Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sindri Sverrisson skrifar 19. september 2025 10:40 Glódís Perla Viggósdóttir er fyrirliði Þýskalandsmeistara Bayern sem voru í efsta styrkleikaflokki þegar dregið var í Meistaradeild Evrópu í dag. Getty/Mark Wieland Þrjú Íslendingalið verða með í Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna í vetur, sem nú verður með nýju fyrirkomulagi. Þau fengu að vita í dag hvaða liðum þau mæta, þegar dregið var, og mun Glódís Perla Viggósdóttir mæta þeim Sædísi Rún Heiðarsdóttur og Örnu Eiríksdóttur í München. Meistaradeild kvenna verður nú með sams konar sniði og Meistaradeild karla, þar sem að í stað riðlakeppni munu öll liðin vera saman í einni 18 liða deild. Hvert lið spilar alls sex leiki og safnar stigum, í keppni um að komast áfram í útsláttarkeppnina. Liðin sem enda í 1.-4. sæti deildarinnar fara beint í 8-liða úrslitin. Liðin í 5.-12. sæti fara í umspil um sæti í 8-liða úrslitum. Liðin í 13.-18. sæti falla hins vegar úr keppni. Fyrir dráttinn í dag var liðunum skipt eftir styrkleika í þrjá sex liða flokka og fékk hvert þeirra svo tvo andstæðinga úr hverjum flokki, annan á heimavelli en hinn á útivelli. Glódís og Amanda glíma við meistarana Glódís Perla Viggósdóttir er fyrirliði Bayern sem mætir báðum liðunum sem léku til úrslita í keppninni á síðustu leiktíð, þegar Arsenal vann Barcelona. Hálfgerður martraðardráttur, ef svo má segja. Leikir Bayern: Arsenal (h), Barcelona (ú), Juventus (h), PSG (ú), Vålerenga (h), Atlético Madrid (ú). Hollenska liðið Twente, með Amöndu Andradóttur innanborðs, þarf að glíma við sjálfa Evrópumeistara Arsenal sem og Englandsmeistara Chelsea. Leikir Twente: Chelsea (h), Arsenal (ú), Real Madrid (h), Benfica (ú), Atlético Madrid (h), OH Leuven (ú). Sædís Rún Heiðarsdóttir og Arna Eiríksdóttir fagna með liðsfélögum sínum eftir að hafa slegið út Ferencváros í Ungverjalandi í gær, og tryggt sér sæti í Meistaradeild Evrópu.vísir/ÓskarÓ Sædís og Arna mæta Man. Utd og Bayern Norsku meistararnir í Vålerenga eru nú með tvo Íslendinga í sínu liði, því Sædís Rún Heiðarsdóttir fékk á dögunum Örnu Eiríksdóttur sem liðsfélaga. Þær mæta Bayern á útivelli og fá annan þýskan risa í heimsókn. Þá mæta þær einnig Manchester United sem er í fyrsta sinn með í aðalkeppni Meistaradeildar kvenna. Leikir Vålerenga: Wolfsburg (h), Bayern (ú), St. Pölten (h), Roma (ú), Paris FC (h), Manchester United (ú). Lokaumferðin í desember Með því að smella hér má sjá allan dráttinn. Leikjadagskráin verður klár á morgun en fyrstu leikir verða 7. og 8. október, og lokaumferðin 17. desember. Hér að neðan eru styrkleikaflokkarnir fyrir dráttinn í dag, sem gerðir voru út frá fyrri árangri liðanna. Styrkleikaflokkarnir fyrir dráttinn Flokkur 1 Arsenal (ENG)Barcelona (SPÁ)Lyon (FRA)Chelsea (ENG)Bayern München (ÞÝS)Wolfsburg (ÞÝS) Flokkur 2 Paris Saint-Germain (FRA)Real Madrid (SPÁ)Juventus FC (ÍTA)Benfica (POR)Roma (ÍTA)St. Polten (AUS) Flokkur 3 FC Twente (HOL)Vålerenga (NOR)Paris FC (FRA)Manchester United (ENG)Atlético Madrid (SPÁ)OH Leuven (BEL) Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Fleiri fréttir „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Mbappé og félagar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Sjá meira
Meistaradeild kvenna verður nú með sams konar sniði og Meistaradeild karla, þar sem að í stað riðlakeppni munu öll liðin vera saman í einni 18 liða deild. Hvert lið spilar alls sex leiki og safnar stigum, í keppni um að komast áfram í útsláttarkeppnina. Liðin sem enda í 1.-4. sæti deildarinnar fara beint í 8-liða úrslitin. Liðin í 5.-12. sæti fara í umspil um sæti í 8-liða úrslitum. Liðin í 13.-18. sæti falla hins vegar úr keppni. Fyrir dráttinn í dag var liðunum skipt eftir styrkleika í þrjá sex liða flokka og fékk hvert þeirra svo tvo andstæðinga úr hverjum flokki, annan á heimavelli en hinn á útivelli. Glódís og Amanda glíma við meistarana Glódís Perla Viggósdóttir er fyrirliði Bayern sem mætir báðum liðunum sem léku til úrslita í keppninni á síðustu leiktíð, þegar Arsenal vann Barcelona. Hálfgerður martraðardráttur, ef svo má segja. Leikir Bayern: Arsenal (h), Barcelona (ú), Juventus (h), PSG (ú), Vålerenga (h), Atlético Madrid (ú). Hollenska liðið Twente, með Amöndu Andradóttur innanborðs, þarf að glíma við sjálfa Evrópumeistara Arsenal sem og Englandsmeistara Chelsea. Leikir Twente: Chelsea (h), Arsenal (ú), Real Madrid (h), Benfica (ú), Atlético Madrid (h), OH Leuven (ú). Sædís Rún Heiðarsdóttir og Arna Eiríksdóttir fagna með liðsfélögum sínum eftir að hafa slegið út Ferencváros í Ungverjalandi í gær, og tryggt sér sæti í Meistaradeild Evrópu.vísir/ÓskarÓ Sædís og Arna mæta Man. Utd og Bayern Norsku meistararnir í Vålerenga eru nú með tvo Íslendinga í sínu liði, því Sædís Rún Heiðarsdóttir fékk á dögunum Örnu Eiríksdóttur sem liðsfélaga. Þær mæta Bayern á útivelli og fá annan þýskan risa í heimsókn. Þá mæta þær einnig Manchester United sem er í fyrsta sinn með í aðalkeppni Meistaradeildar kvenna. Leikir Vålerenga: Wolfsburg (h), Bayern (ú), St. Pölten (h), Roma (ú), Paris FC (h), Manchester United (ú). Lokaumferðin í desember Með því að smella hér má sjá allan dráttinn. Leikjadagskráin verður klár á morgun en fyrstu leikir verða 7. og 8. október, og lokaumferðin 17. desember. Hér að neðan eru styrkleikaflokkarnir fyrir dráttinn í dag, sem gerðir voru út frá fyrri árangri liðanna. Styrkleikaflokkarnir fyrir dráttinn Flokkur 1 Arsenal (ENG)Barcelona (SPÁ)Lyon (FRA)Chelsea (ENG)Bayern München (ÞÝS)Wolfsburg (ÞÝS) Flokkur 2 Paris Saint-Germain (FRA)Real Madrid (SPÁ)Juventus FC (ÍTA)Benfica (POR)Roma (ÍTA)St. Polten (AUS) Flokkur 3 FC Twente (HOL)Vålerenga (NOR)Paris FC (FRA)Manchester United (ENG)Atlético Madrid (SPÁ)OH Leuven (BEL)
Styrkleikaflokkarnir fyrir dráttinn Flokkur 1 Arsenal (ENG)Barcelona (SPÁ)Lyon (FRA)Chelsea (ENG)Bayern München (ÞÝS)Wolfsburg (ÞÝS) Flokkur 2 Paris Saint-Germain (FRA)Real Madrid (SPÁ)Juventus FC (ÍTA)Benfica (POR)Roma (ÍTA)St. Polten (AUS) Flokkur 3 FC Twente (HOL)Vålerenga (NOR)Paris FC (FRA)Manchester United (ENG)Atlético Madrid (SPÁ)OH Leuven (BEL)
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Fleiri fréttir „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Mbappé og félagar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Sjá meira