Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Kjartan Kjartansson skrifar 16. september 2025 07:02 Umhverfisráðherra leggur nú áherslu á að ríkið gangi fram með góðu fordæmi og hefji endurheimt votlendis á ríkisjörðum. Úr greiningu Lands og skógs og framkvæmdasýslunnar Töluverðir möguleikar eru til að endurheimta votlendi á ríkisjörðum þar sem ríkið situr á þúsundum hektara framræsts lands. Ekkert votlendi hefur verið endurheimt síðustu ár þrátt fyrir að framræst land sé stærsta einstaka uppspretta gróðurhúsalofttegunda á Íslandi. Meiri en helmingur af heildarlosun Íslands á gróðurhúsalofttegundum var vegna landnotkunar í fyrra, fyrst og fremst vegna votlendis sem var ræst fram á fyrri hluta 20. aldar. Þrátt fyrir að mikið hafi verið rætt um mikilvægi endurheimtar votlendis sem loftslagsaðgerðar síðustu ár var ekkert votlendi endurheimt í fyrra. Votlendissjóður, sem átti að standa að slíkri endurheimt, dró úr starfsemi sinni fyrir tveimur árum, meðal annars vegar þess ekkert framboð var á jörðum. Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, boðaði samdrátt um 400-500 þúsund tonn koltvísýringsígilda í losun vegna landnotkunar fyrir 2035 miðað við árið í ár þegar hann kynnti nýtt landsmarkmið Íslands gagnvart Parísarsamkomulaginu á föstudag. Til að ná því ætti meðal annars að ráðast í markvisst átak til að endurheimta votlendi á ríkisjörðum. Til þess þyrfti að ryðja hindrunum úr vegi og einalda regluverk og leyfisferla. Einnig þyrfti að virkja einkafjármagn, virkja bændur og sveitarfélög. „En ég legg áherslu á að ríkið fari hratt af stað og ryðji þannig brautina,“ sagði ráðherrann. Stærsti hlutinn í nýtingu Greining sem ráðherrann lét vinna bendir til þess að mögulega væri hægt að endurheimta þúsundir hektara votlendis á ríkisjörðum. Af þeim rúma helmingi jarða í eigu ríkisins sem voru skoðaðar reyndust 103 með framræsluskurði. Skurðirnir eru alls 366 kílómetrar að lengd og flatarmál framræsta landsins rúmlega 5.652 hektarar samkvæmt greiningunni sem Land og skógur og framkvæmdasýsla ríkisins unnu. Af þessu framræsta landi eru rúmlega 1.600 hektarar á eyðijörðum en rúmlega fjögur þúsund hektarar í nytjum, þar af rúmlega 1.200 undir tún. Háskólarnir og framkvæmdasýslan hafi umsjón með stærstum hlutum þessara jarða. Mikil vinna er sögð eftir við að greina möguleika á endurheimt votlendis, bæði á eyðijörðum og jörðum í nytjum. Til þess að íslensk stjórnvöld nái loftslagsskuldbindingum sínum þyrfti einnig líklega að skoða enn fleiri jarðir en þær 227 sem fjallað var um í greiningunni sem var skilað til ráðherra í síðustu viku. Þá er bent á mikilvægi þess að ríkið verndi rúmlega 17.600 hektara af óröskuðum mýrarvistkerfum sem eru á ríkisjörðum. Hægt að rækta birki á fjölda jarða Möguleikarnir á endurheimt birkiskóga á ríkisjörðum voru einnig skoðaðir og var niðurstaðan að víða væru tækifæri til þess. Innan við tíu prósent þekja birkiskóglendis væri á 157 jörðum sem voru skoðaðar. Líklega væri svæðið þó minna þar sem gögnin sem miðað var við eru frá árinu 2012. Birki væri búið að breiða úr sér síðan, meðal annars vegna breyttra búskaparhátta og hlýnandi loftslags. Snæfellsnes og Skaftárhreppur nefndur sem vænlegur kostur Mest af því ríkislandi sem talið var henta til endurheimtar er á Suðausturlandi en einnig eru stór svæði á Norðurlandi eystra, Suðurlandi, Vestfjörðum og á Snæfellsnesi. Sérstaklega var bent á svæði innan Snæfellsjökulsþjóðgarðs og í Skaftárhreppi sem gætu verið vænleg til endurheimta votlendis og uppgræðslu birkis. Á Snæfellsnesi gæti raunhæf stærð endurheimtasvæða verið um fjögur til fimm þúsund hektarar þegar tekið hefði verið tillit til fjarlægðar frá sjó og hæðar yfir sjávarmáli. Áhugaverð svæði til endurheimtarverkefna eru meðal annars sögð vera í Snæfellsjökulsþjóðgarði.Vísir/Vilhelm Í Skaftárhreppi væru ekki miklar takmarkanir til staðar hvað varðaði skipulagsmál og stór svæði þegar skilgreind sem landgræðslusvæði og friðuð fyrir beit. Svæðið í heild gæti verið allt að 25 þúsund hektarar. Þó væri ljóst að nýtanlegt svæði yrði töluvert minna. Stórar jarðir næðu niður í fjöru og þá væru svæði á áhrifasvæði Kötluhlaupa þar sem óráðlegt væri að gróðursetja birki. Engu að síður væri líkleg stærð svæða til endurheimta birkis jafnvel yfir fimm þúsund hekturum. Loftslagsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Meiri en helmingur af heildarlosun Íslands á gróðurhúsalofttegundum var vegna landnotkunar í fyrra, fyrst og fremst vegna votlendis sem var ræst fram á fyrri hluta 20. aldar. Þrátt fyrir að mikið hafi verið rætt um mikilvægi endurheimtar votlendis sem loftslagsaðgerðar síðustu ár var ekkert votlendi endurheimt í fyrra. Votlendissjóður, sem átti að standa að slíkri endurheimt, dró úr starfsemi sinni fyrir tveimur árum, meðal annars vegar þess ekkert framboð var á jörðum. Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, boðaði samdrátt um 400-500 þúsund tonn koltvísýringsígilda í losun vegna landnotkunar fyrir 2035 miðað við árið í ár þegar hann kynnti nýtt landsmarkmið Íslands gagnvart Parísarsamkomulaginu á föstudag. Til að ná því ætti meðal annars að ráðast í markvisst átak til að endurheimta votlendi á ríkisjörðum. Til þess þyrfti að ryðja hindrunum úr vegi og einalda regluverk og leyfisferla. Einnig þyrfti að virkja einkafjármagn, virkja bændur og sveitarfélög. „En ég legg áherslu á að ríkið fari hratt af stað og ryðji þannig brautina,“ sagði ráðherrann. Stærsti hlutinn í nýtingu Greining sem ráðherrann lét vinna bendir til þess að mögulega væri hægt að endurheimta þúsundir hektara votlendis á ríkisjörðum. Af þeim rúma helmingi jarða í eigu ríkisins sem voru skoðaðar reyndust 103 með framræsluskurði. Skurðirnir eru alls 366 kílómetrar að lengd og flatarmál framræsta landsins rúmlega 5.652 hektarar samkvæmt greiningunni sem Land og skógur og framkvæmdasýsla ríkisins unnu. Af þessu framræsta landi eru rúmlega 1.600 hektarar á eyðijörðum en rúmlega fjögur þúsund hektarar í nytjum, þar af rúmlega 1.200 undir tún. Háskólarnir og framkvæmdasýslan hafi umsjón með stærstum hlutum þessara jarða. Mikil vinna er sögð eftir við að greina möguleika á endurheimt votlendis, bæði á eyðijörðum og jörðum í nytjum. Til þess að íslensk stjórnvöld nái loftslagsskuldbindingum sínum þyrfti einnig líklega að skoða enn fleiri jarðir en þær 227 sem fjallað var um í greiningunni sem var skilað til ráðherra í síðustu viku. Þá er bent á mikilvægi þess að ríkið verndi rúmlega 17.600 hektara af óröskuðum mýrarvistkerfum sem eru á ríkisjörðum. Hægt að rækta birki á fjölda jarða Möguleikarnir á endurheimt birkiskóga á ríkisjörðum voru einnig skoðaðir og var niðurstaðan að víða væru tækifæri til þess. Innan við tíu prósent þekja birkiskóglendis væri á 157 jörðum sem voru skoðaðar. Líklega væri svæðið þó minna þar sem gögnin sem miðað var við eru frá árinu 2012. Birki væri búið að breiða úr sér síðan, meðal annars vegna breyttra búskaparhátta og hlýnandi loftslags. Snæfellsnes og Skaftárhreppur nefndur sem vænlegur kostur Mest af því ríkislandi sem talið var henta til endurheimtar er á Suðausturlandi en einnig eru stór svæði á Norðurlandi eystra, Suðurlandi, Vestfjörðum og á Snæfellsnesi. Sérstaklega var bent á svæði innan Snæfellsjökulsþjóðgarðs og í Skaftárhreppi sem gætu verið vænleg til endurheimta votlendis og uppgræðslu birkis. Á Snæfellsnesi gæti raunhæf stærð endurheimtasvæða verið um fjögur til fimm þúsund hektarar þegar tekið hefði verið tillit til fjarlægðar frá sjó og hæðar yfir sjávarmáli. Áhugaverð svæði til endurheimtarverkefna eru meðal annars sögð vera í Snæfellsjökulsþjóðgarði.Vísir/Vilhelm Í Skaftárhreppi væru ekki miklar takmarkanir til staðar hvað varðaði skipulagsmál og stór svæði þegar skilgreind sem landgræðslusvæði og friðuð fyrir beit. Svæðið í heild gæti verið allt að 25 þúsund hektarar. Þó væri ljóst að nýtanlegt svæði yrði töluvert minna. Stórar jarðir næðu niður í fjöru og þá væru svæði á áhrifasvæði Kötluhlaupa þar sem óráðlegt væri að gróðursetja birki. Engu að síður væri líkleg stærð svæða til endurheimta birkis jafnvel yfir fimm þúsund hekturum.
Loftslagsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira