Hryðjuverkaákærum vísað frá Samúel Karl Ólason skrifar 16. september 2025 14:15 Luigi Mangione í dómsal í dag. AP/Seth Wenig Dómari hefur vísað frá tveimur af ákærunum gegn Luigi Mangione, sem sakaður er um að hafa myrt Brian Thompson, forstjóra UnitedHealthcare, í fyrra. Ekki verður réttað yfir Mangione í New York fyrir hryðjuverk en morðákærur standa eftir. Lögmenn Mangione höfðu farið fram á að allt málið gegn Mangione í New York yrði fellt niður vegna þess að hann stæði einnig frammi fyrir sambærilegu máli frá alríkinu en þar stendur Mangione frammi fyrir dauðarefsingu. Þeir segja það að reka bæði málin samhliða vera gífurlega flókið og erfitt. Það komi niður á vörnum skjólstæðings þeirra og þar með réttindum hans. Sjá einnig: Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Því hafnaði dómarinn en vísaði þó tveimur ákærum fyrir hryðjuverk frá. Það gerði Gregory Carro, dómarinn, á þeim grundvelli að samkvæmt lögum New York-ríkis væri morðið ekki hryðjuverk, þó það hefði verið framið vegna ákveðnar hugmyndafræði, samkvæmt AP fréttaveitunni. Konur sem styðja Mangione í dómshúsinu í New York í dag.AP/Seth Wenig Á sér fjölda fylgjenda Mangione, sem er 26 ára gamall, sat fyrir Thompson fyrir utan hótel í New York í desember þar sem forstjórinn var að halda fjárfestaráðstefnu. Auk þess að vera ákærður fyrir morð í New York og af alríkinu, hefur hann einnig verið ákærður fyrir skjalafals og vopnaburð í Pennsylvaníu. Þar var hann handtekinn nokkrum dögum eftir morðið. Mangione neitaði sök í ákærunum gegn honum í New York. Hann hefur einnig neitað sök gegn alríkisákærunum. Hann mætti síðast í dómsal í apríl en þá mættu fjölmargir aðdáendur hans einnig, eins og þeir gerðu þegar hann var færður fyrir dómara í New York í febrúar. Margir telja Mangione vera einhvers konar hetju þar sem hann myrti forstjóra einkarekins heilsutryggingafyrirtækis, sem fjölmargir telja sig eiga sökótt við. Bandaríkin Erlend sakamál Forstjóri UnitedHealthcare myrtur Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Leikhús í San Francisco setur upp söngleik byggðan á sögu Luigi Mangione, mannsins sem grunaður er um að hafa ráðið forstjóra UnitedHealthcare bana. 3. maí 2025 15:43 Vill fartölvu í fangelsið Luigi Mangione, sem grunaður er um að hafa myrt Brian Thompson, forstjóra eins stærsta sjúkratryggingafyrirtækis Bandaríkjanna, á götu úti í New York, vill hafa fartölvu í fangelsinu. Hann situr í alríkisfangelsi í New York en hann hefur verið ákærður fyrir morð og framkvæmd hryðjuverks. 25. mars 2025 22:17 Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Luigi Mangione, sem er grunaður um að hafa ráðið forstjóra UnitedHealthcare bana, hefur opnað sig um fangelsisvistina í bréfaskrifum við almenning. Hann fylgir ákveðinni rútínu, borðar núðlur, les og teflir við samfanga sína. 9. mars 2025 13:50 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Sólginn í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Sjá meira
Lögmenn Mangione höfðu farið fram á að allt málið gegn Mangione í New York yrði fellt niður vegna þess að hann stæði einnig frammi fyrir sambærilegu máli frá alríkinu en þar stendur Mangione frammi fyrir dauðarefsingu. Þeir segja það að reka bæði málin samhliða vera gífurlega flókið og erfitt. Það komi niður á vörnum skjólstæðings þeirra og þar með réttindum hans. Sjá einnig: Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Því hafnaði dómarinn en vísaði þó tveimur ákærum fyrir hryðjuverk frá. Það gerði Gregory Carro, dómarinn, á þeim grundvelli að samkvæmt lögum New York-ríkis væri morðið ekki hryðjuverk, þó það hefði verið framið vegna ákveðnar hugmyndafræði, samkvæmt AP fréttaveitunni. Konur sem styðja Mangione í dómshúsinu í New York í dag.AP/Seth Wenig Á sér fjölda fylgjenda Mangione, sem er 26 ára gamall, sat fyrir Thompson fyrir utan hótel í New York í desember þar sem forstjórinn var að halda fjárfestaráðstefnu. Auk þess að vera ákærður fyrir morð í New York og af alríkinu, hefur hann einnig verið ákærður fyrir skjalafals og vopnaburð í Pennsylvaníu. Þar var hann handtekinn nokkrum dögum eftir morðið. Mangione neitaði sök í ákærunum gegn honum í New York. Hann hefur einnig neitað sök gegn alríkisákærunum. Hann mætti síðast í dómsal í apríl en þá mættu fjölmargir aðdáendur hans einnig, eins og þeir gerðu þegar hann var færður fyrir dómara í New York í febrúar. Margir telja Mangione vera einhvers konar hetju þar sem hann myrti forstjóra einkarekins heilsutryggingafyrirtækis, sem fjölmargir telja sig eiga sökótt við.
Bandaríkin Erlend sakamál Forstjóri UnitedHealthcare myrtur Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Leikhús í San Francisco setur upp söngleik byggðan á sögu Luigi Mangione, mannsins sem grunaður er um að hafa ráðið forstjóra UnitedHealthcare bana. 3. maí 2025 15:43 Vill fartölvu í fangelsið Luigi Mangione, sem grunaður er um að hafa myrt Brian Thompson, forstjóra eins stærsta sjúkratryggingafyrirtækis Bandaríkjanna, á götu úti í New York, vill hafa fartölvu í fangelsinu. Hann situr í alríkisfangelsi í New York en hann hefur verið ákærður fyrir morð og framkvæmd hryðjuverks. 25. mars 2025 22:17 Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Luigi Mangione, sem er grunaður um að hafa ráðið forstjóra UnitedHealthcare bana, hefur opnað sig um fangelsisvistina í bréfaskrifum við almenning. Hann fylgir ákveðinni rútínu, borðar núðlur, les og teflir við samfanga sína. 9. mars 2025 13:50 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Sólginn í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Sjá meira
Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Leikhús í San Francisco setur upp söngleik byggðan á sögu Luigi Mangione, mannsins sem grunaður er um að hafa ráðið forstjóra UnitedHealthcare bana. 3. maí 2025 15:43
Vill fartölvu í fangelsið Luigi Mangione, sem grunaður er um að hafa myrt Brian Thompson, forstjóra eins stærsta sjúkratryggingafyrirtækis Bandaríkjanna, á götu úti í New York, vill hafa fartölvu í fangelsinu. Hann situr í alríkisfangelsi í New York en hann hefur verið ákærður fyrir morð og framkvæmd hryðjuverks. 25. mars 2025 22:17
Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Luigi Mangione, sem er grunaður um að hafa ráðið forstjóra UnitedHealthcare bana, hefur opnað sig um fangelsisvistina í bréfaskrifum við almenning. Hann fylgir ákveðinni rútínu, borðar núðlur, les og teflir við samfanga sína. 9. mars 2025 13:50