Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sindri Sverrisson skrifar 19. september 2025 10:40 Glódís Perla Viggósdóttir er fyrirliði Þýskalandsmeistara Bayern sem voru í efsta styrkleikaflokki þegar dregið var í Meistaradeild Evrópu í dag. Getty/Mark Wieland Þrjú Íslendingalið verða með í Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna í vetur, sem nú verður með nýju fyrirkomulagi. Þau fengu að vita í dag hvaða liðum þau mæta, þegar dregið var, og mun Glódís Perla Viggósdóttir mæta þeim Sædísi Rún Heiðarsdóttur og Örnu Eiríksdóttur í München. Meistaradeild kvenna verður nú með sams konar sniði og Meistaradeild karla, þar sem að í stað riðlakeppni munu öll liðin vera saman í einni 18 liða deild. Hvert lið spilar alls sex leiki og safnar stigum, í keppni um að komast áfram í útsláttarkeppnina. Liðin sem enda í 1.-4. sæti deildarinnar fara beint í 8-liða úrslitin. Liðin í 5.-12. sæti fara í umspil um sæti í 8-liða úrslitum. Liðin í 13.-18. sæti falla hins vegar úr keppni. Fyrir dráttinn í dag var liðunum skipt eftir styrkleika í þrjá sex liða flokka og fékk hvert þeirra svo tvo andstæðinga úr hverjum flokki, annan á heimavelli en hinn á útivelli. Glódís og Amanda glíma við meistarana Glódís Perla Viggósdóttir er fyrirliði Bayern sem mætir báðum liðunum sem léku til úrslita í keppninni á síðustu leiktíð, þegar Arsenal vann Barcelona. Hálfgerður martraðardráttur, ef svo má segja. Leikir Bayern: Arsenal (h), Barcelona (ú), Juventus (h), PSG (ú), Vålerenga (h), Atlético Madrid (ú). Hollenska liðið Twente, með Amöndu Andradóttur innanborðs, þarf að glíma við sjálfa Evrópumeistara Arsenal sem og Englandsmeistara Chelsea. Leikir Twente: Chelsea (h), Arsenal (ú), Real Madrid (h), Benfica (ú), Atlético Madrid (h), OH Leuven (ú). Sædís Rún Heiðarsdóttir og Arna Eiríksdóttir fagna með liðsfélögum sínum eftir að hafa slegið út Ferencváros í Ungverjalandi í gær, og tryggt sér sæti í Meistaradeild Evrópu.vísir/ÓskarÓ Sædís og Arna mæta Man. Utd og Bayern Norsku meistararnir í Vålerenga eru nú með tvo Íslendinga í sínu liði, því Sædís Rún Heiðarsdóttir fékk á dögunum Örnu Eiríksdóttur sem liðsfélaga. Þær mæta Bayern á útivelli og fá annan þýskan risa í heimsókn. Þá mæta þær einnig Manchester United sem er í fyrsta sinn með í aðalkeppni Meistaradeildar kvenna. Leikir Vålerenga: Wolfsburg (h), Bayern (ú), St. Pölten (h), Roma (ú), Paris FC (h), Manchester United (ú). Lokaumferðin í desember Með því að smella hér má sjá allan dráttinn. Leikjadagskráin verður klár á morgun en fyrstu leikir verða 7. og 8. október, og lokaumferðin 17. desember. Hér að neðan eru styrkleikaflokkarnir fyrir dráttinn í dag, sem gerðir voru út frá fyrri árangri liðanna. Styrkleikaflokkarnir fyrir dráttinn Flokkur 1 Arsenal (ENG)Barcelona (SPÁ)Lyon (FRA)Chelsea (ENG)Bayern München (ÞÝS)Wolfsburg (ÞÝS) Flokkur 2 Paris Saint-Germain (FRA)Real Madrid (SPÁ)Juventus FC (ÍTA)Benfica (POR)Roma (ÍTA)St. Polten (AUS) Flokkur 3 FC Twente (HOL)Vålerenga (NOR)Paris FC (FRA)Manchester United (ENG)Atlético Madrid (SPÁ)OH Leuven (BEL) Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Sjá meira
Meistaradeild kvenna verður nú með sams konar sniði og Meistaradeild karla, þar sem að í stað riðlakeppni munu öll liðin vera saman í einni 18 liða deild. Hvert lið spilar alls sex leiki og safnar stigum, í keppni um að komast áfram í útsláttarkeppnina. Liðin sem enda í 1.-4. sæti deildarinnar fara beint í 8-liða úrslitin. Liðin í 5.-12. sæti fara í umspil um sæti í 8-liða úrslitum. Liðin í 13.-18. sæti falla hins vegar úr keppni. Fyrir dráttinn í dag var liðunum skipt eftir styrkleika í þrjá sex liða flokka og fékk hvert þeirra svo tvo andstæðinga úr hverjum flokki, annan á heimavelli en hinn á útivelli. Glódís og Amanda glíma við meistarana Glódís Perla Viggósdóttir er fyrirliði Bayern sem mætir báðum liðunum sem léku til úrslita í keppninni á síðustu leiktíð, þegar Arsenal vann Barcelona. Hálfgerður martraðardráttur, ef svo má segja. Leikir Bayern: Arsenal (h), Barcelona (ú), Juventus (h), PSG (ú), Vålerenga (h), Atlético Madrid (ú). Hollenska liðið Twente, með Amöndu Andradóttur innanborðs, þarf að glíma við sjálfa Evrópumeistara Arsenal sem og Englandsmeistara Chelsea. Leikir Twente: Chelsea (h), Arsenal (ú), Real Madrid (h), Benfica (ú), Atlético Madrid (h), OH Leuven (ú). Sædís Rún Heiðarsdóttir og Arna Eiríksdóttir fagna með liðsfélögum sínum eftir að hafa slegið út Ferencváros í Ungverjalandi í gær, og tryggt sér sæti í Meistaradeild Evrópu.vísir/ÓskarÓ Sædís og Arna mæta Man. Utd og Bayern Norsku meistararnir í Vålerenga eru nú með tvo Íslendinga í sínu liði, því Sædís Rún Heiðarsdóttir fékk á dögunum Örnu Eiríksdóttur sem liðsfélaga. Þær mæta Bayern á útivelli og fá annan þýskan risa í heimsókn. Þá mæta þær einnig Manchester United sem er í fyrsta sinn með í aðalkeppni Meistaradeildar kvenna. Leikir Vålerenga: Wolfsburg (h), Bayern (ú), St. Pölten (h), Roma (ú), Paris FC (h), Manchester United (ú). Lokaumferðin í desember Með því að smella hér má sjá allan dráttinn. Leikjadagskráin verður klár á morgun en fyrstu leikir verða 7. og 8. október, og lokaumferðin 17. desember. Hér að neðan eru styrkleikaflokkarnir fyrir dráttinn í dag, sem gerðir voru út frá fyrri árangri liðanna. Styrkleikaflokkarnir fyrir dráttinn Flokkur 1 Arsenal (ENG)Barcelona (SPÁ)Lyon (FRA)Chelsea (ENG)Bayern München (ÞÝS)Wolfsburg (ÞÝS) Flokkur 2 Paris Saint-Germain (FRA)Real Madrid (SPÁ)Juventus FC (ÍTA)Benfica (POR)Roma (ÍTA)St. Polten (AUS) Flokkur 3 FC Twente (HOL)Vålerenga (NOR)Paris FC (FRA)Manchester United (ENG)Atlético Madrid (SPÁ)OH Leuven (BEL)
Styrkleikaflokkarnir fyrir dráttinn Flokkur 1 Arsenal (ENG)Barcelona (SPÁ)Lyon (FRA)Chelsea (ENG)Bayern München (ÞÝS)Wolfsburg (ÞÝS) Flokkur 2 Paris Saint-Germain (FRA)Real Madrid (SPÁ)Juventus FC (ÍTA)Benfica (POR)Roma (ÍTA)St. Polten (AUS) Flokkur 3 FC Twente (HOL)Vålerenga (NOR)Paris FC (FRA)Manchester United (ENG)Atlético Madrid (SPÁ)OH Leuven (BEL)
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Sjá meira