Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Stefán Árni Pálsson skrifar 16. september 2025 14:02 Kolfreyja Sól Bogadóttir, jafnan þekkt sem tónlistarkonan Alaska 1867, hefur gengið í gegnum ýmsar hæðir og lægðir lífsins. Vísir/Anton Brink Splunkuný rödd reið röftum í íslensku tónlistarsenunni í sumar og kom eins og stormsveipur inn í bransann með plötu og lögum þar sem er rappað og sungið hispurslaust um ofbeldismenn, kynlíf, kúreka, oxy fráhvörf, kók línur inn á klósetti og edrúmennsku án þess að skafað sé af því. En hver er þessi 25 ára eitursvala tónlistarkona sem sprakk út nýlega þrátt fyrir að hafa verið í tónlist allt sitt líf? Hún heitir Kolfreyja Sól Bogadóttir en listamannanafnið hennar er Alaska 1876, nafn sem að vekur upp ýmsar spurningar og kannski helst hvað þetta nafn á eiginlega að þýða? „Ég var rosa lengi að finna hvaða listamannsnafn ég vildi hafa af því að Kolfreyja er eitthvað svo þjóðlegt og ég á að bera að vera gera einhverja útlegutónlist. Ég vildi því aðskilja það. Mér finnst mjög næs að vera Kolfreyja með fjölskyldunni og síðan Alaska þegar ég er að gera tónlist. Ég var síðan að horfa á heimildarmynd árið 2019 og þar kom fram að Bandaríkin keyptu Alaska árið 1867. Ég veit ekki af hverju þetta greip mig svona mikið,“ segir Kolfreyja í Íslandi í dag á Sýn. Nafnið komið á hreint en þá er eitt sem vantar og það er hvaða bæjarfélag hún kennir sig við. Iðulega þarf ekki að spyrja rappara að því enda taka þeir mikið stolt frá því hvaðan þeir koma. Sjálf segist Kolfreyja vera víða að. „Ég elst upp á Fáskrúðsfirði og svo flyt ég til Akureyrar þegar ég er sex ára og er þar til ég er tólf ára og flyt síðan í bæinn. Ég hef búið mörgum bæjarfélögum.“ Mellusport Alaska 1867 var að gefa út plötu á dögunum. Á plötunni má finna grípandi efnistök og er ljóst frá fyrstu hlustun að Kolfreyja lýsi raunveruleika sem fáir kannast við. Sem dæmi má nefna lögin Fráhvörf, Hata hann, Al Capone og lagið Mellusport sem Kolfreyja var glöð að útskýra fyrir áhorfendum. „Þú getur verið í einhverju sporti, þú getur verið í mellusporti. Það er til dæmis að setja á þig brúnkukrem, eiga mjög feik skilríki og tramp stamp er mjög mikið mellusport,“ segir hún. Innblástur sækir hún frá sínu eigin lífi. „Akkúrat núna er það föt og menning í miðbæ Reykjavíkur og dóp líka. Þó ég taki ekki dóp þá er það því miður kúl. Það er nett fólk sem tekur dóp,“ segir hún á léttum nótum. Innsýn inn í hennar heim en Kolfreyja hefur áður tjáð sig um baráttu sína við fíknidjöfulinn og neyslu ópíóíða. Í dag fagnar hún edrúmennskunni og segist alls ekki fjalla um eiturlyf í dýrðarljóma. „Ég er bara mjög mikið að miðla því bara hvað mér finnst gott að hafa tekið þessa ákvörðun að vera edrú,“ segir Kolfreyja en innslagið má sjá hér að neðan. Ísland í dag Tónlist Mest lesið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Kvefið gengur hraðar yfir með ColdZyme® Lífið samstarf Fleiri fréttir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Sjá meira
En hver er þessi 25 ára eitursvala tónlistarkona sem sprakk út nýlega þrátt fyrir að hafa verið í tónlist allt sitt líf? Hún heitir Kolfreyja Sól Bogadóttir en listamannanafnið hennar er Alaska 1876, nafn sem að vekur upp ýmsar spurningar og kannski helst hvað þetta nafn á eiginlega að þýða? „Ég var rosa lengi að finna hvaða listamannsnafn ég vildi hafa af því að Kolfreyja er eitthvað svo þjóðlegt og ég á að bera að vera gera einhverja útlegutónlist. Ég vildi því aðskilja það. Mér finnst mjög næs að vera Kolfreyja með fjölskyldunni og síðan Alaska þegar ég er að gera tónlist. Ég var síðan að horfa á heimildarmynd árið 2019 og þar kom fram að Bandaríkin keyptu Alaska árið 1867. Ég veit ekki af hverju þetta greip mig svona mikið,“ segir Kolfreyja í Íslandi í dag á Sýn. Nafnið komið á hreint en þá er eitt sem vantar og það er hvaða bæjarfélag hún kennir sig við. Iðulega þarf ekki að spyrja rappara að því enda taka þeir mikið stolt frá því hvaðan þeir koma. Sjálf segist Kolfreyja vera víða að. „Ég elst upp á Fáskrúðsfirði og svo flyt ég til Akureyrar þegar ég er sex ára og er þar til ég er tólf ára og flyt síðan í bæinn. Ég hef búið mörgum bæjarfélögum.“ Mellusport Alaska 1867 var að gefa út plötu á dögunum. Á plötunni má finna grípandi efnistök og er ljóst frá fyrstu hlustun að Kolfreyja lýsi raunveruleika sem fáir kannast við. Sem dæmi má nefna lögin Fráhvörf, Hata hann, Al Capone og lagið Mellusport sem Kolfreyja var glöð að útskýra fyrir áhorfendum. „Þú getur verið í einhverju sporti, þú getur verið í mellusporti. Það er til dæmis að setja á þig brúnkukrem, eiga mjög feik skilríki og tramp stamp er mjög mikið mellusport,“ segir hún. Innblástur sækir hún frá sínu eigin lífi. „Akkúrat núna er það föt og menning í miðbæ Reykjavíkur og dóp líka. Þó ég taki ekki dóp þá er það því miður kúl. Það er nett fólk sem tekur dóp,“ segir hún á léttum nótum. Innsýn inn í hennar heim en Kolfreyja hefur áður tjáð sig um baráttu sína við fíknidjöfulinn og neyslu ópíóíða. Í dag fagnar hún edrúmennskunni og segist alls ekki fjalla um eiturlyf í dýrðarljóma. „Ég er bara mjög mikið að miðla því bara hvað mér finnst gott að hafa tekið þessa ákvörðun að vera edrú,“ segir Kolfreyja en innslagið má sjá hér að neðan.
Ísland í dag Tónlist Mest lesið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Kvefið gengur hraðar yfir með ColdZyme® Lífið samstarf Fleiri fréttir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Sjá meira