Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar 22. september 2025 10:02 Tæknirisar á borð við Meta, Google, OpenAI hafa undanfarið dælt milljörðum dollara í gervigreindartækni. Kapphlaupið snýst að miklu leyti um að ná í hæfasta fólkið. Launin sem sumum hafa verið boðin eru afar rausnarleg – sum tilboð hafa náð allt að einum og hálfum milljarði dollara. Sem sagt, það eru stjarnfræðilegar upphæðir settar um þessar mundir í uppbygginguna. Stór hluti fer í tæknilega innviði, en kapphlaupið um hæfasta fólkið snýst í raun um lykilatriðið: hugverkin sem fólkið mun skapa fyrir tæknirisana - drifkraftinn að baki öllu þessu bixi. Þannig hefur það reyndar verið lengi, enda þótt upphæðirnar séu núna að ná nýjum hæðum. Hugverkin eru nefnilega hryggjarstykkið í allri nútímaverðmætasköpun, hvort sem við horfum á erlenda tæknirisa eða íslenska atvinnurekendur. Hugverkin umbreyta hugmyndum í raunverulegar eignir, tryggja samkeppnisforskot og stuðla að vexti. Einmitt af þeirri ástæðu stuðlar réttarvernd hugverka að auknum fjárfestingum og styður við frekari sköpun, enda tryggir hún að þeir sem búa til hugverkin njóti sjálfir ávaxtanna af sínu erfiði. Réttarvernd hugverka er því ekki bara eitthvað raus sem aðeins lögfræðingar ættu að láta sig varða, hún getur aukið samkeppnishæfni Íslands verulega. Á Íslandi hefur hugverkaiðnaðurinn vaxið mjög hratt og hefur raunar nýlega mælst sem fjórða stærsta stoðin í gjaldeyrisöflun íslensks iðnaðar. Hugverkin munu áfram skipta lykilmáli fyrir atvinnulífið á Íslandi og það er vert að muna að vöxtur í hugverkaiðnaði ekki með neitt „þak”. Þar sem þakið er ekki til staðar getur íslenskur hugverkaiðnaður því bókstaflega vaxið óendanlega, ef rétt er haldið á spilunum. Við þurfum hins vegar að vanda okkur aðeins betur, því umgjörðin utan um þessi verðmæti er ekki nægilega góð í dag. Þau lög sem hafa hvað mesta þýðingu fyrir framhaldið (en auðvitað ekki þau einu) eru höfundalögin. Þau vernda t.d. tölvuforrit og kóðann að baki þeim. Þau vernda líka gagnagrunna, kvikmyndir, bókmenntir, myndverk og tónverk, svo eitthvað sé nefnt. Höfundalögin okkar eru gömul. Lögin voru upphaflega lögfest á árinu 1972, rúmlega 20 árum áður en einstaklingar voru farnir að tengjast internetinu hér á landi með ískrandi og skrækjandi módemum sem náðu í mesta lagi 14,4 kb. hraða á sekúndu. Vissulega hefur lögunum verið breytt margoft. Það þarf hins vegar að breyta fjölmörgu ef ætlunin er að þau veiti hugverkum nægilega réttarvernd í dag, og að með þeim sé enn gætt þeirra verðmæta sem liggja í höfundaverkunum okkar. Í öllu falli lá ekki fyrir, þegar þau voru samin í upphafi, að þeirra hlutverk yrði að passa upp á eitt af fjöreggjum atvinnulífsins, en það er reyndin nú. Við þurfum því að aðlaga þau að breyttum veruleika. Eitt af þeim atriðum sem þarf augljóslega að breyta strax er sjálfur refsirammi laganna, en hámarksrefsing samkvæmt lögunum er tveggja ára fangelsi. Einstaklingur sem afritar með ólögmætum hætti öll tölvuforrit landsins, kvikmyndir og tónlist og deilir þeim síðan með heimsbyggðinni gegn gjaldi sem hann stingur í eigin vasa, myndi því í mesta lagi fá refsingu sem nemur tveggja ára fangelsi. Og það þrátt fyrir stjarnfræðilegt tjón fjölmargra annarra einstaklinga sem af slíku kann að hljótast. Refsingu sem nemur tveimur árum og skemur má raunar fullnægja með samfélagsþjónustu, þannig að sá sem gerðist sekur um allt framangreint myndi að líkindum aldrei sæta frelsisskerðingu. Þetta er skrítin tilhugsun. Refsirammi laganna var upphaflega hugsaður fyrir brot gegn höfundarétti að verkum á borð við bókmenntaverk, leikverk og tónverk, fyrir tilkomu internetsins og áður en hægt var að valda milljarða tjóni á örskömmum tíma. Refsiramminn hæfir einfaldlega ekki þeim brotum sem hægt er að fremja í dag. Ríkið okkar á að passa betur en þetta upp á hugverkin okkar. Ríkið passar hins vegar mun betur upp á áþreifanlegar eignir, enda þótt verðmæti hinna óáþreifanlegu eigna geti verið miklu mun meira en hinna efnislegu. Refsiramminn vegna stórfelldra eignaspjalla er t.d. 6 ár samkvæmt almennum hegningarlögum. Fyrir fiskveiðibrot (til frekari samanburðar) má refsa með allt að 6 ára fangelsi. Hugverkin eru, einhverra hluta vegna, algjör afgangsstærð þegar kemur að réttindagæslu ríkisvaldsins. Það hefur raunar einnig sýnt sig í málum þar sem kærur hafa verið lagðar fram hjá lögreglu vegna brota á höfundalögum, t.a.m. í málum sem varða ólögmæta dreifingu kvikmynda og sjónvarpsefnis, að réttindagæsla í þessum geira er nánast ekki til staðar, en meðferð slíkra mála hjá lögreglu og ákæruvaldi er áfátt, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Hugsanlega spilar þar inn í að hámarksrefsingin við alvarlegustu brotunum í þeim geira er á pari við þjófnað úr matvöruverslun og því kannski ekki að undra að lögreglan líti ekki á brot sem þessi sem forgangsmál. Löggjafinn þarf að gera betur, girða sig í brók og lagfæra þetta strax. Löndin í kringum okkur gera betur. Í Danmörku og Svíþjóð getur refsing fyrir alvarleg brot numið allt að 6 árum. Rökin fyrir þeirri lagasetningu á sínum tíma voru, réttilega, þau að skipulögð starfsemi sem fælist í brotum höfundaréttindum skapaði háar tekjur sem rynnu jafnan til ólöglegrar, skipulagðrar starfsemi, auk þess sem hún kippti fótunum undan lögmætum atvinnurekendum, eigendum hugverkanna. Heimfærsla þessara röksemda á íslenskan markað er auðvitað alveg borðleggjandi enda vel þekkt staðreynd að slík brotastarfsemi skapar miklar tekjur sem renna beint í vasa þeirra sem ekki hafa skapað, á kostnað þeirra sem sköpuðu. Bókmenntir, helstu og elstu fjársjóðir íslenskrar sögu og þjóðarvitundar eru hugverk. Nýir fjársjóðir úr ranni hugverkanna verða til hér á landi á hverjum degi. Það þarf að passa mun betur upp á þá. Höfundur er lögmaður, meðeigandi Frumtak Ventures og stjórnarformaður Félags rétthafa í sjónvarps- og kvikmyndaiðnaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Höfundar- og hugverkaréttur Mest lesið Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Tæknirisar á borð við Meta, Google, OpenAI hafa undanfarið dælt milljörðum dollara í gervigreindartækni. Kapphlaupið snýst að miklu leyti um að ná í hæfasta fólkið. Launin sem sumum hafa verið boðin eru afar rausnarleg – sum tilboð hafa náð allt að einum og hálfum milljarði dollara. Sem sagt, það eru stjarnfræðilegar upphæðir settar um þessar mundir í uppbygginguna. Stór hluti fer í tæknilega innviði, en kapphlaupið um hæfasta fólkið snýst í raun um lykilatriðið: hugverkin sem fólkið mun skapa fyrir tæknirisana - drifkraftinn að baki öllu þessu bixi. Þannig hefur það reyndar verið lengi, enda þótt upphæðirnar séu núna að ná nýjum hæðum. Hugverkin eru nefnilega hryggjarstykkið í allri nútímaverðmætasköpun, hvort sem við horfum á erlenda tæknirisa eða íslenska atvinnurekendur. Hugverkin umbreyta hugmyndum í raunverulegar eignir, tryggja samkeppnisforskot og stuðla að vexti. Einmitt af þeirri ástæðu stuðlar réttarvernd hugverka að auknum fjárfestingum og styður við frekari sköpun, enda tryggir hún að þeir sem búa til hugverkin njóti sjálfir ávaxtanna af sínu erfiði. Réttarvernd hugverka er því ekki bara eitthvað raus sem aðeins lögfræðingar ættu að láta sig varða, hún getur aukið samkeppnishæfni Íslands verulega. Á Íslandi hefur hugverkaiðnaðurinn vaxið mjög hratt og hefur raunar nýlega mælst sem fjórða stærsta stoðin í gjaldeyrisöflun íslensks iðnaðar. Hugverkin munu áfram skipta lykilmáli fyrir atvinnulífið á Íslandi og það er vert að muna að vöxtur í hugverkaiðnaði ekki með neitt „þak”. Þar sem þakið er ekki til staðar getur íslenskur hugverkaiðnaður því bókstaflega vaxið óendanlega, ef rétt er haldið á spilunum. Við þurfum hins vegar að vanda okkur aðeins betur, því umgjörðin utan um þessi verðmæti er ekki nægilega góð í dag. Þau lög sem hafa hvað mesta þýðingu fyrir framhaldið (en auðvitað ekki þau einu) eru höfundalögin. Þau vernda t.d. tölvuforrit og kóðann að baki þeim. Þau vernda líka gagnagrunna, kvikmyndir, bókmenntir, myndverk og tónverk, svo eitthvað sé nefnt. Höfundalögin okkar eru gömul. Lögin voru upphaflega lögfest á árinu 1972, rúmlega 20 árum áður en einstaklingar voru farnir að tengjast internetinu hér á landi með ískrandi og skrækjandi módemum sem náðu í mesta lagi 14,4 kb. hraða á sekúndu. Vissulega hefur lögunum verið breytt margoft. Það þarf hins vegar að breyta fjölmörgu ef ætlunin er að þau veiti hugverkum nægilega réttarvernd í dag, og að með þeim sé enn gætt þeirra verðmæta sem liggja í höfundaverkunum okkar. Í öllu falli lá ekki fyrir, þegar þau voru samin í upphafi, að þeirra hlutverk yrði að passa upp á eitt af fjöreggjum atvinnulífsins, en það er reyndin nú. Við þurfum því að aðlaga þau að breyttum veruleika. Eitt af þeim atriðum sem þarf augljóslega að breyta strax er sjálfur refsirammi laganna, en hámarksrefsing samkvæmt lögunum er tveggja ára fangelsi. Einstaklingur sem afritar með ólögmætum hætti öll tölvuforrit landsins, kvikmyndir og tónlist og deilir þeim síðan með heimsbyggðinni gegn gjaldi sem hann stingur í eigin vasa, myndi því í mesta lagi fá refsingu sem nemur tveggja ára fangelsi. Og það þrátt fyrir stjarnfræðilegt tjón fjölmargra annarra einstaklinga sem af slíku kann að hljótast. Refsingu sem nemur tveimur árum og skemur má raunar fullnægja með samfélagsþjónustu, þannig að sá sem gerðist sekur um allt framangreint myndi að líkindum aldrei sæta frelsisskerðingu. Þetta er skrítin tilhugsun. Refsirammi laganna var upphaflega hugsaður fyrir brot gegn höfundarétti að verkum á borð við bókmenntaverk, leikverk og tónverk, fyrir tilkomu internetsins og áður en hægt var að valda milljarða tjóni á örskömmum tíma. Refsiramminn hæfir einfaldlega ekki þeim brotum sem hægt er að fremja í dag. Ríkið okkar á að passa betur en þetta upp á hugverkin okkar. Ríkið passar hins vegar mun betur upp á áþreifanlegar eignir, enda þótt verðmæti hinna óáþreifanlegu eigna geti verið miklu mun meira en hinna efnislegu. Refsiramminn vegna stórfelldra eignaspjalla er t.d. 6 ár samkvæmt almennum hegningarlögum. Fyrir fiskveiðibrot (til frekari samanburðar) má refsa með allt að 6 ára fangelsi. Hugverkin eru, einhverra hluta vegna, algjör afgangsstærð þegar kemur að réttindagæslu ríkisvaldsins. Það hefur raunar einnig sýnt sig í málum þar sem kærur hafa verið lagðar fram hjá lögreglu vegna brota á höfundalögum, t.a.m. í málum sem varða ólögmæta dreifingu kvikmynda og sjónvarpsefnis, að réttindagæsla í þessum geira er nánast ekki til staðar, en meðferð slíkra mála hjá lögreglu og ákæruvaldi er áfátt, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Hugsanlega spilar þar inn í að hámarksrefsingin við alvarlegustu brotunum í þeim geira er á pari við þjófnað úr matvöruverslun og því kannski ekki að undra að lögreglan líti ekki á brot sem þessi sem forgangsmál. Löggjafinn þarf að gera betur, girða sig í brók og lagfæra þetta strax. Löndin í kringum okkur gera betur. Í Danmörku og Svíþjóð getur refsing fyrir alvarleg brot numið allt að 6 árum. Rökin fyrir þeirri lagasetningu á sínum tíma voru, réttilega, þau að skipulögð starfsemi sem fælist í brotum höfundaréttindum skapaði háar tekjur sem rynnu jafnan til ólöglegrar, skipulagðrar starfsemi, auk þess sem hún kippti fótunum undan lögmætum atvinnurekendum, eigendum hugverkanna. Heimfærsla þessara röksemda á íslenskan markað er auðvitað alveg borðleggjandi enda vel þekkt staðreynd að slík brotastarfsemi skapar miklar tekjur sem renna beint í vasa þeirra sem ekki hafa skapað, á kostnað þeirra sem sköpuðu. Bókmenntir, helstu og elstu fjársjóðir íslenskrar sögu og þjóðarvitundar eru hugverk. Nýir fjársjóðir úr ranni hugverkanna verða til hér á landi á hverjum degi. Það þarf að passa mun betur upp á þá. Höfundur er lögmaður, meðeigandi Frumtak Ventures og stjórnarformaður Félags rétthafa í sjónvarps- og kvikmyndaiðnaði.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun