Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar 17. september 2025 13:02 Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis er í dag, 17. september. Síðan 2019 hefur Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) hvatt aðildarríki til að nota þennan dag til að minna á mikilvægi þess að tryggja að öll þau sem þurfa á heilbrigðisþjónustu að halda fái örugga umönnun og án þess að verða fyrir skaða vegna þeirrar þjónustu sem ætlað er að bæta heilsu þeirra. Þema dagsins í ár er Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn og nýbura með slagorðinu „Öryggi sjúklinga frá upphafi!“. Þessi áhersla á okkar yngstu er ákaflega mikilvæg enda eru börn og nýburar meðal viðkvæmustu sjúklingahópa í heilbrigðiskerfinu. Þau þurfa sérhæfða og einstaklingsbundna umönnun og þjónustu. Áskorunin Bætt sjúklingaöryggi er alþjóðleg áskorun sem varðar samfélagið í heild sinni. Kostnaður vegna hvers kyns öryggisatvika í heilbrigðisþjónustu nemur allt að 13% af heildarútgjöldum heilbrigðiskerfa á heimsvísu. Á bak við þessa tölu leynist þjáning, sorg og jafnvel skert lífsgæði þeirra sem lenda í atvikum sem þessum, byrðar sem erfitt er að meta til fjár. Hérna eigum við ekki aðeins við sjúklinginn og aðstandendur hans, heldur einnig veitendur heilbrigðisþjónustu sem stundum eru nefndir annað fórnarlambið enda er þekkt að heilbrigðisstarfsmenn sem tengjast á einhvern hátt atvikum er skaða sjúkling geta einnig borið af því verulegan skaða. Hér á Íslandi hefur á árunum 2020 til 2025 verið tilkynnt um 21 alvarlegt atvik meðal nýbura og annarra barna. Þegar við hugsum um að eitt atvik getur haft varanleg áhrif á þroska og heilsu barns - áhrif sem geta varað alla ævi - verður ljóst hve brýnt það er að vinna markvisst að því að koma í veg fyrir þessi atvik. Heilbrigðisþjónusta við börn barna Börn eru ekki smækkuð mynd af fullorðnum. Þau þurfa umönnun og meðferð sem hentar þeim ldri þeirra, þyngd, þroskastigi, læknisfræðilegum þörfum og getu þeirra til samskipta á hverju þroskastigi fyrir sig. Að tryggja örugga þjónustu við börn krefst sérstakrar athygli vegna þeirra sérstöku aðstæðna sem þau búa við. Börn eru háð fullorðnum til að tala og túlka fyrir þau og taka mikilvægar ákvarðanir. Þau þroskast hratt og sjúkdómamynstur þeirra er ólíkt því sem gerist meðal fullorðinna, og þarfir þeirra varðandi heilbrigðisþjónustu breytast stöðugt eftir því sem barnið vex og þroskast Algengustu orsakir skaða eru þekktar Ávallt þarf að hafa öryggi í fyrirrúmi, alltaf og alls staðar í heilbrigðisþjónustu en ekki síst á gjörgæslu eða þegar um er að ræða flókna meðferð enda gefa rannsóknir til kynna að börn séu í mestri hættu einmitt undir þessum kringumstæðum. Þá leggur alþjóða heilbrigðismálastofnunin áherslu á þá staðreynd að við séum vakandi fyrir algengustu orsökum skaða hjá börnum í heilbrigðisþjónustu. Þetta eru lyfja- og greiningarvillur, sýkingar tengdar meðferð, vandamál með lækningatæki, svo sem slöngur eða skjái, og þegar viðvörunarmerki um versnandi ástand barns fara fram hjá starfsfólki. Alþjóðlegar áætlanir og norræna samstarfið Lögð er áhersla á öryggi barna í Alþjóðlegu aðgerðaáætluninni um öryggi sjúklinga 2021-2030. Áætlunin kallar eftir því að móta og innleiða örugga klíníska ferla, efla hæfni heilbrigðisstarfsfólks og virkja sjúklinga og fjölskyldur. Ísland tekur þátt í öflugu norrænu samstarfi. Í desember 2024 kynntu Norðurlöndin sameiginleg viðmið eða ramma um nauðsynlega þekkingu heilbrigðisstarfsfólks á sviði sjúklingaöryggis. Þessi rammi felur í sér 15 þætti þekkingar og hæfni. Ramminn byggir á leiðbeiningum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar en er aðlagaður að okkar norrænu aðstæðum. Sameiginleg ábyrgð allra Sjúklingaöryggi er ekki bara ábyrgð heilbrigðisstarfsfólks heldur sameiginlegt verkefni okkar allra. Sjúklingar og aðstandendur þeirra geta aukið öryggi þegar þeir taka virkan þátt í umönnuninni, en til að geta stutt við meðferð barna sinna þurfa foreldrar skýrar leiðbeiningar, t.d. um lyfjanotkun, upplýsingar um hvenær og hvernig á að leita hjálpar, og að þeir upplifi stuðning frá þjónustuveitendur. Við þurfum að skapa menningu þar sem opin samskipti eru í fyrirrúmi, þar sem við vinnum saman að því að tryggja öryggi og horfumst í augu við öryggisbresti og drögum lærdóm af mistökum. Fjárfesting í framtíðinni Þegar við fjárfestum í sjúklingaöryggi frá upphafi, fjárfestum við í öllu lífi barnsins. Við fjárfestum í heilbrigðara samfélagi, sterkara efnahagslífi og bjartari framtíð. Að hindra atvik í heilbrigðisþjónustu við börn er ekki bara mikils virði fyrir börnin og aðstandendur þeirra heldur er það einn liður í sjálfbærnimarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Markmiðið okkar er að ekkert barn verði fyrir skaða vegna skorts á öryggi í heilbrigðisþjónustu. Saman getum við gert heilbrigðisþjónustu öruggari fyrir öll börn. Saman getum við tryggt að öll börn fái örugga þjónustu frá upphafi. Þetta er ekki bara fagleg skuldbinding heilbrigðisstarfsfólks - þetta er samfélagsleg ábyrgð okkar allra. Höfundur er landlæknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein María Heimisdóttir Mest lesið Snorri og Donni Andri Þorvarðarson Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis er í dag, 17. september. Síðan 2019 hefur Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) hvatt aðildarríki til að nota þennan dag til að minna á mikilvægi þess að tryggja að öll þau sem þurfa á heilbrigðisþjónustu að halda fái örugga umönnun og án þess að verða fyrir skaða vegna þeirrar þjónustu sem ætlað er að bæta heilsu þeirra. Þema dagsins í ár er Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn og nýbura með slagorðinu „Öryggi sjúklinga frá upphafi!“. Þessi áhersla á okkar yngstu er ákaflega mikilvæg enda eru börn og nýburar meðal viðkvæmustu sjúklingahópa í heilbrigðiskerfinu. Þau þurfa sérhæfða og einstaklingsbundna umönnun og þjónustu. Áskorunin Bætt sjúklingaöryggi er alþjóðleg áskorun sem varðar samfélagið í heild sinni. Kostnaður vegna hvers kyns öryggisatvika í heilbrigðisþjónustu nemur allt að 13% af heildarútgjöldum heilbrigðiskerfa á heimsvísu. Á bak við þessa tölu leynist þjáning, sorg og jafnvel skert lífsgæði þeirra sem lenda í atvikum sem þessum, byrðar sem erfitt er að meta til fjár. Hérna eigum við ekki aðeins við sjúklinginn og aðstandendur hans, heldur einnig veitendur heilbrigðisþjónustu sem stundum eru nefndir annað fórnarlambið enda er þekkt að heilbrigðisstarfsmenn sem tengjast á einhvern hátt atvikum er skaða sjúkling geta einnig borið af því verulegan skaða. Hér á Íslandi hefur á árunum 2020 til 2025 verið tilkynnt um 21 alvarlegt atvik meðal nýbura og annarra barna. Þegar við hugsum um að eitt atvik getur haft varanleg áhrif á þroska og heilsu barns - áhrif sem geta varað alla ævi - verður ljóst hve brýnt það er að vinna markvisst að því að koma í veg fyrir þessi atvik. Heilbrigðisþjónusta við börn barna Börn eru ekki smækkuð mynd af fullorðnum. Þau þurfa umönnun og meðferð sem hentar þeim ldri þeirra, þyngd, þroskastigi, læknisfræðilegum þörfum og getu þeirra til samskipta á hverju þroskastigi fyrir sig. Að tryggja örugga þjónustu við börn krefst sérstakrar athygli vegna þeirra sérstöku aðstæðna sem þau búa við. Börn eru háð fullorðnum til að tala og túlka fyrir þau og taka mikilvægar ákvarðanir. Þau þroskast hratt og sjúkdómamynstur þeirra er ólíkt því sem gerist meðal fullorðinna, og þarfir þeirra varðandi heilbrigðisþjónustu breytast stöðugt eftir því sem barnið vex og þroskast Algengustu orsakir skaða eru þekktar Ávallt þarf að hafa öryggi í fyrirrúmi, alltaf og alls staðar í heilbrigðisþjónustu en ekki síst á gjörgæslu eða þegar um er að ræða flókna meðferð enda gefa rannsóknir til kynna að börn séu í mestri hættu einmitt undir þessum kringumstæðum. Þá leggur alþjóða heilbrigðismálastofnunin áherslu á þá staðreynd að við séum vakandi fyrir algengustu orsökum skaða hjá börnum í heilbrigðisþjónustu. Þetta eru lyfja- og greiningarvillur, sýkingar tengdar meðferð, vandamál með lækningatæki, svo sem slöngur eða skjái, og þegar viðvörunarmerki um versnandi ástand barns fara fram hjá starfsfólki. Alþjóðlegar áætlanir og norræna samstarfið Lögð er áhersla á öryggi barna í Alþjóðlegu aðgerðaáætluninni um öryggi sjúklinga 2021-2030. Áætlunin kallar eftir því að móta og innleiða örugga klíníska ferla, efla hæfni heilbrigðisstarfsfólks og virkja sjúklinga og fjölskyldur. Ísland tekur þátt í öflugu norrænu samstarfi. Í desember 2024 kynntu Norðurlöndin sameiginleg viðmið eða ramma um nauðsynlega þekkingu heilbrigðisstarfsfólks á sviði sjúklingaöryggis. Þessi rammi felur í sér 15 þætti þekkingar og hæfni. Ramminn byggir á leiðbeiningum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar en er aðlagaður að okkar norrænu aðstæðum. Sameiginleg ábyrgð allra Sjúklingaöryggi er ekki bara ábyrgð heilbrigðisstarfsfólks heldur sameiginlegt verkefni okkar allra. Sjúklingar og aðstandendur þeirra geta aukið öryggi þegar þeir taka virkan þátt í umönnuninni, en til að geta stutt við meðferð barna sinna þurfa foreldrar skýrar leiðbeiningar, t.d. um lyfjanotkun, upplýsingar um hvenær og hvernig á að leita hjálpar, og að þeir upplifi stuðning frá þjónustuveitendur. Við þurfum að skapa menningu þar sem opin samskipti eru í fyrirrúmi, þar sem við vinnum saman að því að tryggja öryggi og horfumst í augu við öryggisbresti og drögum lærdóm af mistökum. Fjárfesting í framtíðinni Þegar við fjárfestum í sjúklingaöryggi frá upphafi, fjárfestum við í öllu lífi barnsins. Við fjárfestum í heilbrigðara samfélagi, sterkara efnahagslífi og bjartari framtíð. Að hindra atvik í heilbrigðisþjónustu við börn er ekki bara mikils virði fyrir börnin og aðstandendur þeirra heldur er það einn liður í sjálfbærnimarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Markmiðið okkar er að ekkert barn verði fyrir skaða vegna skorts á öryggi í heilbrigðisþjónustu. Saman getum við gert heilbrigðisþjónustu öruggari fyrir öll börn. Saman getum við tryggt að öll börn fái örugga þjónustu frá upphafi. Þetta er ekki bara fagleg skuldbinding heilbrigðisstarfsfólks - þetta er samfélagsleg ábyrgð okkar allra. Höfundur er landlæknir.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun