Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Jón Ísak Ragnarsson skrifar 16. september 2025 18:22 Fangamyndir af Tyler Robinson sem birtar hafa verið í Bandaríkjunum. Ríkissaksóknari í Utah hefur farið fram á dauðarefsingu yfir hinum 22 ára Tyler Robinson sem grunaður er um að hafa banað Charlie Kirk í síðustu viku. Hann hefur verið ákærður í sjö ákæruliðum. Jeff Gray ríkissaksóknari í Utah greindi frá ákærunni á blaðamannafundi í dag þar sem hann sagði morðið á Kirk bandarískan harmleik. Dauðarefsing í ljósi aðstæðna og eðli glæpsins Fyrsti liður ákærunnar er fyrir morð af ásettu ráði, fyrir að hafa viljandi banað Charlie Kirk. Liður tvö er fyrir að hafa hleypt af skotvopni með ólöglegum hætti. Saksóknari segir líklegt að pólitískar skoðanir Kirks hafi verið ástæða morðsins. Robinson er einnig ákærður fyrir að hafa reynt að hafa áhrif á vitnisburð herbergisfélaga síns, með því að hafa beðið hann um að segja ekkert við lögregluna og eyða skilaboðum sem hann hafði sent sér. Einn ákæruliðurinn er fyrir að hafa framið gróft ofbeldisbrot í návist barna. Saksóknari sagði að í ljósi aðstæðna og eðli glæpsins færi hann fram á dauðarefsingu yfir hinum ákærða, og reifaði svo í kjölfarið helstu atriði málsins. „Það var of mikil illska í honum“ „Það var of mikil illska í þessum gaur. Hann dreifir of miklu hatri,“ segir saksóknari að Robinson hafi sagt við foreldra sína eftir morðið. Robinson hafi svo rætt við fjölskylduvin, fyrrverandi lögreglustjóra á eftirlaunum, sem hafi sannfært Robinson um að gefa sig fram. Hann hafi játað morðið í sms-skilaboðum við trans-kærustu sína og herbergisfélaga, og einnig skilið eftir skilaboð undir lyklaborði í íbúð þeirra þar sem stóð, „Ég hef tækifæri til þess að taka út Charlie Kirk, og ég ætla að gera það.“ Robinson hafi orðið pólitískari og vinstri sinnaðri síðustu ár Herbergisfélaginn segir að hann hafi rætt við Robinson eftir morðið sem hafði þá eftirfarandi að segja: „Ég var búinn að fá nóg af hatrinu hans [Kirk]. Sumt hatur er ekki hægt að semja við.“ Saksóknari segir að móðir Robinson hafi sagt að hann hefði orðið vinstri sinnaðri á undanförnum árum, og hefði fengið mikinn áhuga á málefnum samkynhneigðra og trans fólks. Móðir hans segir að hann hafi byrjað í sambandi með herbergisfélaga sínum, sem er trans kona. Fréttin hefur verið uppfærð Morðið á Charlie Kirk Bandaríkin Erlend sakamál Skotvopn Tengdar fréttir Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Hinn 22 ára gamli Tyler Robinson, sem grunaður er um að hafa skotið fjarhægrimanninn Charlie Kirk til bana á háskólasamkomu í Utah í síðustu viku, sendi smáskilaboð í aðdraganda morðsins þar sem hann sagðist ætla að drepa Kirk. 15. september 2025 23:48 Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Fleiri fréttir Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Sjá meira
Jeff Gray ríkissaksóknari í Utah greindi frá ákærunni á blaðamannafundi í dag þar sem hann sagði morðið á Kirk bandarískan harmleik. Dauðarefsing í ljósi aðstæðna og eðli glæpsins Fyrsti liður ákærunnar er fyrir morð af ásettu ráði, fyrir að hafa viljandi banað Charlie Kirk. Liður tvö er fyrir að hafa hleypt af skotvopni með ólöglegum hætti. Saksóknari segir líklegt að pólitískar skoðanir Kirks hafi verið ástæða morðsins. Robinson er einnig ákærður fyrir að hafa reynt að hafa áhrif á vitnisburð herbergisfélaga síns, með því að hafa beðið hann um að segja ekkert við lögregluna og eyða skilaboðum sem hann hafði sent sér. Einn ákæruliðurinn er fyrir að hafa framið gróft ofbeldisbrot í návist barna. Saksóknari sagði að í ljósi aðstæðna og eðli glæpsins færi hann fram á dauðarefsingu yfir hinum ákærða, og reifaði svo í kjölfarið helstu atriði málsins. „Það var of mikil illska í honum“ „Það var of mikil illska í þessum gaur. Hann dreifir of miklu hatri,“ segir saksóknari að Robinson hafi sagt við foreldra sína eftir morðið. Robinson hafi svo rætt við fjölskylduvin, fyrrverandi lögreglustjóra á eftirlaunum, sem hafi sannfært Robinson um að gefa sig fram. Hann hafi játað morðið í sms-skilaboðum við trans-kærustu sína og herbergisfélaga, og einnig skilið eftir skilaboð undir lyklaborði í íbúð þeirra þar sem stóð, „Ég hef tækifæri til þess að taka út Charlie Kirk, og ég ætla að gera það.“ Robinson hafi orðið pólitískari og vinstri sinnaðri síðustu ár Herbergisfélaginn segir að hann hafi rætt við Robinson eftir morðið sem hafði þá eftirfarandi að segja: „Ég var búinn að fá nóg af hatrinu hans [Kirk]. Sumt hatur er ekki hægt að semja við.“ Saksóknari segir að móðir Robinson hafi sagt að hann hefði orðið vinstri sinnaðri á undanförnum árum, og hefði fengið mikinn áhuga á málefnum samkynhneigðra og trans fólks. Móðir hans segir að hann hafi byrjað í sambandi með herbergisfélaga sínum, sem er trans kona. Fréttin hefur verið uppfærð
Morðið á Charlie Kirk Bandaríkin Erlend sakamál Skotvopn Tengdar fréttir Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Hinn 22 ára gamli Tyler Robinson, sem grunaður er um að hafa skotið fjarhægrimanninn Charlie Kirk til bana á háskólasamkomu í Utah í síðustu viku, sendi smáskilaboð í aðdraganda morðsins þar sem hann sagðist ætla að drepa Kirk. 15. september 2025 23:48 Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Fleiri fréttir Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Sjá meira
Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Hinn 22 ára gamli Tyler Robinson, sem grunaður er um að hafa skotið fjarhægrimanninn Charlie Kirk til bana á háskólasamkomu í Utah í síðustu viku, sendi smáskilaboð í aðdraganda morðsins þar sem hann sagðist ætla að drepa Kirk. 15. september 2025 23:48