Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Sindri Sverrisson skrifar 19. september 2025 10:21 Sveindís Jane Jónsdóttir hefur stimplað sig inn í stórt hlutverk hjá Angel City eftir komuna til liðsins í sumar, að loknu Evrópumótinu í Sviss. Getty/Maja Hitij Sveindís Jane Jónsdóttir var að vanda aðsópsmikil í sóknarleik Angel City í nótt þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við Washington Spirit í bandarísku úrvalsdeildinni í fótbolta. Vel vakandi og á tánum, öfugt við það þegar hún fer í bíó. Bandaríska landsliðskonan Trinity Rodman kom gestunum yfir strax á 12. mínútu, eins og sjá má í myndbandi með hápunktum leiksins hér að neðan. Angel City jafnaði metin þegar Sveindís sendi boltann á Gisele Thompson sem gerði vel og gaf svo á hina tvítugu Evelyn Shores sem skoraði sitt fyrsta mark í deildinni. Heimakonur komust svo yfir snemma í seinni hálfleik með sjálfsmarki Tara McKeown, eftir góða fyrirgjöf frá Riley Tiernan. McKeown teygði sig í boltann sem annars hefði mögulega náð til Sveindísar á fjærstönginni. Croix Bethune jafnaði metin á 71. mínútu. Sveindís virtist svo vera að leggja upp sigurmark fimm mínútum fyrir leikslok, eftir sprett að endamörkum og sendingu út í teiginn en Macey Hodge skaut yfir úr dauðafæri. Sveindís átti svo sjálf skot rétt yfir markið skömmu síðar en lokatölur urðu sem fyrr segir 2-2. Angel City er nú með 24 stig í 10. sæti deildarinnar, tveimur stigum frá næsta sæti í úrslitakeppninni nú þegar liðið á fimm leiki eftir. Washington er næstefst með 37 stig. Sofnaði í bíó yfir Jurassic Park Næsti leikur Angel City er við Racing Louisville eftir rúma viku. Ljóst er að Sveindís mun ekki drepa tímann fram að þeim leik með bíóglápi því í skemmtilegu myndbandi á Instagram-síðu félagsins kveðst íslenska landsliðskonan hreinlega aldrei geta haldið sér vakandi yfir kvikmyndum. View this post on Instagram A post shared by Angel City FC (@weareangelcity) „Ég horfi í rauninni ekkert á bíómyndir því ég sofna bara. Ég fór í bíó fyrir nokkrum dögum að horfa á Jurassic Park og ég sofnaði svo fljótt,“ sagði Sveindís létt á meðan að liðsfélagar hennar viðurkenndu að hafa margoft horft á myndir á borð við Bend It Like Beckham, How To Lose A Guy In 10 Days og A Knight‘s Tale. Bandaríski fótboltinn Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Nott. Forest - Man. United | Tekst United að vinna fjórða leikinn í röð? Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Fleiri fréttir Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Burnley - Arsenal | Toppliðið sækir nýliðana heim Nott. Forest - Man. United | Tekst United að vinna fjórða leikinn í röð? Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Sjá meira
Bandaríska landsliðskonan Trinity Rodman kom gestunum yfir strax á 12. mínútu, eins og sjá má í myndbandi með hápunktum leiksins hér að neðan. Angel City jafnaði metin þegar Sveindís sendi boltann á Gisele Thompson sem gerði vel og gaf svo á hina tvítugu Evelyn Shores sem skoraði sitt fyrsta mark í deildinni. Heimakonur komust svo yfir snemma í seinni hálfleik með sjálfsmarki Tara McKeown, eftir góða fyrirgjöf frá Riley Tiernan. McKeown teygði sig í boltann sem annars hefði mögulega náð til Sveindísar á fjærstönginni. Croix Bethune jafnaði metin á 71. mínútu. Sveindís virtist svo vera að leggja upp sigurmark fimm mínútum fyrir leikslok, eftir sprett að endamörkum og sendingu út í teiginn en Macey Hodge skaut yfir úr dauðafæri. Sveindís átti svo sjálf skot rétt yfir markið skömmu síðar en lokatölur urðu sem fyrr segir 2-2. Angel City er nú með 24 stig í 10. sæti deildarinnar, tveimur stigum frá næsta sæti í úrslitakeppninni nú þegar liðið á fimm leiki eftir. Washington er næstefst með 37 stig. Sofnaði í bíó yfir Jurassic Park Næsti leikur Angel City er við Racing Louisville eftir rúma viku. Ljóst er að Sveindís mun ekki drepa tímann fram að þeim leik með bíóglápi því í skemmtilegu myndbandi á Instagram-síðu félagsins kveðst íslenska landsliðskonan hreinlega aldrei geta haldið sér vakandi yfir kvikmyndum. View this post on Instagram A post shared by Angel City FC (@weareangelcity) „Ég horfi í rauninni ekkert á bíómyndir því ég sofna bara. Ég fór í bíó fyrir nokkrum dögum að horfa á Jurassic Park og ég sofnaði svo fljótt,“ sagði Sveindís létt á meðan að liðsfélagar hennar viðurkenndu að hafa margoft horft á myndir á borð við Bend It Like Beckham, How To Lose A Guy In 10 Days og A Knight‘s Tale.
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Nott. Forest - Man. United | Tekst United að vinna fjórða leikinn í röð? Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Fleiri fréttir Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Burnley - Arsenal | Toppliðið sækir nýliðana heim Nott. Forest - Man. United | Tekst United að vinna fjórða leikinn í röð? Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Sjá meira