Fótbolti

„Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammi­stöðu“

Sesselja Ósk Gunnarsdóttir skrifar
Óskar Hrafn, þjálfari KR, þungur á brún á hliðarlínunni.
Óskar Hrafn, þjálfari KR, þungur á brún á hliðarlínunni. Vísir/Diego

KR tapaði 0-7 fyrir Víkingum í lokaumferð Bestu deildar karla í dag. Stærsta deildartap KR-inga og það á heimavelli.

Besta deildin skiptist nú upp í neðri og efri hluta. KR mun spila fimm leiki innbyrðist við önnur lið úr neðri hlutanum. Óskar var spurður hvort hann sæi fyrir sér að hann myndi stýra liðinu í þeim leikjum.

„Góð spurning, já ég geri það nú. En ég verð að horfa í spegil eftir svona frammistöðu og spyrja mig nokkurra spurninga, það er alveg ljóst. Hvort að rétta ákvörðunin fyrir KR sé að ég hætti, það verðum við að ræða um. Ef menn komast að þeirri niðurstöðu þá er það þannig, eina sem skiptir máli er KR, “ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, bugaður eftir tap liðsins í dag.

„Frammistaðan í dag var ekki nógu góð og uppleggið hjá mér var ekki nógu gott,“ sagði Óskar að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×