Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Ágúst Orri Arnarson skrifar 15. september 2025 22:46 Joe Burrow er meiddur í stóru tánni. Ric Tapia/Getty Images Joe Burrow, leikstjórnandi Cincinnati Bengals í NFL deildinni, þarf að gangast undir aðgerð á tánni vegna meiðsla sem hann varð fyrir í leiknum gegn Jacksonville Jaguars í gærkvöldi. Burrow haltraði af velli eftir tæklingu í öðrum leikhluta og var leystur af hólmi af reynsluboltanum Jake Browning, sem leiddi liðið til 31-27 sigurs og verður leikstjórnandi liðsins í næstu leikjum. Burrow þarf að fara í aðgerð til að laga svokallaða „turf toe“ sem hann er að glíma við, það er tognun í liðbandi stóru tánnar. Meiðsli sem má rekja til harðs undirlags á gervigrasi og gerast yfirleitt þegar fóturinn festist í grasinu. Hann er annar leikstjórnandinn sem lendir í slíkum meiðslum á tímabilinu. Brock Purdy var ekki með San Francisco 49ers um síðustu helgi eftir að hafa meiðst í tánni, en hans meiðsli eru ekki eins alvarleg og krefjast ekki aðgerðar. Óvíst er hversu lengi Burrow verður frá og þjálfari Bengals, Zac Taylor, vildi ekki lofa því að hann myndi snúa aftur á þessu tímabili. Þetta yrði í þriðja sinn sem tímabil Burrow myndi enda snemma. Hann var valinn fyrstur í nýliðavalinu 2020 en sleit þá krossband í 11. umferð. Tveimur tímabilum síðar, eftir að hafa leitt Bengals í Ofurskálina, meiddist hann í úlnliðnum. Bengals hafa byrjað tímabilið vel og unnið fyrstu tvo leikina. Liðið mun nú leita að öðrum leikstjórnanda til að sitja á bekknum í stað Jake Browning, sem tekur byrjunarliðssætið af Burrow. Önnur umferð NFL deildarinnar klárast í kvöld. Lokasóknin gerir umferðina svo upp á Sýn Sport 2 klukkan 21:10 á morgun. NFL Mest lesið Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Körfubolti „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Fleiri fréttir Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Hilmar Smári kvaddur í Litáen Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Hafnaði Val og fer heim til Eyja Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Sjá meira
Burrow haltraði af velli eftir tæklingu í öðrum leikhluta og var leystur af hólmi af reynsluboltanum Jake Browning, sem leiddi liðið til 31-27 sigurs og verður leikstjórnandi liðsins í næstu leikjum. Burrow þarf að fara í aðgerð til að laga svokallaða „turf toe“ sem hann er að glíma við, það er tognun í liðbandi stóru tánnar. Meiðsli sem má rekja til harðs undirlags á gervigrasi og gerast yfirleitt þegar fóturinn festist í grasinu. Hann er annar leikstjórnandinn sem lendir í slíkum meiðslum á tímabilinu. Brock Purdy var ekki með San Francisco 49ers um síðustu helgi eftir að hafa meiðst í tánni, en hans meiðsli eru ekki eins alvarleg og krefjast ekki aðgerðar. Óvíst er hversu lengi Burrow verður frá og þjálfari Bengals, Zac Taylor, vildi ekki lofa því að hann myndi snúa aftur á þessu tímabili. Þetta yrði í þriðja sinn sem tímabil Burrow myndi enda snemma. Hann var valinn fyrstur í nýliðavalinu 2020 en sleit þá krossband í 11. umferð. Tveimur tímabilum síðar, eftir að hafa leitt Bengals í Ofurskálina, meiddist hann í úlnliðnum. Bengals hafa byrjað tímabilið vel og unnið fyrstu tvo leikina. Liðið mun nú leita að öðrum leikstjórnanda til að sitja á bekknum í stað Jake Browning, sem tekur byrjunarliðssætið af Burrow. Önnur umferð NFL deildarinnar klárast í kvöld. Lokasóknin gerir umferðina svo upp á Sýn Sport 2 klukkan 21:10 á morgun.
NFL Mest lesið Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Körfubolti „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Fleiri fréttir Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Hilmar Smári kvaddur í Litáen Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Hafnaði Val og fer heim til Eyja Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Sjá meira