Vandræðalegt víti frá Messi Sindri Sverrisson skrifar 14. september 2025 10:29 Lionel Messi fór illa með kjörið tækifæri til að koma Inter Miami yfir í gærkvöld. Getty/David Jensen Panenka-tilraun Lionels Messi á vítapunktinum í bandarísku MLS-deildinni í fótbolta í gærkvöld misheppnaðist gjörsamlega. Hinn 38 ára gamli Messi, sem átta sinnum hefur hlotið Gullknöttinn sem besti leikmaður heims, fór á vítapunktinn í leik Inter Miami við Charlotte, í stöðunni 0-0. Eins og sjá má hér að neðan ákvað Messi að reyna að blekkja markvörðinn, Kristijan Kahlina, þannig að hann myndi velja sér horn og skutla sér þangað, á meðan að vippa Messis færi í mitt markið. Kahlina ákvað hins vegar að vera ekkert að skutla sér, fylgdist með boltanum og varði svo auðveldlega. No luck on the panenka.Kristijan Kahlina stands his ground! 😳📺 #MLSSeasonPass: https://t.co/Hk7vdrFPCI pic.twitter.com/ltzmUpAPEn— Major League Soccer (@MLS) September 14, 2025 Þetta reyndist dýrkeypt fyrir Messi og félaga því þeir enduðu á að tapa leiknum 3-0. Ísraelinn Idan Toklomati skoraði þrennu fyrir Charlotte, þar af eitt mark úr víti, og Inter missti auk þess Tomás Avilés af velli með rautt spjald þegar rúmar tíu mínútur voru eftir. Slæm niðurstaða fyrir lærisveina Javiers Mascherano sem nú sitja í 8. sæti með 46 stig eftir 26 leiki en eiga 2-4 leiki til góða á öll hin liðin og hafa misst af fæstum stigum til þessa. Dagur kom inn á í lokin Dagur Dan Þórhallsson fékk lítið að spila í 1-1 jafntefli Orlando City við DC United á útivelli. Þrátt fyrir að vera manni fleiri frá 57. mínútu náði Orlando ekki að skora sigurmark og Dagur gat litlu breytt um það því hann kom ekki inn á fyrr en á 90. mínútu. Orlando er í 6. sæti með 48 stig eftir 29 leiki en DC United er næstneðst, í 14. sæti með 25 stig. Bandaríski fótboltinn Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Fleiri fréttir Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sjá meira
Hinn 38 ára gamli Messi, sem átta sinnum hefur hlotið Gullknöttinn sem besti leikmaður heims, fór á vítapunktinn í leik Inter Miami við Charlotte, í stöðunni 0-0. Eins og sjá má hér að neðan ákvað Messi að reyna að blekkja markvörðinn, Kristijan Kahlina, þannig að hann myndi velja sér horn og skutla sér þangað, á meðan að vippa Messis færi í mitt markið. Kahlina ákvað hins vegar að vera ekkert að skutla sér, fylgdist með boltanum og varði svo auðveldlega. No luck on the panenka.Kristijan Kahlina stands his ground! 😳📺 #MLSSeasonPass: https://t.co/Hk7vdrFPCI pic.twitter.com/ltzmUpAPEn— Major League Soccer (@MLS) September 14, 2025 Þetta reyndist dýrkeypt fyrir Messi og félaga því þeir enduðu á að tapa leiknum 3-0. Ísraelinn Idan Toklomati skoraði þrennu fyrir Charlotte, þar af eitt mark úr víti, og Inter missti auk þess Tomás Avilés af velli með rautt spjald þegar rúmar tíu mínútur voru eftir. Slæm niðurstaða fyrir lærisveina Javiers Mascherano sem nú sitja í 8. sæti með 46 stig eftir 26 leiki en eiga 2-4 leiki til góða á öll hin liðin og hafa misst af fæstum stigum til þessa. Dagur kom inn á í lokin Dagur Dan Þórhallsson fékk lítið að spila í 1-1 jafntefli Orlando City við DC United á útivelli. Þrátt fyrir að vera manni fleiri frá 57. mínútu náði Orlando ekki að skora sigurmark og Dagur gat litlu breytt um það því hann kom ekki inn á fyrr en á 90. mínútu. Orlando er í 6. sæti með 48 stig eftir 29 leiki en DC United er næstneðst, í 14. sæti með 25 stig.
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Fleiri fréttir Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sjá meira