörðun refsingar. Erlend sakamál Svíþjóð Íslendingar erlendis Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Fleiri fréttir Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Sjá meira
Kærasta hans og annar karlmaður eru einnig ákærð í málinu. Samkvæmt umfjöllun sænska ríkisútvarpsins var konan sem var myrt, Kristina, móðir manns sem tengdist undirheimunum í Stokkhólmi og var morðið hefndaraðgerð vegna morðs sem sonur hennar var sakaður um að fremja í Husby í maí 2021. Sonur hennar var að enda sýknaður í málinu. Fram kemur í umfjöllun sænskra miðla að konan hafi verið virk í stjórnmálastarfi fyrir jafnaðarmannaflokk Svíþjóðar, Socialdemokraterna, ásamt því að vera virk í kirkjustarfi í sinni sókn, í Akella í Norðvestur-Stokkhólmi. Í frétt Expressen um málið kemur fram að Guðmundur hafi augljóslega, miðað við ástand hans í dómsal, misnotað vímuefni um langa hríð. Þar segir að hann sé 41 árs gamall, hafi fæðst í Hestra suður af Jönköping og að hann hafi unnið á veitingastöðum í Stokkhólmi og víðar. Í frétt mbl.is fyrr í dag kom fram að samkvæmt heimildum væri hann hálfíslenskur – ætti íslenska móður – og að hann hafi varið einhverjum hluta fullorðinsára sinna á Íslandi. Guðmundur er 41 árs og hálfíslenskur. Lögreglan í Svíþjóð Í fréttinni er það einnig rakið hvernig kom til að hann myrti Kristinu. Þar segir að hann hafi fengið verkefnið í hendurnar frá einhverjum sem tengist glæpasamtökum í Dalen og hann hafi boðist til þess að ljúka verkinu í staðinn fyrir að fá kókaín. Guðmundur hafi tekið upp samtal við manninn, vistað það og krafist 300 þúsund sænskra króna fyrir að skjóta konuna eða alla fjölskyldu hennar. Í samtalinu segir maðurinn að það sé ekki þörf á að skjóta fimm ára barn en það sé í lagi ef það er 12 til 13 ára barn. Eftir það fær Mogensen sex heimilisföng og planið hans hafi verið að skjóta þann fyrsta sem opni hurðina þegar hann kemur þangað. Kristina hafi verið síðust á listanum og þegar hún opnaði hurðina heima hjá sér skaut hann hana um leið. Játaði á Instagram Í fréttinni segir að í kjölfarið hafi kærastan hans hringt í neyðarlínu og gefið upp rangar upplýsingar í tilraun til að afvegaleiða lögregluna. Tveimur vikum síðar hafi Guðmundur farið til Berlínar með kærustunni en svo nokkrum dögum síðar snúið heim og sett þá tilkynningu á Instagram að það hafi verið hann sem myrti konuna í Akalla. Hann hafi svo verið handtekinn sex dögum síðar og kærastan hans líka. Í fréttinni segir að lögregla hafi mikið magn sönnunargagna, upptöku og myndbönd auk erfðasýna sem sanni að Guðmundur sé morðinginn. Þá segir að í gær, þegar réttarhöldin hófust, hafi Guðmundur játað að hafa myrt hana en sagt að honum hafi verið hótað og óskaði eftir því að það yrði tekið til greina við ákvörðun refsingar.
Erlend sakamál Svíþjóð Íslendingar erlendis Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Fleiri fréttir Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Sjá meira