Fótbolti

Leik hætt eftir að leik­maður hné niður

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ástand Savönnuh DeMelo er stöðugt.
Ástand Savönnuh DeMelo er stöðugt. getty/Dustin Markland

Bandaríska landsliðskonan hjá Racing Louisville, Savannah DeMelo, hné niður í leik gegn Seattle Reign í bandarísku kvennadeildinni í fótbolta í gær.

Í uppbótartíma fyrri hálfleiks hné DeMelo niður og leikurinn var stöðvaður meðan að hugað var að henni.

DeMelo var flutt á sjúkrahús og ákveðið var að hætta leik. Ekki liggur fyrir hvenær leikurinn verður kláraður.

Samkvæmt upplýsingum frá Racing Louville er DeMelo með meðvitund og ástand hennar er stöðugt.

DeMelo þurfti einnig að hætta leik í mars þegar Racing Louville mætti Bay. Hún er með Graves sjúkdóminn og ofvirkan sjaldkirtil.

Hin 27 ára DeMelo hefur leikið sjö leiki fyrir bandaríska landsliðið. Hún hefur spilað fyrir Racing Louisville síðan 2022, eftir að hún útskrifaðist úr háskólanum í Suður Karólínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×