Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sindri Sverrisson skrifar 19. september 2025 10:40 Glódís Perla Viggósdóttir er fyrirliði Þýskalandsmeistara Bayern sem voru í efsta styrkleikaflokki þegar dregið var í Meistaradeild Evrópu í dag. Getty/Mark Wieland Þrjú Íslendingalið verða með í Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna í vetur, sem nú verður með nýju fyrirkomulagi. Þau fengu að vita í dag hvaða liðum þau mæta, þegar dregið var, og mun Glódís Perla Viggósdóttir mæta þeim Sædísi Rún Heiðarsdóttur og Örnu Eiríksdóttur í München. Meistaradeild kvenna verður nú með sams konar sniði og Meistaradeild karla, þar sem að í stað riðlakeppni munu öll liðin vera saman í einni 18 liða deild. Hvert lið spilar alls sex leiki og safnar stigum, í keppni um að komast áfram í útsláttarkeppnina. Liðin sem enda í 1.-4. sæti deildarinnar fara beint í 8-liða úrslitin. Liðin í 5.-12. sæti fara í umspil um sæti í 8-liða úrslitum. Liðin í 13.-18. sæti falla hins vegar úr keppni. Fyrir dráttinn í dag var liðunum skipt eftir styrkleika í þrjá sex liða flokka og fékk hvert þeirra svo tvo andstæðinga úr hverjum flokki, annan á heimavelli en hinn á útivelli. Glódís og Amanda glíma við meistarana Glódís Perla Viggósdóttir er fyrirliði Bayern sem mætir báðum liðunum sem léku til úrslita í keppninni á síðustu leiktíð, þegar Arsenal vann Barcelona. Hálfgerður martraðardráttur, ef svo má segja. Leikir Bayern: Arsenal (h), Barcelona (ú), Juventus (h), PSG (ú), Vålerenga (h), Atlético Madrid (ú). Hollenska liðið Twente, með Amöndu Andradóttur innanborðs, þarf að glíma við sjálfa Evrópumeistara Arsenal sem og Englandsmeistara Chelsea. Leikir Twente: Chelsea (h), Arsenal (ú), Real Madrid (h), Benfica (ú), Atlético Madrid (h), OH Leuven (ú). Sædís Rún Heiðarsdóttir og Arna Eiríksdóttir fagna með liðsfélögum sínum eftir að hafa slegið út Ferencváros í Ungverjalandi í gær, og tryggt sér sæti í Meistaradeild Evrópu.vísir/ÓskarÓ Sædís og Arna mæta Man. Utd og Bayern Norsku meistararnir í Vålerenga eru nú með tvo Íslendinga í sínu liði, því Sædís Rún Heiðarsdóttir fékk á dögunum Örnu Eiríksdóttur sem liðsfélaga. Þær mæta Bayern á útivelli og fá annan þýskan risa í heimsókn. Þá mæta þær einnig Manchester United sem er í fyrsta sinn með í aðalkeppni Meistaradeildar kvenna. Leikir Vålerenga: Wolfsburg (h), Bayern (ú), St. Pölten (h), Roma (ú), Paris FC (h), Manchester United (ú). Lokaumferðin í desember Með því að smella hér má sjá allan dráttinn. Leikjadagskráin verður klár á morgun en fyrstu leikir verða 7. og 8. október, og lokaumferðin 17. desember. Hér að neðan eru styrkleikaflokkarnir fyrir dráttinn í dag, sem gerðir voru út frá fyrri árangri liðanna. Styrkleikaflokkarnir fyrir dráttinn Flokkur 1 Arsenal (ENG)Barcelona (SPÁ)Lyon (FRA)Chelsea (ENG)Bayern München (ÞÝS)Wolfsburg (ÞÝS) Flokkur 2 Paris Saint-Germain (FRA)Real Madrid (SPÁ)Juventus FC (ÍTA)Benfica (POR)Roma (ÍTA)St. Polten (AUS) Flokkur 3 FC Twente (HOL)Vålerenga (NOR)Paris FC (FRA)Manchester United (ENG)Atlético Madrid (SPÁ)OH Leuven (BEL) Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Theodór Elmar hættur hjá KR Íslenski boltinn Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Fótbolti Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti Fleiri fréttir Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Sjá meira
Meistaradeild kvenna verður nú með sams konar sniði og Meistaradeild karla, þar sem að í stað riðlakeppni munu öll liðin vera saman í einni 18 liða deild. Hvert lið spilar alls sex leiki og safnar stigum, í keppni um að komast áfram í útsláttarkeppnina. Liðin sem enda í 1.-4. sæti deildarinnar fara beint í 8-liða úrslitin. Liðin í 5.-12. sæti fara í umspil um sæti í 8-liða úrslitum. Liðin í 13.-18. sæti falla hins vegar úr keppni. Fyrir dráttinn í dag var liðunum skipt eftir styrkleika í þrjá sex liða flokka og fékk hvert þeirra svo tvo andstæðinga úr hverjum flokki, annan á heimavelli en hinn á útivelli. Glódís og Amanda glíma við meistarana Glódís Perla Viggósdóttir er fyrirliði Bayern sem mætir báðum liðunum sem léku til úrslita í keppninni á síðustu leiktíð, þegar Arsenal vann Barcelona. Hálfgerður martraðardráttur, ef svo má segja. Leikir Bayern: Arsenal (h), Barcelona (ú), Juventus (h), PSG (ú), Vålerenga (h), Atlético Madrid (ú). Hollenska liðið Twente, með Amöndu Andradóttur innanborðs, þarf að glíma við sjálfa Evrópumeistara Arsenal sem og Englandsmeistara Chelsea. Leikir Twente: Chelsea (h), Arsenal (ú), Real Madrid (h), Benfica (ú), Atlético Madrid (h), OH Leuven (ú). Sædís Rún Heiðarsdóttir og Arna Eiríksdóttir fagna með liðsfélögum sínum eftir að hafa slegið út Ferencváros í Ungverjalandi í gær, og tryggt sér sæti í Meistaradeild Evrópu.vísir/ÓskarÓ Sædís og Arna mæta Man. Utd og Bayern Norsku meistararnir í Vålerenga eru nú með tvo Íslendinga í sínu liði, því Sædís Rún Heiðarsdóttir fékk á dögunum Örnu Eiríksdóttur sem liðsfélaga. Þær mæta Bayern á útivelli og fá annan þýskan risa í heimsókn. Þá mæta þær einnig Manchester United sem er í fyrsta sinn með í aðalkeppni Meistaradeildar kvenna. Leikir Vålerenga: Wolfsburg (h), Bayern (ú), St. Pölten (h), Roma (ú), Paris FC (h), Manchester United (ú). Lokaumferðin í desember Með því að smella hér má sjá allan dráttinn. Leikjadagskráin verður klár á morgun en fyrstu leikir verða 7. og 8. október, og lokaumferðin 17. desember. Hér að neðan eru styrkleikaflokkarnir fyrir dráttinn í dag, sem gerðir voru út frá fyrri árangri liðanna. Styrkleikaflokkarnir fyrir dráttinn Flokkur 1 Arsenal (ENG)Barcelona (SPÁ)Lyon (FRA)Chelsea (ENG)Bayern München (ÞÝS)Wolfsburg (ÞÝS) Flokkur 2 Paris Saint-Germain (FRA)Real Madrid (SPÁ)Juventus FC (ÍTA)Benfica (POR)Roma (ÍTA)St. Polten (AUS) Flokkur 3 FC Twente (HOL)Vålerenga (NOR)Paris FC (FRA)Manchester United (ENG)Atlético Madrid (SPÁ)OH Leuven (BEL)
Styrkleikaflokkarnir fyrir dráttinn Flokkur 1 Arsenal (ENG)Barcelona (SPÁ)Lyon (FRA)Chelsea (ENG)Bayern München (ÞÝS)Wolfsburg (ÞÝS) Flokkur 2 Paris Saint-Germain (FRA)Real Madrid (SPÁ)Juventus FC (ÍTA)Benfica (POR)Roma (ÍTA)St. Polten (AUS) Flokkur 3 FC Twente (HOL)Vålerenga (NOR)Paris FC (FRA)Manchester United (ENG)Atlético Madrid (SPÁ)OH Leuven (BEL)
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Theodór Elmar hættur hjá KR Íslenski boltinn Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Fótbolti Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti Fleiri fréttir Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Sjá meira