„Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 24. september 2025 09:17 Jóhanna Birna Vísir/Aðsend Ungri konu sem er lesblind, með ADHD og einhverf var talin trú um að skólinn væri ekki fyrir hana. Hún segir mikilvægt að börn í sömu stöðu gefist ekki upp. Þrátt fyrir að hafa rétt náð að ljúka grunnskóla og ekki farið í gengum framhaldsskóla útskrifaðist hún úr háskóla í vor. Hún brennur nú fyrir því að hjálpa öðrum í sömu stöðu. Í maí síðastliðinum útskrifaðist Jóhanna Birna Bjartmarsdóttir, sem er tuttugu og fjögurra ára, með háskólagráðu frá Flórídaháskóla í Bandaríkjunum eftir að hafa verið í námi á menntavísindasviði skólans. Það sem gerir útskriftina sérstaklega áhugaverða er sú staðreynd að Jóhanna rétt náði að útskrifast úr grunnskóla hér á landi og fór ekki í framhaldsskóla. Saga Jóhönnu úr menntakerfinu er ekki einsdæmi en hún var orkumikill krakki sem átti erfitt með að læra. Þegar hún var í fjórða bekk kom í ljós að hún var lesblind. Þrátt fyrir að greiningin hefði átt að auðvelda námið fundu hún og foreldrar hennar fljótt að skólinn átti erfitt með að mæta henni. „Ég var svolítið bara sett til hliðar. Það var ekki mikið vitað um nemendur eins og mig. Ekki mikið af tólum eða tækjum, hjálpartækjum eða tækni sem að kennarar höfðu aðgang að eða bara einfaldlega þekking. Mér var í rauninni talin trú um að ég ætti ekki heima í menntakerfinu og það væri ekki staður fyrir nemendur eins og mig. Að ég væri bara með námserfiðleika og ég ætti bara að fara út í fótbolta og fókusa á verklegar greinar.“ Grunnskólagangan tók á og þegar hún var komin í tíunda bekk var tvísýnt hvort hún næði í raun og veru að útskrifast. „Ég náttúrulega bara gat ekkert lesið. Í 10. bekk las ég á sama meðalhraða og 3. bekkingar þrátt fyrir að vera hjá óteljandi sérkennurum í meira en fimm ára. Ég bara gat ekki lesið og á erfitt með að lesa í dag og skrifa hræðilega stafsetningarlega séð. Þetta bara í kerfinu í dag er ekkert í boði. Ef að þú getur ekki skrifað eða lesið eða gert það innan tímarammans sem að skólinn setur þá ertu í tossabekk. Þú átt ekki heima í menntakerfinu.“ Deildarstjórinn trúði á hana ólíkt öðrum Undir lok grunnskólagöngunnar var hún orðin frekar brotin. „Leið ótrúlega illa. Var með kennara sem voru svolítið að brjóta mig niður og fékk ekki bjargráð og hefði það ekki verið fyrir deildarstjórann minn í 10. bekk þá hefði ég auðvitað ekki útskrifast úr 10. bekk. Hún var eina manneskjan í rauninni sem trúði eitthvað pínu á mig. Hún var bara það þarf að passa upp á þessa stelpu og fór með mig og leyfði mér að taka öll próf hjá sér og las fyrir mig. Hjálpaði mér og kom í veg fyrir það að ég myndi taka samræmdu prófin. Því að hún taldi að það hefði endanlega brotið mig niður sem að það hefði örugglega gert.“ Jóhanna fékk ADHD greiningu í 10. bekk sem hún segir að hafi verið allt of seint. Þrátt fyrir þrotlausar æfingar átti Jóhanna Birna mjög erfitt með lestur. Vísir/Aðsend „Það þurfti að senda mig út að hlaupa í kringum skólann því ég gat ekki setið kyrr í tíma en samt fékk ég ekki greiningu fyrr en í 10. bekk. Þetta lá alltaf fyrir.“ Þannig hafi skólasálfræðingur ekki talið ástandið það slæmt að hún þyrfti greiningu fyrr. „Maður var aldrei nógu góður eða nógu slæmur til þess að geta fengið viðeigandi aðstoð.“ Tveimur árum síðar var hún svo greind einhverf og segir hún að sú greining hefði líka þurft að koma fyrr. „Þetta er ótrúlega einhvern veginn kassalöguð ímynd sem við höfum af því hvað einhverfa er og það þyrfti að vera miklu meiri þekking til staðar um hvað það er svo við getum verið að mæta þessum nemendahópi betur. Þannig að það séu ekki fullt af krökkum að fá greiningar ótrúlega seint, bara seinna í lífinu, þá erum við búin að bregðast þessu fólki ótrúlega mikið.“ Skorti bæði stuðning og tækifæri Jóhanna segir skólakerfið hafa brugðist sér á margan hátt. Bæði skorti stuðning og líka að hún fengi tækifæri á þeim sviðum þar sem henni gekk vel. Því styrkleikarnir voru svo sannarlega til staðar eins og góð rökhugsun, að sjá hluti myndrænt fyrir sér og nákvæmi. „Ég er nemandi sem er kallaður svona Twice Exceptional að vera með hamlanir á einu sviði en að skara fram úr á öðru. Það er sá nemendahópur sem við eigum mjög erfitt með að mæta því hann passar ekki neitt box.“ Jóhanna var orkumikið barn sem æfði íþróttir af kappi. Vísir/Aðsend Eftir útskrift úr grunnskóla árið 2017 tók við erfiður tími hjá Jóhönnu. Hún glímdi við veikindi og dvaldi um stund á Barnaspítala Hringsins og á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans. Leitaði leiða til að komast í frekara nám Þegar rúm tvö ár voru liðin síðan hún kláraði grunnskólann fór henni að líða betur og hún fór þá að leita leiða sem gætu hentað henni til að mennta sig frekar. „Byrjaði að skoða nám á netinu því ég var staðráðin í því að ég ætlaði ekki í framhaldsskóla. Framhaldsskóli virkaði ekki fyrir mig. Ég prófaði eina önn. Það var algjörlega hræðilegt. Ég náði að taka tvo áfanga en hjálpartækin voru ekki til staðar. Þetta var allt of mikið áreiti í umhverfinu fyrir einhvern sem er einhverfur.“ Eftir nokkra leit sá hún að möguleikinn á frekara námi væri til staðar. „Ég horfði á einhverja fyrirlestra á netinu um einhverja menntun og menntaleiðir. Ég var bara að gúgla þetta dag og nóttu og fann eitthvað platform sem hét EDX og þar tók ég einhvern áfanga í MIT um Data Analytics.“ Eftir að hafa tekið hann tók sjálfstraustið að vaxa. Hún fann í framhaldinu út að hún gæti tekið áfanga í Ríkisháskólanum í Arizona sem hún fengi einingar fyrir. „Ég bara fer og tek þá og gat gert það á mínum hraða algjörlega á netinu. Þurfti ekki að mæta neins staðar og bara með geggjað flott stuðningsforrit og netumhverfi. Fór tók það og svo byrjaði ég að skoða SIT prófið því mig langaði að komast út í nám og tók það og tók það aftur og var svo bara ég þarf að fá lengri tíma. Ég er ekki að ná að lesa þetta og var þá fyrsti nemandinn á Íslandi til að taka þetta próf með lengri tíma sem var rosalega mikið vesen en náði því.“ Hún tók svo GED og TOFEL prófin og eftir það tók hún aðra tvo áfanga og síðan gat hún sótt um í Flórídaháskóla. Jóhanna Birna hefur haldið fyrirlestra um hvernig er hægt að bæta aðgengi að námi. Vísir/Aðsend Þetta var í janúar 2022 og núna í maí útskrifaðist hún sem aðgengissérfræðingur og námsskrár- og kennsluhönnuður frá Flórídaháskóla. Hún var valin heiðursnemandi og er nú í masternámi við skólann. Hún segir það að hafa verið í netnámi hafa skipt sköpum. „Ég þurfti aldrei að fara og það var svona lykilatriði. Það var allt á netinu. Hágæðanámsumhverfi. Allt ótrúlega aðgengilegt. Allt ótrúlega hnitmiðað. Vandað. Vel gert. Sem gerði mér kleift að nýta styrkleika mína og skara fram úr sem nemandi með námsörðugleika.“ Þá hafi hjálpartæki sem henni bauðst að nýta sér í náminu breytt miklu. „Ég í dag fæ aðgang að upplestrarforritum og málfræðiforritum sem að hjálpa mér að koma í rauninni minni þekkingu og framförum og getu í því fagi sem er verið að prófa mig í skýrt á framfæri. Ég er ótrúlega klár og er mjög góð í því sem ég geri en ég get enn ekki í dag lesið texta á sjónvarpi ef það er ensk mynd í gangi og íslenskur texti. “ Jóhanna segir mikilvægt að skólar bjóði nemendum upp á að nýta sér hjálpartæki. Þá telur hún að gera þurfi ýmsar breytingar á skólakerfinu á Íslandi til að mynda að hætta að mæla leshraða hjá þeim sem glíma við námserfiðleika og að vera ekki með síendurtekin lestrarpróf, bjóða upp á sveigjanleika í námi og gera námsefnið aðgengilegt fyrir alla. „Ég myndi vilja sjá að kerfið myndi innleiða fjölbreyttara námsefni inn í skólana og það væri miklu meira samræmi á milli skólanna á Íslandi og að þetta námsefni væri til staðar á netinu á aðgengilegan hátt og væri í samræmi við aðgengisviðmið og gæðaviðmið.“ Börn og foreldrar að bugast Þá séu námsver eða rými þar sem börn geta fengið meir ró nauðsynleg. Það henti ekki öllum börnum að læra í stórum rýmum með mörgum börnum. „Þetta er ótrúlega mikið áreiti sem þau eru að eiga við og svo koma þau heim algjörlega búin á því og geta ekki sinnt neinum öðrum hlutum í daglegu lífi. Það þarf að vera miklu meira flæði og hægt að aðlaga umhverfið meira að þörfum nemandans eins og þú myndir gera á vinnumarkaði. Er ekki ótrúlega mörgum sem finnst gott að vinna líka heima stundum. Að fá að aðlaga og fá svigrúm. Þetta er líka hvernig þú ert að kenna barninu að læra og að vinna og vinnubrögð. Að geta haft það sveigjanlegt.“ Jóhanna Birna fann námsleið sem hentaði henni í Flórídaháskóla.Vísir/Aðsend Það sé krefjandi fyrir börn að vera í óvirkri kennslu of lengi. „Þú átt bara að sitja kyrr og innbyrða fullt af upplýsingum. Svo eru sett fram próf eða verkefni sem eru ekki í samræmi við þína getu og þú finnur fyrir svakalega mikilli skömm og byrjar bara að hata skólann.“ Þá sé mikilvægt að uppræta fordóma gegn börnum sem eiga við námsörðugleika að stríða. „Það eru líka bara enn til ótrúlega miklir fordómar í kerfinu. Skilaboðin sem ég fæ mest eru bara að það sé búið að gefast upp á þessum börnum. Ég fæ ótrúlega mörg skilaboð frá nemendum sjálfum og foreldrum sem eru bara alveg að bugast.“ Jóhanna brennur fyrir þessum málum. Hún hefur gert TikTok myndbönd til að ná til barna í sömu stöðu, haldið fyrirlestra og býður upp á námskeið. Hún stofnaði líka fyrirtæki sem sérhæfir sig í þessum málum og hefur aðstoðað skóla, stofnanir og vinnustaði við að gera umhverfið aðgengilegra fyrir þennan hóp. Þá hefur Jóhanna hlotið styrki til að vinna rannsóknarverkefni og tekið þátt í verkefni sem snýr að geðheilsulæsi í skólum eða forvörnum þegar kemur að geðrænum vandamálum barna. „Ég stofnaði fyrirtækið Harts þegar ég var tuttugu og eins árs og vinn með háskólum og skólum og stofnunum við að búa til aðgengilegt námsumhverfi. Ég geri aðgengismöt og gef ráð og hjálpa og ég vinn bæði með kennurum og stofnunum í heild sinni.“ Skilaboð Jóhönnu til barna í sömu stöðu og hún var eru skýr. „Ekki gefast upp. Það er von. Nemendur með námsörðugleika eiga heima í menntakerfinu og geta skarað fram úr. Þú ert ekki vandamálið. Það er kerfið sem er vandamálið og það er fullt af fólki sem er að vinna í því að gera það betra en þetta gerist rosalega hægt en ég vona að ég geti, með minni menntun og minni innsýn inn í að hafa verið barn í menntakerfinu sem átti við allar hindranirnar sem þið eruð að eiga við og hef yfirstigið þær, að ég geti komið með einhverjar lausnir og hjálpað.“ Skóla- og menntamál ADHD Einhverfa Grunnskólar Mest lesið Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Sjá meira
Í maí síðastliðinum útskrifaðist Jóhanna Birna Bjartmarsdóttir, sem er tuttugu og fjögurra ára, með háskólagráðu frá Flórídaháskóla í Bandaríkjunum eftir að hafa verið í námi á menntavísindasviði skólans. Það sem gerir útskriftina sérstaklega áhugaverða er sú staðreynd að Jóhanna rétt náði að útskrifast úr grunnskóla hér á landi og fór ekki í framhaldsskóla. Saga Jóhönnu úr menntakerfinu er ekki einsdæmi en hún var orkumikill krakki sem átti erfitt með að læra. Þegar hún var í fjórða bekk kom í ljós að hún var lesblind. Þrátt fyrir að greiningin hefði átt að auðvelda námið fundu hún og foreldrar hennar fljótt að skólinn átti erfitt með að mæta henni. „Ég var svolítið bara sett til hliðar. Það var ekki mikið vitað um nemendur eins og mig. Ekki mikið af tólum eða tækjum, hjálpartækjum eða tækni sem að kennarar höfðu aðgang að eða bara einfaldlega þekking. Mér var í rauninni talin trú um að ég ætti ekki heima í menntakerfinu og það væri ekki staður fyrir nemendur eins og mig. Að ég væri bara með námserfiðleika og ég ætti bara að fara út í fótbolta og fókusa á verklegar greinar.“ Grunnskólagangan tók á og þegar hún var komin í tíunda bekk var tvísýnt hvort hún næði í raun og veru að útskrifast. „Ég náttúrulega bara gat ekkert lesið. Í 10. bekk las ég á sama meðalhraða og 3. bekkingar þrátt fyrir að vera hjá óteljandi sérkennurum í meira en fimm ára. Ég bara gat ekki lesið og á erfitt með að lesa í dag og skrifa hræðilega stafsetningarlega séð. Þetta bara í kerfinu í dag er ekkert í boði. Ef að þú getur ekki skrifað eða lesið eða gert það innan tímarammans sem að skólinn setur þá ertu í tossabekk. Þú átt ekki heima í menntakerfinu.“ Deildarstjórinn trúði á hana ólíkt öðrum Undir lok grunnskólagöngunnar var hún orðin frekar brotin. „Leið ótrúlega illa. Var með kennara sem voru svolítið að brjóta mig niður og fékk ekki bjargráð og hefði það ekki verið fyrir deildarstjórann minn í 10. bekk þá hefði ég auðvitað ekki útskrifast úr 10. bekk. Hún var eina manneskjan í rauninni sem trúði eitthvað pínu á mig. Hún var bara það þarf að passa upp á þessa stelpu og fór með mig og leyfði mér að taka öll próf hjá sér og las fyrir mig. Hjálpaði mér og kom í veg fyrir það að ég myndi taka samræmdu prófin. Því að hún taldi að það hefði endanlega brotið mig niður sem að það hefði örugglega gert.“ Jóhanna fékk ADHD greiningu í 10. bekk sem hún segir að hafi verið allt of seint. Þrátt fyrir þrotlausar æfingar átti Jóhanna Birna mjög erfitt með lestur. Vísir/Aðsend „Það þurfti að senda mig út að hlaupa í kringum skólann því ég gat ekki setið kyrr í tíma en samt fékk ég ekki greiningu fyrr en í 10. bekk. Þetta lá alltaf fyrir.“ Þannig hafi skólasálfræðingur ekki talið ástandið það slæmt að hún þyrfti greiningu fyrr. „Maður var aldrei nógu góður eða nógu slæmur til þess að geta fengið viðeigandi aðstoð.“ Tveimur árum síðar var hún svo greind einhverf og segir hún að sú greining hefði líka þurft að koma fyrr. „Þetta er ótrúlega einhvern veginn kassalöguð ímynd sem við höfum af því hvað einhverfa er og það þyrfti að vera miklu meiri þekking til staðar um hvað það er svo við getum verið að mæta þessum nemendahópi betur. Þannig að það séu ekki fullt af krökkum að fá greiningar ótrúlega seint, bara seinna í lífinu, þá erum við búin að bregðast þessu fólki ótrúlega mikið.“ Skorti bæði stuðning og tækifæri Jóhanna segir skólakerfið hafa brugðist sér á margan hátt. Bæði skorti stuðning og líka að hún fengi tækifæri á þeim sviðum þar sem henni gekk vel. Því styrkleikarnir voru svo sannarlega til staðar eins og góð rökhugsun, að sjá hluti myndrænt fyrir sér og nákvæmi. „Ég er nemandi sem er kallaður svona Twice Exceptional að vera með hamlanir á einu sviði en að skara fram úr á öðru. Það er sá nemendahópur sem við eigum mjög erfitt með að mæta því hann passar ekki neitt box.“ Jóhanna var orkumikið barn sem æfði íþróttir af kappi. Vísir/Aðsend Eftir útskrift úr grunnskóla árið 2017 tók við erfiður tími hjá Jóhönnu. Hún glímdi við veikindi og dvaldi um stund á Barnaspítala Hringsins og á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans. Leitaði leiða til að komast í frekara nám Þegar rúm tvö ár voru liðin síðan hún kláraði grunnskólann fór henni að líða betur og hún fór þá að leita leiða sem gætu hentað henni til að mennta sig frekar. „Byrjaði að skoða nám á netinu því ég var staðráðin í því að ég ætlaði ekki í framhaldsskóla. Framhaldsskóli virkaði ekki fyrir mig. Ég prófaði eina önn. Það var algjörlega hræðilegt. Ég náði að taka tvo áfanga en hjálpartækin voru ekki til staðar. Þetta var allt of mikið áreiti í umhverfinu fyrir einhvern sem er einhverfur.“ Eftir nokkra leit sá hún að möguleikinn á frekara námi væri til staðar. „Ég horfði á einhverja fyrirlestra á netinu um einhverja menntun og menntaleiðir. Ég var bara að gúgla þetta dag og nóttu og fann eitthvað platform sem hét EDX og þar tók ég einhvern áfanga í MIT um Data Analytics.“ Eftir að hafa tekið hann tók sjálfstraustið að vaxa. Hún fann í framhaldinu út að hún gæti tekið áfanga í Ríkisháskólanum í Arizona sem hún fengi einingar fyrir. „Ég bara fer og tek þá og gat gert það á mínum hraða algjörlega á netinu. Þurfti ekki að mæta neins staðar og bara með geggjað flott stuðningsforrit og netumhverfi. Fór tók það og svo byrjaði ég að skoða SIT prófið því mig langaði að komast út í nám og tók það og tók það aftur og var svo bara ég þarf að fá lengri tíma. Ég er ekki að ná að lesa þetta og var þá fyrsti nemandinn á Íslandi til að taka þetta próf með lengri tíma sem var rosalega mikið vesen en náði því.“ Hún tók svo GED og TOFEL prófin og eftir það tók hún aðra tvo áfanga og síðan gat hún sótt um í Flórídaháskóla. Jóhanna Birna hefur haldið fyrirlestra um hvernig er hægt að bæta aðgengi að námi. Vísir/Aðsend Þetta var í janúar 2022 og núna í maí útskrifaðist hún sem aðgengissérfræðingur og námsskrár- og kennsluhönnuður frá Flórídaháskóla. Hún var valin heiðursnemandi og er nú í masternámi við skólann. Hún segir það að hafa verið í netnámi hafa skipt sköpum. „Ég þurfti aldrei að fara og það var svona lykilatriði. Það var allt á netinu. Hágæðanámsumhverfi. Allt ótrúlega aðgengilegt. Allt ótrúlega hnitmiðað. Vandað. Vel gert. Sem gerði mér kleift að nýta styrkleika mína og skara fram úr sem nemandi með námsörðugleika.“ Þá hafi hjálpartæki sem henni bauðst að nýta sér í náminu breytt miklu. „Ég í dag fæ aðgang að upplestrarforritum og málfræðiforritum sem að hjálpa mér að koma í rauninni minni þekkingu og framförum og getu í því fagi sem er verið að prófa mig í skýrt á framfæri. Ég er ótrúlega klár og er mjög góð í því sem ég geri en ég get enn ekki í dag lesið texta á sjónvarpi ef það er ensk mynd í gangi og íslenskur texti. “ Jóhanna segir mikilvægt að skólar bjóði nemendum upp á að nýta sér hjálpartæki. Þá telur hún að gera þurfi ýmsar breytingar á skólakerfinu á Íslandi til að mynda að hætta að mæla leshraða hjá þeim sem glíma við námserfiðleika og að vera ekki með síendurtekin lestrarpróf, bjóða upp á sveigjanleika í námi og gera námsefnið aðgengilegt fyrir alla. „Ég myndi vilja sjá að kerfið myndi innleiða fjölbreyttara námsefni inn í skólana og það væri miklu meira samræmi á milli skólanna á Íslandi og að þetta námsefni væri til staðar á netinu á aðgengilegan hátt og væri í samræmi við aðgengisviðmið og gæðaviðmið.“ Börn og foreldrar að bugast Þá séu námsver eða rými þar sem börn geta fengið meir ró nauðsynleg. Það henti ekki öllum börnum að læra í stórum rýmum með mörgum börnum. „Þetta er ótrúlega mikið áreiti sem þau eru að eiga við og svo koma þau heim algjörlega búin á því og geta ekki sinnt neinum öðrum hlutum í daglegu lífi. Það þarf að vera miklu meira flæði og hægt að aðlaga umhverfið meira að þörfum nemandans eins og þú myndir gera á vinnumarkaði. Er ekki ótrúlega mörgum sem finnst gott að vinna líka heima stundum. Að fá að aðlaga og fá svigrúm. Þetta er líka hvernig þú ert að kenna barninu að læra og að vinna og vinnubrögð. Að geta haft það sveigjanlegt.“ Jóhanna Birna fann námsleið sem hentaði henni í Flórídaháskóla.Vísir/Aðsend Það sé krefjandi fyrir börn að vera í óvirkri kennslu of lengi. „Þú átt bara að sitja kyrr og innbyrða fullt af upplýsingum. Svo eru sett fram próf eða verkefni sem eru ekki í samræmi við þína getu og þú finnur fyrir svakalega mikilli skömm og byrjar bara að hata skólann.“ Þá sé mikilvægt að uppræta fordóma gegn börnum sem eiga við námsörðugleika að stríða. „Það eru líka bara enn til ótrúlega miklir fordómar í kerfinu. Skilaboðin sem ég fæ mest eru bara að það sé búið að gefast upp á þessum börnum. Ég fæ ótrúlega mörg skilaboð frá nemendum sjálfum og foreldrum sem eru bara alveg að bugast.“ Jóhanna brennur fyrir þessum málum. Hún hefur gert TikTok myndbönd til að ná til barna í sömu stöðu, haldið fyrirlestra og býður upp á námskeið. Hún stofnaði líka fyrirtæki sem sérhæfir sig í þessum málum og hefur aðstoðað skóla, stofnanir og vinnustaði við að gera umhverfið aðgengilegra fyrir þennan hóp. Þá hefur Jóhanna hlotið styrki til að vinna rannsóknarverkefni og tekið þátt í verkefni sem snýr að geðheilsulæsi í skólum eða forvörnum þegar kemur að geðrænum vandamálum barna. „Ég stofnaði fyrirtækið Harts þegar ég var tuttugu og eins árs og vinn með háskólum og skólum og stofnunum við að búa til aðgengilegt námsumhverfi. Ég geri aðgengismöt og gef ráð og hjálpa og ég vinn bæði með kennurum og stofnunum í heild sinni.“ Skilaboð Jóhönnu til barna í sömu stöðu og hún var eru skýr. „Ekki gefast upp. Það er von. Nemendur með námsörðugleika eiga heima í menntakerfinu og geta skarað fram úr. Þú ert ekki vandamálið. Það er kerfið sem er vandamálið og það er fullt af fólki sem er að vinna í því að gera það betra en þetta gerist rosalega hægt en ég vona að ég geti, með minni menntun og minni innsýn inn í að hafa verið barn í menntakerfinu sem átti við allar hindranirnar sem þið eruð að eiga við og hef yfirstigið þær, að ég geti komið með einhverjar lausnir og hjálpað.“
Skóla- og menntamál ADHD Einhverfa Grunnskólar Mest lesið Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Sjá meira