Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar 17. september 2025 13:02 Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis er í dag, 17. september. Síðan 2019 hefur Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) hvatt aðildarríki til að nota þennan dag til að minna á mikilvægi þess að tryggja að öll þau sem þurfa á heilbrigðisþjónustu að halda fái örugga umönnun og án þess að verða fyrir skaða vegna þeirrar þjónustu sem ætlað er að bæta heilsu þeirra. Þema dagsins í ár er Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn og nýbura með slagorðinu „Öryggi sjúklinga frá upphafi!“. Þessi áhersla á okkar yngstu er ákaflega mikilvæg enda eru börn og nýburar meðal viðkvæmustu sjúklingahópa í heilbrigðiskerfinu. Þau þurfa sérhæfða og einstaklingsbundna umönnun og þjónustu. Áskorunin Bætt sjúklingaöryggi er alþjóðleg áskorun sem varðar samfélagið í heild sinni. Kostnaður vegna hvers kyns öryggisatvika í heilbrigðisþjónustu nemur allt að 13% af heildarútgjöldum heilbrigðiskerfa á heimsvísu. Á bak við þessa tölu leynist þjáning, sorg og jafnvel skert lífsgæði þeirra sem lenda í atvikum sem þessum, byrðar sem erfitt er að meta til fjár. Hérna eigum við ekki aðeins við sjúklinginn og aðstandendur hans, heldur einnig veitendur heilbrigðisþjónustu sem stundum eru nefndir annað fórnarlambið enda er þekkt að heilbrigðisstarfsmenn sem tengjast á einhvern hátt atvikum er skaða sjúkling geta einnig borið af því verulegan skaða. Hér á Íslandi hefur á árunum 2020 til 2025 verið tilkynnt um 21 alvarlegt atvik meðal nýbura og annarra barna. Þegar við hugsum um að eitt atvik getur haft varanleg áhrif á þroska og heilsu barns - áhrif sem geta varað alla ævi - verður ljóst hve brýnt það er að vinna markvisst að því að koma í veg fyrir þessi atvik. Heilbrigðisþjónusta við börn barna Börn eru ekki smækkuð mynd af fullorðnum. Þau þurfa umönnun og meðferð sem hentar þeim ldri þeirra, þyngd, þroskastigi, læknisfræðilegum þörfum og getu þeirra til samskipta á hverju þroskastigi fyrir sig. Að tryggja örugga þjónustu við börn krefst sérstakrar athygli vegna þeirra sérstöku aðstæðna sem þau búa við. Börn eru háð fullorðnum til að tala og túlka fyrir þau og taka mikilvægar ákvarðanir. Þau þroskast hratt og sjúkdómamynstur þeirra er ólíkt því sem gerist meðal fullorðinna, og þarfir þeirra varðandi heilbrigðisþjónustu breytast stöðugt eftir því sem barnið vex og þroskast Algengustu orsakir skaða eru þekktar Ávallt þarf að hafa öryggi í fyrirrúmi, alltaf og alls staðar í heilbrigðisþjónustu en ekki síst á gjörgæslu eða þegar um er að ræða flókna meðferð enda gefa rannsóknir til kynna að börn séu í mestri hættu einmitt undir þessum kringumstæðum. Þá leggur alþjóða heilbrigðismálastofnunin áherslu á þá staðreynd að við séum vakandi fyrir algengustu orsökum skaða hjá börnum í heilbrigðisþjónustu. Þetta eru lyfja- og greiningarvillur, sýkingar tengdar meðferð, vandamál með lækningatæki, svo sem slöngur eða skjái, og þegar viðvörunarmerki um versnandi ástand barns fara fram hjá starfsfólki. Alþjóðlegar áætlanir og norræna samstarfið Lögð er áhersla á öryggi barna í Alþjóðlegu aðgerðaáætluninni um öryggi sjúklinga 2021-2030. Áætlunin kallar eftir því að móta og innleiða örugga klíníska ferla, efla hæfni heilbrigðisstarfsfólks og virkja sjúklinga og fjölskyldur. Ísland tekur þátt í öflugu norrænu samstarfi. Í desember 2024 kynntu Norðurlöndin sameiginleg viðmið eða ramma um nauðsynlega þekkingu heilbrigðisstarfsfólks á sviði sjúklingaöryggis. Þessi rammi felur í sér 15 þætti þekkingar og hæfni. Ramminn byggir á leiðbeiningum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar en er aðlagaður að okkar norrænu aðstæðum. Sameiginleg ábyrgð allra Sjúklingaöryggi er ekki bara ábyrgð heilbrigðisstarfsfólks heldur sameiginlegt verkefni okkar allra. Sjúklingar og aðstandendur þeirra geta aukið öryggi þegar þeir taka virkan þátt í umönnuninni, en til að geta stutt við meðferð barna sinna þurfa foreldrar skýrar leiðbeiningar, t.d. um lyfjanotkun, upplýsingar um hvenær og hvernig á að leita hjálpar, og að þeir upplifi stuðning frá þjónustuveitendur. Við þurfum að skapa menningu þar sem opin samskipti eru í fyrirrúmi, þar sem við vinnum saman að því að tryggja öryggi og horfumst í augu við öryggisbresti og drögum lærdóm af mistökum. Fjárfesting í framtíðinni Þegar við fjárfestum í sjúklingaöryggi frá upphafi, fjárfestum við í öllu lífi barnsins. Við fjárfestum í heilbrigðara samfélagi, sterkara efnahagslífi og bjartari framtíð. Að hindra atvik í heilbrigðisþjónustu við börn er ekki bara mikils virði fyrir börnin og aðstandendur þeirra heldur er það einn liður í sjálfbærnimarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Markmiðið okkar er að ekkert barn verði fyrir skaða vegna skorts á öryggi í heilbrigðisþjónustu. Saman getum við gert heilbrigðisþjónustu öruggari fyrir öll börn. Saman getum við tryggt að öll börn fái örugga þjónustu frá upphafi. Þetta er ekki bara fagleg skuldbinding heilbrigðisstarfsfólks - þetta er samfélagsleg ábyrgð okkar allra. Höfundur er landlæknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein María Heimisdóttir Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis er í dag, 17. september. Síðan 2019 hefur Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) hvatt aðildarríki til að nota þennan dag til að minna á mikilvægi þess að tryggja að öll þau sem þurfa á heilbrigðisþjónustu að halda fái örugga umönnun og án þess að verða fyrir skaða vegna þeirrar þjónustu sem ætlað er að bæta heilsu þeirra. Þema dagsins í ár er Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn og nýbura með slagorðinu „Öryggi sjúklinga frá upphafi!“. Þessi áhersla á okkar yngstu er ákaflega mikilvæg enda eru börn og nýburar meðal viðkvæmustu sjúklingahópa í heilbrigðiskerfinu. Þau þurfa sérhæfða og einstaklingsbundna umönnun og þjónustu. Áskorunin Bætt sjúklingaöryggi er alþjóðleg áskorun sem varðar samfélagið í heild sinni. Kostnaður vegna hvers kyns öryggisatvika í heilbrigðisþjónustu nemur allt að 13% af heildarútgjöldum heilbrigðiskerfa á heimsvísu. Á bak við þessa tölu leynist þjáning, sorg og jafnvel skert lífsgæði þeirra sem lenda í atvikum sem þessum, byrðar sem erfitt er að meta til fjár. Hérna eigum við ekki aðeins við sjúklinginn og aðstandendur hans, heldur einnig veitendur heilbrigðisþjónustu sem stundum eru nefndir annað fórnarlambið enda er þekkt að heilbrigðisstarfsmenn sem tengjast á einhvern hátt atvikum er skaða sjúkling geta einnig borið af því verulegan skaða. Hér á Íslandi hefur á árunum 2020 til 2025 verið tilkynnt um 21 alvarlegt atvik meðal nýbura og annarra barna. Þegar við hugsum um að eitt atvik getur haft varanleg áhrif á þroska og heilsu barns - áhrif sem geta varað alla ævi - verður ljóst hve brýnt það er að vinna markvisst að því að koma í veg fyrir þessi atvik. Heilbrigðisþjónusta við börn barna Börn eru ekki smækkuð mynd af fullorðnum. Þau þurfa umönnun og meðferð sem hentar þeim ldri þeirra, þyngd, þroskastigi, læknisfræðilegum þörfum og getu þeirra til samskipta á hverju þroskastigi fyrir sig. Að tryggja örugga þjónustu við börn krefst sérstakrar athygli vegna þeirra sérstöku aðstæðna sem þau búa við. Börn eru háð fullorðnum til að tala og túlka fyrir þau og taka mikilvægar ákvarðanir. Þau þroskast hratt og sjúkdómamynstur þeirra er ólíkt því sem gerist meðal fullorðinna, og þarfir þeirra varðandi heilbrigðisþjónustu breytast stöðugt eftir því sem barnið vex og þroskast Algengustu orsakir skaða eru þekktar Ávallt þarf að hafa öryggi í fyrirrúmi, alltaf og alls staðar í heilbrigðisþjónustu en ekki síst á gjörgæslu eða þegar um er að ræða flókna meðferð enda gefa rannsóknir til kynna að börn séu í mestri hættu einmitt undir þessum kringumstæðum. Þá leggur alþjóða heilbrigðismálastofnunin áherslu á þá staðreynd að við séum vakandi fyrir algengustu orsökum skaða hjá börnum í heilbrigðisþjónustu. Þetta eru lyfja- og greiningarvillur, sýkingar tengdar meðferð, vandamál með lækningatæki, svo sem slöngur eða skjái, og þegar viðvörunarmerki um versnandi ástand barns fara fram hjá starfsfólki. Alþjóðlegar áætlanir og norræna samstarfið Lögð er áhersla á öryggi barna í Alþjóðlegu aðgerðaáætluninni um öryggi sjúklinga 2021-2030. Áætlunin kallar eftir því að móta og innleiða örugga klíníska ferla, efla hæfni heilbrigðisstarfsfólks og virkja sjúklinga og fjölskyldur. Ísland tekur þátt í öflugu norrænu samstarfi. Í desember 2024 kynntu Norðurlöndin sameiginleg viðmið eða ramma um nauðsynlega þekkingu heilbrigðisstarfsfólks á sviði sjúklingaöryggis. Þessi rammi felur í sér 15 þætti þekkingar og hæfni. Ramminn byggir á leiðbeiningum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar en er aðlagaður að okkar norrænu aðstæðum. Sameiginleg ábyrgð allra Sjúklingaöryggi er ekki bara ábyrgð heilbrigðisstarfsfólks heldur sameiginlegt verkefni okkar allra. Sjúklingar og aðstandendur þeirra geta aukið öryggi þegar þeir taka virkan þátt í umönnuninni, en til að geta stutt við meðferð barna sinna þurfa foreldrar skýrar leiðbeiningar, t.d. um lyfjanotkun, upplýsingar um hvenær og hvernig á að leita hjálpar, og að þeir upplifi stuðning frá þjónustuveitendur. Við þurfum að skapa menningu þar sem opin samskipti eru í fyrirrúmi, þar sem við vinnum saman að því að tryggja öryggi og horfumst í augu við öryggisbresti og drögum lærdóm af mistökum. Fjárfesting í framtíðinni Þegar við fjárfestum í sjúklingaöryggi frá upphafi, fjárfestum við í öllu lífi barnsins. Við fjárfestum í heilbrigðara samfélagi, sterkara efnahagslífi og bjartari framtíð. Að hindra atvik í heilbrigðisþjónustu við börn er ekki bara mikils virði fyrir börnin og aðstandendur þeirra heldur er það einn liður í sjálfbærnimarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Markmiðið okkar er að ekkert barn verði fyrir skaða vegna skorts á öryggi í heilbrigðisþjónustu. Saman getum við gert heilbrigðisþjónustu öruggari fyrir öll börn. Saman getum við tryggt að öll börn fái örugga þjónustu frá upphafi. Þetta er ekki bara fagleg skuldbinding heilbrigðisstarfsfólks - þetta er samfélagsleg ábyrgð okkar allra. Höfundur er landlæknir.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar